Læknablaðið - 15.05.2002, Page 33
FRÆÐIGREINAR / STARFSENDURHÆFING
Efniviður og aðferöir
Aflað var upplýsinga úr skýrslum endurhæfingarmats-
teymis um sjúkdómsástand, kyn, aldur, hjúskapar-
stöðu, fjölda bama á framfæri og menntunarstig þeirra
109 einstaklinga sem metnir voru af endurhæfingar-
matsteymi á árinu 2000 og hvert þeim var vísað í
endurhæfingu. Upplýsingarnar um hjúskaparstöðu,
fjölda barna á framfæri og menntunarstig voru bornar
saman við upplýsingar um þjóðina frá sama ári (svör
við Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla
íslands um hjúskaparstöðu og barnafjölda og upplýs-
ingar frá Hagstofu íslands um menntunarstig).
Upplýsingar um hversu mikil áhrif starfsendur-
hæfing hefði haft á starfshæfni þátttakenda, launaða
vinnu þeirra eftir endurhæfingu og hvort þeir væru í
námi voru fengnar með símakönnun sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla Islands gerði fyrir TR í október
2001. I þeirri könnun var reynt að hafa upp á þeim
109 einstaklingum sem metnir höfðu verið af mats-
teymi á árinu 2000. Mtttakendum var heitið nafn-
leynd og fullum trúnaði. Svör fengust frá 83 eða
76,1%. Brottfall (23,9%) mátti einkum rekja til þess
að ekki náðist til viðkomandi, meðal annars vegna
búsetu erlendis eða að fólk vildi ekki taka þátt í
könnuninni. Engar persónutengdar upplýsingar voru
notaðar í úrvinnslu. Könnunin var gerð með vitund
Persónuverndar.
Fengnar voru upplýsingar úr gagnasafni TR um
hvort þeir sem metnir höfðu verið af endurhæfingar-
matsteyminu á árinu 2000 væru á bótum frá TR í
nóvember 2001. Til samanburðar voru hafðir ein-
staklingar sem höfðu hafið töku endurhæfingarlíf-
eyris í nóvember eða desember 1997. Skoðuð var
bótastaða þeirra hjá TR um einu og hálfu ári síðar. Á
þessu tímabili var starfsendurhæfing á vegum TR
ekki hafin og matsteymið hafði ekki tekið til starfa.
Hópar voru bornir saman með kí-kvaðrats mark-
tækniprófi (9).
Niðurstöður
Af þeim 109 sem metnir voru af endurhæfingarmats-
teymi árið 2000 voru 74 konur (68%) og 35 karlar
(32%) á aldrinum 18-57 ára (meðalaldur var 35 ár). í
85 tilvikum (78%) var megin sjúkdómsgreining stoð-
kerfisröskun, í 12 tilvikum (11 %) geðröskun og í 12
tilvikum ýmsir aðrir sjúkdómaflokkar. í þeim tilvik-
um þar sem stoðkerfisröskun var megin sjúkdóms-
greining var í mörgum tilvikum einnig um að ræða
geðröskun. Þannig voru læknisfræðilegar forsendur
tilvísana til matsteymis fyrst og fremst stoðkerfis-
raskanir og geðraskanir.
Fjörutíu einstaklingum var að tillögu matsteymis
vísað í atvinnulega endurhæfingu á Reykjalundi, 19 á
tölvunámskeið hjá Hringsjá og 15 í fullt starfsnám hjá
Hringsjá. Auk þessara sértæku úrræða á vegum TR
fóru 46 í aðra meðferð (svo sem læknisfræðilega
Table I. Marital status ofthose evaluated for rehabilitation potentials by a multi-
disciplinary team in the year 2000 and the general population in lceland. *
Study group The population
Number Percentage Number Percentage
Married or in co-habitation 45 41.3 681 67.2
Unmarried/not in co-habitation 35 32.1 258 25.4
Divorced 25 22.9 49 4.8
Widows/widowers 4 3.7 26 2.6
Total 109 100 1014 100
* Information on the marital status of the lcelandic nation is obtained in a national survey carried out
by the Institute of Social Sciences at the University of lceland in the year 2000.
Table II. Number of children supported by those evaluated for rehabilitation
potentials by a multidisciplinary team in the year 2000 and by the general
population in lceland. *
Study group The population
Number of children Number Percentage Number Percentage
0 38 34.9 589 58.2
í 22 20.2 187 18.5
2 23 21.1 148 14.6
3 19 17.4 74 7.3
4 or more 7 6.4 14 1.4
Total 109 100 1012 100
* Information on the number of children supported by the lcelandic nation is obtained in a national
survey carried out by the Institute of Social Sciences at the University of lceland in the year 2000.
Table III. Educational level of those evaluated for rehabilitation potentials by a multi- disciplinary team in the year 2000 and by the general population in lceland. *
Study group The population
Primary and lower secondary education 80.7% 44.0%
Grammar school or vocational training 15.6% 41.0%
University education 3.7% 15.0%
Total 100% 100%
* Information on the educational level of the lcelandic Statistics lceland. nation in the year 2000 is obtained from
endurhæfingu á endurhæfingardeild, sjúkraþjálfun
eða meðferð hjá geðlækni) eða nám.
Töflur I, II og III sýna bakgrunn þeirra sem vísað
var til endurhæfingarmatsteymis árið 2000 saman-
borið við þjóðina í heild. I ljós kom að þeir sem vísað
var til teymisins voru frekar ógiftir eða fráskildir og
síður giftir (sjá töflu I) en gerðist meðal þjóðarinnar í
heild (X2=61,270, p<0,01), höfðu fleiri börn á fram-
færi (tafla II) en íslendingar almennt (X2=37,923,
p<0,01) og loks höfðu þeir lægra menntunarstig (tafla
III) en þjóðin almennt (X2=59,867, p<0,001).
Tafla IV sýnir hvaða bætur þeir sem metnir höfðu
verið af matsteymi á árinu 2000 fengu frá TR í nóv-
ember 2001, það er einu til tæplega tveimur árum eftir
að mati lauk. Af þeim 44 sem fengu ekki neinar bætur
frá TR í nóvember 2001 höfðu 22 (50%) áður fengið
cndurhæfingarlífeyri um tíma. Endurhæfingarlífeyri
fengu 20 (18%) sem endurspeglar að endurhæfingu
var ekki lokið. Fjörutíu og fjórir (40%) fengu örorku-
lífeyri eða örorkustyrk. I töflunni sést einnig að tæp
Læknablaðið 2002/88 409