Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 20

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 20
FRÆÐIGREINAR / HEILAHIMNUBÓLGA tilfella. Einungis helmingur barnanna reyndist vera með lágan sykur í mænuvökva og 11% hækkað pró- tín. Lækkaður sykur í mænuvökva tengdist marktækt skyntaugarheyrnartapi en ekki öðrum fylgikvillum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar niðurstöður (12,23,24). Athyglisvert er hversu fljótt flest börnin voru inn- lögð á sjúkrahús en helmingur barnanna var innlagð- ur <24 klukkustundum frá upphafi veikinda. Kann að vera að það skýri góðar horfur barnanna í þessari rannsókn miðað við erlendar rannsóknir (12, 24-26). í okkar rannsókn var dánartíðnin 4,5% en erlendar rannsóknir hafa sýnt dánartíðni hjá börnum um 10% (14). Dánartíðni hjá fullorðnum með heilahimnu- bólgu er hins vegar töluvert hærri (20%) samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn (10). Það kann hins vegar að vera að raunveruleg dánartíðni sé hærri þar sem börn deyja stundum af þessum sjúkdómi utan sjúkra- húsa og eru því aldrei lögð inn. Þau börn sem deyja fá oftast mjög bráð og alvarleg einkenni og komast sjaldnast nógu snemma á sjúkrahús til meðferðar. Ekki var marktækur munur á dánartíðni milli bakt- eríutegunda nema við Hib sýkingu þar sem ekkert barn dó (p=0,0009). Flest börnin (90%) sem létust í okkar rannsókn höfðu veikst innan 24 klukkustunda fyrir innlögn og reyndust vera með mjög alvarleg ein- kenni við komu. Marktækt hærri dánartíðni var hjá þeim börnum sem fengu stera við innlögn en það skýrist væntanlega af því að veikustu börnin fengu stera við komu. Sýklalyfjagjöf fyrir innlögn virtist hins vegar ekki minnka líkur á dauða. Af þeim sem lifðu reyndist um þriðjungur fá langtíma fylgikvilla sem er lægra hlutfall en talið hef- ur verið í erlendum rannsóknum (14) þar sem um helmingur er talinn fá fylgikvilla. Líkur á langtíma fylgikvillum var marktækt hærri við sýkingu af völd- um S. pneumoniae en annarra baktería. Tæplega fimmtungur barnanna fékk krampa í tengslum við sjúkdóminn sem er hærra en hjá fullorðnum (10). Krampar voru marktækt algengari hjá börnum með sýkingu af völdum S. pneumoniae og Hib eins og aðrar rannsóknir hafa sýnt (10-12). Börn með alvarleg einkenni við innlögn, það er krampa, lækkaðan blóðþrýsting og minnkaða með- vitund, voru með marktækt verri horfur en börn sem ekki voru með ofangreind einkenni, einkum hvað varðar dauða. Húðblæðingar sáust hjá tæplega helm- ingi barnanna við innlögn og greindust flest (76%) með N. meningitidis. Skyntaugarheyrnartap greindist hjá 14% barna í okkar rannsókn en það er heldur hærra en erlendar rannsóknir hafa sýnt (3-10%) (27-29). Heyrnartap í okkar rannsókn var marktækt hærra við sýkingu af völdum S. pneumoniae og N. meningitidis heldur en Hib sem samræmist erlendum rannsóknum (12, 30, 31). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að dexómetasón gjöf getur hugsanlega minnkað líkur á skyntaugar- heyrnartapi við heilahimnubólgu af völdum Hib ef meðferð er hafin á undan eða samtímis sýklalyfjagjöf. Arangurinn er hins vegar óvissari við sýkingar af völdum annarra baktería (22, 30, 32, 33). í okkar rannsókn kom ekki fram neinn munur á þeim sem fengu eða fengu ekki stera. Þetta kann að skýrast af því að sterar í okkar rannsókn voru ekki gefnir á skipulegan hátt, hvorki með tilliti til sýklalyfjagjafar, tegundar stera, skammtastærðar né meðferðarlengd- ar. Heilahimnubólga af völdum baktería hjá börnum er alvarlegur sjúkdómur ef ekki er brugðist skjótt við. Tíðni hans hér á landi hefur farið minnkandi, einkum vegna tilkomu Hib bólusetningar árið 1989. Þótt búið sé að útrýma Hib, sem var einn af þremur aðalor- sakavöldum heilahimnubólgu hjá börnum eldri en eins mánaðar, þá eru N. meningitidis og S. pneumo- niae enn til staðar. Til að draga úr alvarlegum fylgi- kvillum heilahimnubólgu er nauðsynlegt að hefja meðferð eins fljótt og auðið er eftir byrjun einkenna. Ólíklegt er að hægt verði að koma sjúklingum fyrr inn á sjúkrahús en fram kom í okkar rannsókn þar sem helmingur barna var lagður inn á sjúkrahús <24 klukkustundum frá byrjun veikinda. Eina raunhæfa leiðin til að draga úr alvarlegum fylgikvillum þessara sýkinga er því að koma í veg fyrir sýkinguna. Frábær reynsla af Hib bóluefni hér á landi sem erlendis gefur góðar vonir að koma megi í veg fyrir alvarlegar sýk- ingar af völdum N. meningitidis og S. pneumoniae með bólusetningu. Prótíntengd bóluefni gegn N. meningitidis af hjúpgerð C og .S'. pneumoniae eru ný- lega komin á markað en ekki komin í almenna notkun hér á landi enn sem komið er. Erlendar og innlendar rannsóknir hafa sýnt að þessi bóluefni eru örugg, ónæmisvekjandi og virk í ungum börnum (34- 36) og þurfa heilbrigðisyfirvöld því að íhuga vandlega hvort ekki sé tímabært að hefja almenna bólusetn- ingu með þessum bóluefnum hér á landi. Þakkir Sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð fær Jónas Logi Franklín fyrir aðstoð við tölvuvinnslu, Kristín E. Jónsdóttir læknir, starfsfólk skjalasafna sjúkrahús- anna þriggja, starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvar- innar og taugagreiningardeildar Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Heimildir 1. Quagliarello VJ, Scheld WM. New perspectives on bacterial meningitis. Clin Infect Dis 1993; 17: 603-10. 2. Radetsky M. Duration of symptoms and outcome in bacterial meningitis: an analysis of causation and the implications of a delay in diagnosis. Pediatr Infect Dis 1992; 11: 694-8. 3. Jónsdóttir KE, Steingrímsson Ó, Ólafsson Ó. Immunisation of infants in Iceland against Haemophilus influenzae type b. [letter]. Lancet 1992; 340:252-3. 4. Jónsdóttir KE, Hansen H, Guðbjörnsdóttir H, Guðmunds- 396 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.