Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2002, Page 69

Læknablaðið - 15.05.2002, Page 69
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI Lyfjamál 104 Notkun ópíóíða og fleiri skyldra lyfja 1989-2001 í framhaldi af umræðu upp á síðkastið um ávana- og fíkniefni er fróðlegt að skoða hvernig notkun ópíóíða og fleiri skyldra lyfja hefur verið að þróast undanfarin áratug. I línuriti hér að neðan er sýnd notkunin í skilgreindum dagskömmtum á 1000 íbúa á dag. Notkun morfíns (N02AA01) hefur farið jafnt og þétt vaxandi úr 0,46 í 1,56 DDD/lOOOíbúa/dag á tímabilinu. Nú er hér aðallega um að ræða lyfið Con- talgin. Notkun kódeíns í blöndum (N02AA59, íbú- kód sterkar, Panocod og Parkódín forte) fer mjög ört vaxandi, en aðeins virðist slakna á síðustu tvö árin. Notkun lyfseðilsskyldra lyfja sem innihalda kódeín (N02B, Kódimagnýl, Parkódín og Parakód) hefur farið ört minnkandi eftir 1995 en notkun sömu lyfja í þeim pakkningastærðum sem eru undanþegin lyfseð- ilsskyldu (Parkódín og Parakód, töflur og stflar 10 stykki) hefur farið vaxandi. Nýtt á markaði er fent- anýl í plástraformi og eykst notkun þess. Tramadól kom á markað 1994 og hefur verið notað æ meira en nú eru átta sérheiti lyfsins með markaðsleyfi. Notkun methýlfenídats tók að vaxa mjög ört eftir 1995 og virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Öll eru þessi lyf eftirritunarskyld nema tramadól. Eggert Sigfússon Höfundur er deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti. DDD/1000 íbúa/dag Notkun ópíóíöa og fleiri skyldra lyfja 1989-2001 Morfín (N02AA01) Hýdrómorfón (N02AA03) Kódeín í blöndum (N02AA59) (30mg kódeín) Fentanýl (plástrar) (N02AB03) Dextróprópoxýfen (N02AC04) Pentazócín (N02AD01) Ketóbemidón (N02AG02) Tramadól (N02AX02) Amfetamín (N06BA01) Metýlfenídat (N06BA04) Önnur verkjalyf (N02B) með lOmg af kódeíni, lyfseðilsskyld Önnur verkjalyf (N02B) með lOmg af kódeíni, lausasala Læknablaðið 2002/88 445

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.