Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 77

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 77
STYRKIR / NAMSKEIÐ / ÞING Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna Umsóknir um vísindastyrki fyrir vorúthlutun 2002 þurfa að berast sjóðnum fyrir 10. maí og á að stíla á undirritaðan. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum. Hægt er að sækja eyðublöðin og sjá lög Vísindasjóðsins á heimasíðu FÍH: www.heimilislaeknar.is Fyrir hönd stjórnar Vísindasjóðs FÍH, Þórir B. Kolbeinsson formaður Þrúðvangi 22, 850 Hellu, thorbk@vortex.is Norræna taugalækna- þingið 29. maí til 1. júní í Reykjavík Norrænt þing taugalækna er haldið annað hvert ár á einhverju Norðurlandanna og nú í annað sinn með þátttöku taugahjúkrunarfræðinga. Þingið var síðast haldið á íslandi árið 1990 og nú er röðin aftur komin að okkur. Ráð- stefnan verður í Háskólabíói og er dagskráin fjölbreytt. Fjallað verður um helstu viðfangsefni taugalækninga með áherslu á MS, slag (heilaslag), lífsgæði sjúklinga með taugasjúkdóma auk umræðna um framtíð taugalækninga- og hjúkrunar á Norðurlöndum. Meðal fyrirlesara má nefna Guðmund Georgsson, Guðmund Þorgeirsson, Hannes Blöndal, lan McDonald, Jes Olesen, John Benedikz, Jón Snædal, Judi Johnson, Marit Kirkevold og Vladimir Hachinski. Nánari upplýsingar um þingið er að finna á heimasíðunni www.neurocongress.hi.is eða hjá Congress Reykjavík, www.congress@congress.is, sími 585 3900. Námskeið í stoðkerfisfræði ÚTLIMIR (Olnbogi, framhandleggur og hönd. Hné, fótleggur og fótur) Fjórða og síðasta námskeiðið í stoðkerfisfræði verður haldið að Reykjalundi 31. maí til 2. júní næstkomandi. Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá Gávle. Farið verður í lífeðlisfræði og bíomekanik, en aðal- áhersla lögð á meðferð. Megináhersla er á neðri útlimi, einkum fætur, hreyfimynstur og göngugreiningu (gáng- analys). Þá verður þriðja deginum sérstaklega varið í að skoða vandamál sem ef til vill er hægt að lagfæra með réttum (ekki sérsmíðuðum!) skóbúnaði. Einnig verður fjallað um prófun og val á skóm. Námskeiðið er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum en sem fyrr verður fjöldi þátttakenda takmarkaóur. Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykjalundi, s. 566 6200, magnuso@ reykjalundur.is og Óskari Reykdalssyni lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, s. 482 1300. Læknablaðið 2002/88 453

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.