Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 50

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 50
S M A S J A I N Gallup-könnun á afstöðu lækna til frum- og hermilyfja Frá trygginga- yfirlækni Á síðasta ári voru ákveðnar vinnu- reglur hjá Tryggingastofnun ríkisins fyrir mígrenilyf til að nota við af- greiðslu umsókna um lyfjaskírteini. Þessar vinnureglur eiga ekki við venjulegt mígreni heldur eingöngu mígreni af erfiðustu gerð þar sem köst eru að minnsta kosti fjögur í mánuði og hvers konar önnur með- ferð hefur verið reynd lil þrautar. Forsaga málsins er sú að þegar sum- atriptan (Imigran) kom á markað hér á landi var ákveðið að Trygginga- stofnun væri einungis heimilt að taka þátt í að greiða sex töflur af lyfinu í senn. Þar sem lyfið er dýrt hefur þetta komið sér illa fyrir þá sem þurfa að nota óvenju mikið af því. Var því gripið til þess að heimila útgáfu lyfja- skírteina til þeirra sem þurfa að nota óvenju mikið af lyfinu, það er til mjög afmarkaðs hóps l'ólks með mígreni. Eins og vinnureglurnar bera með sér eru þetta ekki úrræði fyrir þorra þeirra einstaklinga sem þurfa á lyfinu að halda, enda hafa lyfjaskírteini sem gefin hafa verið út vegna þessa ekki verið mörg. Að gefnu tilefni hafa þessar vinnureglur verið endurskoð- aðar og eru nú þannig: Lyf: sérhæfð serótónínvirk lyf ATC: N02CC Dagsetning: 27. febrúar 2002 Skiiyrði: • liggja skal fyrir ótvíræð grein- ing á mígreni • hvers konar önnur meðferð sé fullreynd (fyrirbyggjandi og önn- ur lyf) • mígreniköst séu að minnsta kosti fjögur í mánuði Afgreiðsluheimild: e-merkt 100 daga skammtur Gildistími: 1 ár í kjölfar umræðu um notkun hermilyfja fór Frumlyfjahópur Félags íslenskra stór- kaupmanna þess á leit við Gallup að könn- uð yrði afstaða lækna til hermi- og frum- lyfja. I desember 2001 var hringt í 787 lækna og fengust svör frá 500 þeirra (svarhlutfall 69,3%). Þegar læknar voru spurðir um hversu mikinn mun þeir teldu vera á virkni frum- og hermilyfja, sögðu 83% að sá munur væri lítill og aðeins 6% að munurinn væri mikill. Þetta viðhorf er athyglisvert sé miðað við svör læknanna við þeim spurningum sem á eftir fylgdu. I könnuninni kemur í Ijós að rúmlega 35% lækna hafa stundum lent í því að sjúk- lingum finnist hermilyf ekki virka jafnvel og frumlyf og 7% lækna verða oft fyrir þessari reynslu með sína sjúklinga. Aðeins 23% lækna segjast aldrei hafa meðhöndlað sjúk- ling sem finnst frumlyf virka betur en hermilyf. Þegar læknar eru spurðir hvort þeir hafi breytt lyfjagjöf eftir að sjúklingi finnst hermi- lyf ekki virka eins vel og frumlyf, svara 83% því játandi. Séu svörin flokkuð eftir sérgrein- um kemur í ljós að 94% heimilislækna, 87% geðlækna, 77% lyflækna, 69% barnalækna, 65% skurðlækna og 80% annarra lækna hafa breytt lyfjagjöf vegna þessa. Læknarnir voru einnig spurðir um hvort þeir R-merktu einhvern tíma lyfseðla. í ljós kom að 69% þeirra lækna sem skrifa lyf- seðla R-merkja einhverja þeirra. 95% geð- lækna og 78% bæði heimilis- og lyflækna R- merkja lyfseðil stundum. Þegar þau 31% lækna sem ekki R- merkja voru spurð um ástæður þess komu fram ýmis svör. Sem dæmi má nefna að nokkur hópur lækna taldi ranglega ekki möguleika á R-merkingum. Að lokum var hópurinn spurður hvort sjúklingar þeirra hefðu tekið inn tvö lyf með sama innihaldsefninu (þ.e. frumlyf og hermilyf). I ljós koma að fjórðungur lækna hafði einhvern tíma lent í því. Séu svörin flokkuð eftir sérgreinum kemur í ljós að 34% heimilislækna, 18% skurðlækna, 20% geðlækna, 41% lyflækna, 10% barnalækna og 19% annarra hafa séð dæmi um slíkt. Af þessari rannsókn má draga þá álykt- un að þrátt fyrir að flestir íslenskir læknar hafi lent í vandræðum með sjúklinga á hermilyfjum, þá eru þeir samt trúir þeirri túlkun yfirvalda að enginn munur sé á þess- um lyfjum. F.h. Frumlyfjahóps Ársæll Arnarsson Hadda Björk Gísladóttir Sigrún Elsa Smáradóttir Spurning: Hversu mikill munur er á virkni frum- og hermilyfja? Svör: Lítill 83% Mikill 6% Spurning: Hafa sjúklingar rætt um aö þeim finnist hermiiyf ekki virka eins vel og frumlyf? Svör: Stundum 35% Oft 7% Aldrei 23% Spurning: Hefur þú breytt iyfjagjöf vegna þess aö sjúklingi fannst hermilyf ekki virka eins vel og frumlyf? Jákvætt svar: Allir læknar 83% Heimilislæknar 94% Geðlæknar 87% Lyflæknar 77% Barnalæknar 69% Skurðlæknar 65% Aðrir læknar 80% 426 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.