Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 53

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HJARTAVERND i KÓPAVOGI inni til þess að ráðast í nýja öldrunarrannsókn. Það er viðamesta rannsókn samtakanna hingað til og er gerð í samvinnu við Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. Tilgangur hennar er að afla þekkingar og upplýsinga um samhengið á milli mæl- anlegra þátta snemma á ævi einstaklingsins og heil- brigði öldrunar. Þessa þekkingu verður hægt að nota í fyrirbyggjandi læknisfræði til þess að auka færni og þar með lífsgæði einstaklingsins á efri árum, seinka sjúkdómum og fækka sjúkrahúslegum. „Þessi rannsókn er gerð í framhaldi af Reykjavík- urrannsókninni sem var að mestu einskorðuð við hjarta- og æðasjúkdóma. Nú rannsökum við alla króníska sjúkdóma og skoðum starfsemi heilans, ástand hjarta og æðakerfis, beinþéttni, vöðva- og fitudreifingu, jafnvægi og hreyfigetu fólks. Við byrj- um að kalla fólk inn til rannsóknar um miðjan maí en framkvæmd og úrvinnsla þessa áfanga mun standa yfir næstu sjö ár. Rannsóknin opnar nýja möguleika á akademísku starfi enda eru þegar komin í gang tvö doktorsverk- efni og nokkur meistaraverkefni sem byggjast á henni. Hjartavernd er í samstarfi við háskólastofnan- ir beggja vegna Atlantshafs svo segja má að hér sé starfrækt fullgild háskóladeild enda starfa hér margir stúdentar. Við störfum líka mikið með íslenskri erfðagreiningu og höfum gert ýmsar rannsóknir í því samstarfi sem hafa skilað áhugaverðum niðurstöð- um.“ Óskabarn þjóðarinnar Hjartaverndarsamtökin voru stofnuð fyrir 38 árum en árið 1967 hófst starfsemi Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Allan þann tíma má segja að samtök- in hafi verið eitt af óskabörnum þjóðarinnar. Þau hafa notið velvildar almennings og skilað þjóðinni mikilli þekkingu sem hefur beinlínis aukið lífsgæðin í landinu. En hvert er mat Vilmundar á afstöðu al- mennings til starfsemi samtakanna? Hefur velvildin lifað af allt moldrykið sem þyrlað var upp í umræð- unni um gagnagrunninn? „Við höfum ekki merkt að viðhorfin séu að breyt- ast. Almenningur er mjög velviljaður í okkar garð og þátttaka í rannsóknum hefur ekki minnkað. Fólk er orðið upplýstara en áður og meðvitaðra um rétt sinn sem er af hinu góða, enda erum við að vinna að því að efla æðsta rétt hverrar manneskju sem er réttur- inn til lífs og heilsu,“ sagði Vilmundur Guðnason for- stöðulæknir Hjartaverndar. Vilmundur Cuðnason forstöðulœknir á rannsóknastofunni i Holtasmára 1 en hún er búin mörgum nýjum og fullkomnum tœkjum, svo sem þessum „coulter“ sem notaður er til að greina hvít og rauð blóðkorn. Segulómtœkið frœga sem flutl var inn í tvígang er nú komið á sinn stað og á eftir að nýtast vel við rannsóknir Hjartaverndar. Crímheiður Jóhannsdóttir geislafrœðingur sýnir blaðamanni hvernig tölvusneiðmyndatœkið virkar en verið var að prófa það á dúkku. Læknablaðið 2002/88 429
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.