Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 55

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG NETIÐ Hversu áreíðanlegar eru upplýsíngar um heílbrigðismál á netinu? Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá leikur netið æ stærra hlutverk í mannlegum samskipt- um og þar er starfsumhverfi lækna ekki undanskilið. Oft eru fyrstu viðbrögð fólks sem verður fyrir ein- hverju heilsufarsáfalli ekki þau að leita til læknis heldur er sest við tölvuna og vafrað um netið í leit að upplýsingum. Við þessu verða læknar og aðrar heil- brigðisstéttir að bregðast með einhvetjum hætti, það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og tölvan hafi aldrei verið fundin upp. En viðbrögðin mega heldur ekki brjóta í bága við almennar siða- reglur, þá er hætt við að menn skoli barninu út með baðvatninu eins og stundum er sagt. Pessi mál voru til umfjöllunar á formannaráð- stefnu Læknafélags íslands sem haldin var 12. apríl síðastliðinn. Einar Oddsson læknir hafði framsögu um efnið Upplýsingar - auglýsingar á tölvuöld og fjallaði einkum um það hvernig læknar eiga að haga sér í samskiptum á netinu. Par hafa margir læknar haslað sér völl með ýmsum hætti. Sumir leggja til fróðleik og þekkingu á heimasíðum sem ætlaðar eru almenningi, aðrir eru með eigin heimasíður og enn aðrir leyfa sjúklingum að hafa samband við sig í tölvupósti til að spara þeim sporin á stofuna. Úreltar reglur um auglýsingar? Vandinn við þetta ailt er sá að um þetta gilda ekki neinar skýrar reglur, í það minnsta ekki hér á landi. Einar benti þó á tvenns konar leiðbeiningar frá Evr- ópusambandinu þar sem annars vegar er fjallað um það hvernig læknar eigi að haga faglegu starfi sínu á netinu (European Good Practice Guide for publicity relating to physician’s professional practice on the Net) en í hinum er leiðbeint um samskipti læknis og sjúklings í tölvupósti (CP guidelines for e-mail cor- respondence between a doctor and a patient). íslenskum læknum er þröngur stakkur skorinn hvað varðar auglýsingar en í 17. grein læknalaga segir að þeim sé „einungis heimilt að auglýsa læknastarf- semi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum í blöðum sem birta má í hæsta lagi þrisvar þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtals- tíma“. Eins og sést á orðalagi þessarar greinar er hún samin fyrir tíma netsins og tekur ekki mið af ger- breyttu fjölmiðlalandslagi. I umræðum að loknu erindi Einars kom fram hjá einum fundarmanna að hann vildi að almenningur gæti gengið að upplýsingum um lækna á netinu þar sem fram kæmi hver væri góður í hverju. Pessu svar- aði Einar þannig til að læknum væri ekki heimilt að bera sig saman með þessum hætti. Enginn læknir gæti fullyrt að hann væri öðrum betri á einhverju sviði nema fyrir þvf væru haldbær rök sem studd væru vís- indalegum rannsóknum. Hvað líður gagnabankanum? Einar varpaði fram ýmsum spurningum sem svara þarf við endurskoðun reglna um auglýsingar og upplýsingagjöf lækna. Reglurnar þyrftu að sporna við auglýsingakenndri umfjöllun um störf lækna og taka á því hvort læknum leyfist að taka þátt í auglýs- ingum. Nú væri klárlega ólöglegt að læknar birtist í auglýsingum þar sem mælt er með tilteknum vörum eða þjónustu. Jafnframt þyrftu reglurnar að sporna við því að aðrir en læknar stunduðu auglýsingastarf- semi þar sem lækningar væru viðfangsefnið. En þótt reglumar yrðu endurskoðaðar væri mörg- um spurningum ósvarað um framkvæmd þeirra. Hver ætti til dæmis að sinna eftirliti með því að regl- unum væri fylgt? Er slíkt eftirlit æskilegt eða gagn- legt? Er það framkvæmanlegt? Er læknum treystandi til þess að fylgja reglunum? Inn í þetta spunnust nokkrar umræður um opin- beran gagnabanka um heilbrigðismál sem stjórnvöld hyggjast koma á fót. Par er ekki átt við miðlægan gagnagrunn á vegum íslenskrar erfðagreiningar heldur gagnabanka þar sem saman yrði safnað marg- háttuðum upplýsingum um heilbrigðismál og al- menningur jafnt og heilbrigðisstarfsmenn hefðu að- gang að. Af þessum gagnabanka höfðu menn ekki miklar fréttir og óljóst hvort af smíði hans verður. Hundrað þúsund heimasíður Það er hins vegar enginn hörgull á gagnabönkum með heilbrigðisupplýsingar á netinu. Pær skipta sennilega hundruðum þúsunda heimasíðurnar þar sem fólk getur leitað ráða við allra handa kvillum. Frönsk stjórnvöld hafa komið sér upp skrá yfir slíkar síður og fyrir ári voru þær orðnar yfir 10.000 á frönsku. Af þeim voru tæplega 3000 taldar hafa að geyma upplýsingar sem geta haft áhrif á ákvarðanir fólks í heilbrigðismálum sínum. Petta gefur nokkra hugmynd um umfangið því eflaust eru langtum fleiri Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2002/88 431

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.