Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 26

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 26
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF Mynd 1. Lasso leggur með hrmglaga enda sem hefur tíu rafskaut. Pessi leggur er sérhannaður fyrir kortlagningu á rafvirkni í opi lungnablá- œða og gerir að verkum að aðeins er brennt á þeim svceðum þar sem rafvirkni sést. ár haft gáttatif í köstum. Pau komu tvisvar til þrisvar í viku og stóðu gjarnan í 2-12 klukkustundir og fylgdu þeim veruleg einkenni, eins og mæði, þyngsl fyrir brjósti, hjartsláttaróþægindi og kvíði. Inn á milli hafði hann fundið fyrir mikilli þreytu og skerlu úthaldi. Hann tók fjórar tegundir lyfja (valsartan, enalapril, atenólól og fúrósemíð) vegna háþrýstings og á þeirri meðferð hefur blóðþrýstingur að mestu leyti verið innan eðlilegra marka. Tilvist háþrýstings hjá sjúk- lingi með gáttatif er áhættuþáttur fyrir segareki og því hefur hann verið á blóðþynningarmeðferð með warfaríni. Hann hefur verið meðhöndlaður með ýms- um lyfjum vegna gáttatifs, til dæmis sótalól og amíó- darón, sem hvorugt hefur haft afgerandi áhrif á tíðni eða lengd gáttatifskastanna. Hann hefur margoft lagst inn á sjúkrahús til rafvendingar vegna gáttatifs- ins og verið svo til óvinnufær nú um tæplega tveggja ára skeið. Mögulegt er að þeir sem fá tíð gáttatifsköst og eru í yngri kantinum eins og þessi sjúklingur hafi aðra takttruflun sem síðan umbreytist í gáttatif, til dæmis ofansleglahraðtakt (supraventricular tachycardia). Því getur verið nauðsynlegt að útiloka tilvist auka- leiðslubrautar sem gæti komið af stað ofanslegla- hraðtakti. Raflífeðlisfræðirannsókn um vélinda var gerð hjá þessum sjúklingi í þeim tilgangi og fundust ekki merki um aukabraut. Með hliðsjón af þrálátum einkennum og lítilli sem engri svörun við lyfjameð- ferð var ákveðið að reyna brennslu í lungnabláæðum hjá honum. Sjúkratilfeili 2 Seinni sjúklingurinn er 46 ára karlmaður með krans- æðasjúkdóm sem hefur tvívegis farið í kransæðavíkk- un, en starfshæfni vinstri slegils er eðlileg. Stærð vinstri gáttar er einnig eðlileg samkvæmt ómskoðun. Hann hefur fundið fyrir verulegum hjartsláttaróþæg- indum í tæp tvö ár sem hafa ágerst, sérstaklega á síð- asta ári. Það uppgötvuðust hjá honum tíð aukaslög frá útstreymisrás hægri slegils fyrir rúmlega ári síðan ásamt gáttatifi og fór hann fyrir ári síðan í brennslu- aðgerð hérlendis vegna aukaslaganna. í þeirri aðgerð var brennt á því svæði sem aukaslögin áttu upptök sín. Eftir það hefur hann fundið mun minna fyrir einkennum frá þessum aukaslögum, en haft veruleg óþægindi af hraðatakti sem endurtekið hefur verið staðfestur sem gáttatif. Hann fékk einkenni oft í viku sem lýsa sér með hjartsláttaróþægindum, andþyngsl- um, svima, yfirliði og verulegum slappleika. Ein- kennin stóðu frá hálftíma upp í fjóra tíma í senn. Hann hefur nánast verið óvinnufær í rúmt ár vegna þessara einkenna. Hann hefur ekki haft neinn ávinn- ing af lyfjameðferð með flekainíði, amíódaróni eða sótalóli. Raflífeðlisfræðirannsókn á síðasta ári leiddi ekki í ljós nein merki um aukabraut í hjarta. Með hliðsjón af verulegum einkennum og engum bata af lyfjum var ákveðið að reyna hjá honum lungnablá- æðabrennslu. Aögeröin í þessari aðgerð eru notaðir þrír leggir sem allir eru þræddir til hjartans í gegnum bláæð í nára upp eftir neðri holæð. Einum legg er komið fyrir í kransstokk til raförvunar á gáttum. Til kortlagningar á rafboðum í lungnabláæðum er svokölluðum Lasso legg (nýr sérhannaður leggur sem er með hringlaga enda fyrir kortlagningu í lungnabláæð) (mynd 1) komið íyrir í opi einnar lungnabláæðar í senn. Að auki er brennslu- leggur settur upp í vinstri gátt. Bæði brennsluleggnum og Lasso leggnum er komið til vinstri gáttar í gegnum gáttaskilsvegg (inter-atrial septum), ýmist í gegnum opið sporgat (foramen ovale) sem um 25% sjúklinga hafa eða með sérstakri ástungu á gáttaskilsvegg (transseptal puncture). Báðir sjúklingarnir sem hér er lýst reyndust hafa opið sporgat. í upphafi er stað- setning lungnabláæðanna metin með skuggaefnisinn- dælingu í vinstri gátt. Fjærendi Lasso leggsins gerir það að verkum að mögulegt er að kortleggja alla raf- virkni í opi lungnabláæðanna, sem fyrr segir. Þannig er hægt að stýra brennslunni að þeim stað í opinu þar sem vöðvavefur liggur, en í flestum tilfellum teygir hann sig upp með æðunum á köflum, en ekki allan hringinn. Oftast er byrjað að kortleggja í efri vinstri lungnabláæð og síðan koll af kolli. Gagnlegt er en ekki nauðsynlegt að sjá tíð aukaslög frá lungnablá- æðum meðan á aðgerð stendur og sjá þau síðan hverfa eftir brennslu. Það gefur til kynna að brennsl- an hafi verið vel heppnuð. Reynt er að brenna í opi allra fjögurra lungnabláæðanna eftir því sem merki um rafvirkni frá gáttavef í lungnabláæðunum gefa tilefni til. Markmiðið er ekki að eyða öllum gáttavef í æðunum heldur að einangra rafvirkni í lungnabláæð- um frá vinstri gátt þannig að aukaslögin komist ekki niður í gáttina og geti þar af leiðandi ekki náð að 402 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.