Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 45

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMNINGAR SJÚKRAHÚSLÆKNA - Rætt við Ingunni Vilhjálmsdóttur formann samninganefndar sjúkrahúslækna LæknafÉlag Íslands gerir marga kjarasamninga fyrir félagsmenn sína en væntanlega snerta engir samningar jafnmarga og samningar sjúkrahúslækna. Ingunn Vilhjálmsdóttir er formaður samninganefnd- ar sjúkrahúslækna og segist vera að semja fyrir um það bil 400 lækna. í þeim hópi eru allir unglæknar, sérfræðingar og yfirlæknar á sjúkrahúsum landsins og öðrum stofnunum í eigu ríkisins. Þegar blaðið fór í prentun stóð lokahrina samningagerðarinnar yfir en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl. Svo er að heyra á samninganefndarmönnum að þessi samningsgerð gæti leitt til töluverðra breytinga á launakerfi sjúkrahúslækna. Læknablaðið bað Ing- unni því að segja lesendum frá því um hvað samn- ingaþófið hefði snúist. „Síðustu kjarasamningar sjúkrahúslækna byggð- ust á miðlunartillögu ríkissáttasemjara en eins og kunnugt er má ekki ræða þær heldur einungis sam- þykkja eða fella. Á þessum samningi voru ákveðnir vankantar sem ekki tókst að ganga frá og hafa því þvælst fyrir okkur á samningstímanum. í þessum samningi voru tvær launatöflur og gilti önnur fyrir sérfræðinga með fastlaunasamninga (svo- nefnd „helgun") en hin fyrir sérfræðinga án fast- launasamninga. Þessi tvískipting launatöflunnar hef- ur valdið kurr í félaginu og þess vegna fengum við í samninganefndinni þau fyrirmæli frá stjórn LÍ að semja um eina launatöflu. Jafnframt áttum við að tryggja fastlaunalæknum betri kjör og þriðju fyrir- mælin voru þau að tryggja stöðu lækna sem reka stof- ur meðfram því að starfa á sjúkrahúsi. Það vafðist nokkuð fyrir okkur að samræma þessi þrjú markmið en við höfum unnið eftir þeirri meginhugmynd að þeir sem starfa einnig utan sjúkrahúsa verði í hluta- starfi en hinir í 100% starfi en aðeins verði ein launa- tafla í gildi.“ Hvað kostar potturinn? „Samninganefnd ríkisins og lögfræðingur Læknafé- lagsins sáu hins vegar þann meinbug á þessari hug- mynd að ekki væri eðlilegt að minnka stöðuhlutfall lækna með kjarasamningi því segja yrði öllum upp og endurráða þá. Þessari leið var því hafnað, að minnsta kosti í bili, en í staðinn er gengið út frá því að allir séu í 100% starfi og hljóti fyrir það ákveðin grunnlaun sem ákveðin eru miðlægt. Ofan á þau leggjast svo ýmsir viðbótarþættir sem ákveðnir eru hjá viðkom- andi stofnun. Þetta er ekki ósvipað stofnanasamning- unum sem gerðir hafa verið hjá ríkinu en er þó það Þröstur frábrugðið að við höfum kosið að kalla þetta staðar- Haraldsson samninga. Viðbótarþættirnir geta verið af ýmsum toga. Þar koma inn atriði eins og starfsaldur, stjórnunarskylda, kennsla, umsjón verkefna, viðbótarmenntun, svo sem doktorsnám, undirsérgrein eða sambærilegir þættir, og viðbótarráðning. Þegar þetta lá fyrir vild- um við að auk okkar og samninganefndar ríkisins yrði kallað á fulltrúa stofnananna sem eiga að kaupa vinnu af læknum samkvæmt samningunum. Við kynntum þeim málið og þeir tóku hugmyndum okkar vel. Við óskuðum eftir tillögum frá þeim um það hverjir þessir viðbótarþættir gætu orðið og hvert vægi þeirra væri. Við því hafa enn ekki borist svör. Launakerfið er stóra málið í þessum samningum. í síðustu samningum urðu til þrír flokkar sérfræðinga með 2,5% launabili á milli. Þetta olli deilum og þótti erfitt í framkvæmd. Stofnanirnar héldu því fram að Ingunn Vilhjálmsdóttir ástæðan fyrir erfiðleikunum væri sú að þær hefðu formaður samninga- ekki verið með í útfærslunni. Þess vegna höfum við nefndarsjúkrahúslœkna. lagt höfuðáherslu á að þær taki þátt í mótun samn- ingsins nú. Við þetta bætist að fjárveitingavaldið vill fá að vita hvað potturinn kostar, hvernig stofnanirnar meta viðbótarþættina. Hættan er sú að samningurinn verði undirritaður án þess að stofnununum verði tryggt nægilegt fjármagn til þess að framfylgja þeim. Með þeim hætti sem við höfum kosið að hafa getur ríkið reiknað kostnaðinn út og tryggt að fjármagnið sé fyrir hendi.“ Læknablaðið 2002/88 421
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.