Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 75

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 75
STYRKIR NCU Styrkir Norrænu krabbameins- samtakanna Norrænu krabbameinssamtökin auglýsa styrki fyrir árið 2003. Þeim er ætlað að styðja og örva samstarf í krabbameinsrannsóknum á Norðurlöndunum (sam- starf tveggja landa að lágmarki). Rannsóknaverk- efnin verða að vera á krabbameinssviði, vera fallin til þess að framkvæma þau einmitt á Norðurlöndum og áhrif samstarfsins þurfa að vera gagnvirk. Fjármögnun slíkra samstarfsverkefna takmarkast við: 1) faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem notaðar eru krabbameinsskrár viðkomandi lands, 2) klínískar rannsóknir, 3) skipulagningu slíkra rannsókna og for- rannsóknaverkefni (til dæmis hjá undirbúningshóp- um á Norðurlöndum). Framvegis mun NCU styrkja aðeins fá en stór verk- efni. Heildarupphæð til styrkveitinga mun verða sú sama. Styrkir verða aðeins veittir til eins árs. Senda þarf nýja umsókn um framhaldsstyrk til verkefnisins. Mat umsókna er í höndum Norrænu vísindanefndar- innar. Umsókn, rituð á ensku, skal innihalda: • umsóknareyðublað • kostnaðaráætlun verkefnis • verkefnalýsingu (hámark 10 A4 blaðsíður) • stutta starfsferilslýsingu (1-2 A4 blaðsíður) • meðmæli • lista yfir birtar fræðigreinar • undirritaða yfirlýsingu um samstarf • samþykki vísindasiðanefndar á verkefninu (þar sem það á við). Umsókn skal senda í einu frumeintaki og sjö afritum til: NCU - The Swedish Cancer Society Department of Research and Development S-101 55 STOCKHOLM, Sweden Umsóknarfrestur er til 16. maí, 2002. Umsóknareyðublöð er hægt að fá á heimasíðu Krabbameinsfélags íslands, krabb.is auk upplýsinga í s. 540-1900. Novo Nordisk Foundation Research Meetings Styrkir til vísindastarfsemi Norræna rannsóknanefndin (Nordisk Forsknings Komité) ráðgerir að veita allt að 300.000 DKR á ári til vísindastarfsemi á Norðurlöndunum, til dæmis til eins til þriggja daga málþinga, mögulega sem velskilgreinda fundi í tengslum við stærri ráðstefnur (satellite symposium), eða til að bjóða alþjóðlega viðurkenndum vísindamönnum til styttri dvalar hjá rannsóknahópum í tengslum við fyrirlestrahald eða sambærilega starfsemi. Styrkir verða ekki veittir vegna námskeiða. Starfsemin skal vera á sviðið innkirtlafræði eða tilraunalífeðlisfræði. Hver styrkur nemur að jafnaði 100.000 DKR eða hærri upphæð. Sækja má um styrki vegna starfsemi á árinu 2003 eða 2004. Umsóknir skal senda í fimm eintökum til: Novo Nordisk Fonden Brogárdsvej 70 Postbox 71 DK-2820 Gentofte, Danmark sími: +45 44 43 90 31 bréfasími: +45 44 43 90 98 heimasíða: http://www.novonordiskfonden.dk í umsókninni skal koma fram rökstuðningur fyrir mikilvægi þeirrar starfsemi sem sótt er um styrk til (mest ein síða), lýsing á starfseminni, fjárhagsáætlun og áætluð tímasetning, upplýsingar um virkni rannsóknarhóps umsækjenda á fræðasviðinu og þýðingu þeirrar starfsemi sem sótt er um styrk til fyrir framhald þeirra rannsókna, ásamt skrá yfir birtingu á helstu niðurstöðum rannsóknarhóps umsækjenda síðastliðin tvö til þrjú ár (mest tvær síður). Umsóknir ásamt öllum fylgiskjölum skulu hafa borist til Novo Nordisk Fonden í síðasta lagi 12. ágúst 2002. Ófullnægjandi umsóknir og umsóknir sem berast á bréfasíma eða í tölvupósti verða ekki teknar til greina. Umsóknum verður svarað um miðjan október 2002. Læknablaðið 2002/88 451

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.