Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 19

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 19
FRÆÐIGREINAR / HEILAHIMNUBÓLGA tveimur hópum. Tíu börn greindust með Hib sýkingu (17,5% allra heymarmældra með Hib sýkingu, p=0,35), fimm með S. pneumoniae (31% allra heyrn- armældra með S. pneumoniae, p=0,03) og fimm með N. meningitidis (7% allra heyrnarmældra með N. nieningitidis; p=0,04). Hjá þremur börnunum fannst engin baktería. Atján (78%) börn með skyntaugar- heyrnartap voru innlögð >24 klukkustundum frá upphafi veikinda en fimm (22%) <24 klukkustund- um (p=0,02). Átta börn með skyntaugarheyrnartap fengu stera við innlögn. Ekki reyndist marktækur munur á því hvort börn með skyntaugarheyrnartap höfðu fengið stera eða ekki (p=l,0). Umræöa Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fá á ári hverju í heiminum fleiri en 400.000 börn undir fimm ára aldri heilahimnubólgu af völdum baktería og af þeim deyja um 20% (13). Nýgengi sjúkdómsins er hins vegar mjög mismun- andi milli landa sem skýra má að stórum hluta af mis- munandi skráningarkerfi og vanskráningu í mörgum löndum (14). í okkar rannsókn var nýgengið 29/100.000/ár fyrri hluta tímabilsins en lækkaði í 12/100.000/ár eftir tilkomu Hib bólusetningarinnar. Nýgengi sjúkdómsins er þó að öllum líkindum hærra á landinu öllu þar sem börn með heilahimnubólgu eru stundum lögð inn á önnur sjúkrahús en okkar rannsókn nær til og niðurstöður mænuvökvaræktana frá sýklafræðideildum á tíu ára tímabili bornar saman við niðurstöður rannsóknarinnar bentu til um 10% vangreiningar í sjúkraskrám. Heilahimnubólga á ís- landi er algengari meðal barna en fullorðinna því ný- leg íslensk rannsókn á heilahimnubólgu hjá einstak- lingum >16 ára leiddi í ljós nýgengi 3,8/100.000/ár (10). Meðalaldri og aldursdreifingu barna í okkar rannsókn svipar mjög til þess sem birt hefur verið í erlendum rannsóknum (14). Athyglisvert er að eftir að bólusetning gegn Hib hófst hefur meðalaldur barna með heilahimnubólgu hækkað marktækt úr tæpum tveimur árum í tæp þrjú ár. Þetta hefur einnig komið í ljós í öðrum rannsóknum (14,15) og skýrist af því að sýkingar af völdum Hib sem algengastar voru hjá yngstu bömunum hafa verið upprættar. Einnig kom í ljós að meðalaldur barna með heila- himnubólgu af völdum N. meningitidis hækkaði marktækt eftir 1989. Ástæður þessa eru ekki ljósar en benda til að heilahimnubólga sé að verða vandamál eldri barna en áður var. Orsakir alvarlegrar heilahimnubólgu hjá börnum eldri en eins mánaðar hafa löngum verið taldar N. meningitidis, Hib og S. pnettmoniae. Á fyrri hluta rannsóknartímabilsins voru N. meningitidis og Hib langalgengastar en eftir að bólusetning gegn Hib hófst árið 1989 hafa sýkingar af völdum þessarar bakteríu hins vegar horfið. Greiningin var oftast fengin með ræktun bakterí- unnar í mænuvökva (74%) og er það í samræmi við rannsóknir á eldri einstaklingum með heilahimnu- bólgu hér á landi (10). Meirihluti þeirra sem voru með neikvæðar ræktanir reyndust hins vegar hafa fengið sýklalyf fyrir komu. Gramslitun og Latex kekkjunarpróf á mænuvökva ásamt blóðræktun gaf hins vegar greininguna hjá um þriðjungi þeirra sem voru með neikvæðar mænuvökvaræktanir. N. meningitidis er í dag algengasta bakterían (>80%) sem veldur heilahimnubólgu hjá börnum eldri en eins mánaðar. Hún kemur oftar fyrir hjá eldri börnum sem gæti verið vegna þess að tíðni bera eykst með aldri (16). Undirflokkun N. meningitidis hófst hér á landi árið 1976 (9). Algengasta hjúpgerðin í okkar rannsókn reyndist vera B (55%) en hjúpgerð C (19%) varð fyrst algeng eftir 1982. Ekki reyndist munur á afdrifum sjúklinga í okkar rannsókn eftir hjúpgerðum bakteríunnar. Fjölsykru bóluefni gegn N. meningitidis (hjúpgerð A, C, Y og W135) hafa ver- ið á markaði um nokkurt skeið en þetta bóluefni eins og önnur fjölsykru bóluefni er lítt ónæmisvekjandi hjá börnum yngri en tveggja ára (17). Þar sem meðal- aldur barna með heilahimnubólgu af völdum N. meningitidis í okkar rannsókn hækkaði marktækt á seinni hluta rannsóknartímans uppí tæplega þrjú ár þá gæti þetta bóluefni hugsanlega verið gagnlegt í baráttunni gegn sýkingum af völdum N. meningitidis hér á landi (18). Frábær árangur hér á landi sem er- lendis af bólusetningu með prótíntengdu Hib bólu- efni (5) gefur hins vegar vonir um að nýtt prótín tengt fjölsykru bóluefni gegn hjúpgerð C muni reynast áhrifaríkt í baráttunni gegn sýkingum af völdum þess- arar hjúpgerðar (19). Hins vegar gengur erfiðlega að framleiða virkt bóluefni gegn hjúpgerð B (20,21). Aðdragandi heilahimnubólgu af völdum baktería getur verið með tvennum hætti. Annars vegar getur verið um að ræða nokkurra daga sjúkrasögu með hita og ósérhæfðum einkennum sem benda til vírussýk- ingar og hins vegar getur sjúkdómurinn komið mjög brátt og einkenni orðið alvarleg á nokkrum klukku- stundum (1, 12, 22). Rannsóknir á blóði og mænu- vökva eru því oftast nauðsynlegar til að staðfesta greininguna. Talning hvítra blóðkorna í blóði og deilitalning í okkar rannsókn gaf ekki áreiðanlegar upplýsingar um alvarleika sýkingarinnar nema hjá um átta af hundraði barna sem voru með lækkun á hvítum blóðkornum. Sökk og CRP reyndist hins vegar verulega hækkað í flestum tilvikum nema ef einkenni fyrir innlögn höfðu staðið skemur en 24 klukkustundir. Rannsókn á mænuvökva reyndist hins vegar áreiðanleg til að segja fyrir um heila- himnubólgu. Flest börnin voru með verulega aukn- ingu á fjölda hvítra blóðkorna í mænuvökva en ein- ungis níu af hundraði voru með eðlilegan fjölda. Hjá öllum þeirra ræktaðist hins vegar bakteria í mænu- vökvanum og var um að ræða N. meningitidis í 81% Læknablaðið 2002/88 395
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.