Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 11
RITSTJÓRNARGREINAR Niðurstöður úr CHARM rannsókninni Hjartabilun er lokastig allra hjartasjúkdóma, algeng- ustu orsakirnar eru æðakölkun og háþrýstingur. Tíðni hér á landi hefur ekki verið rannsökuð, en ef hún er svipuð og í Bandaríkjunum veikjast 400-500 manns á Islandi árlega. Hjartabilun er algengasta ástæða sjúkra- hússinnlagnar hjá fólki 65 ára og eldra og hefur hærri dánartíðni en flest krabbamein. Meðferðarúrræðum hefur fjölgað undanfarinn áratug þar sem birst hafa niðurstöður vandaðra vísindarannsókna. Auk þvag- ræsilyfja hefur verið sýnt fram á gagnsemi ACE hamla og beta-blokka og þar að auki spírónólactone hjá völd- um sjúklingum. Nú er komið að lyfjum sem blokka angiotensin II (AII) viðtækin. The Candesartan in Heart Failure Assessment of Reduction in Mortality and morbidity (CHARM) er rannsóknaráætlun sem fól í sér þtjár aðskildar rann- sóknir á mismunandi þýði með hjartabilun, en samt mótuð þannig að hægt var að slá niðurstöðum hinna þriggja sjálfstæðu rannsókna saman. í einum hópnum voru sjúklingar sem þoldu ekki ACE hamla, oftast vegna hósta. í öðrum arminum fékk fólkið AII blokka auk ACE hamla. Báðir hóparnir höfðu minnkaðan samdrátt vinstra slegils. í þriðja hópnum voru þeir sem höfðu nánast óskerta samdráttarhæfni vinstra slegils, oftast háþrýstingsfólk. Aldrei fyrr höfðu slíkir sjúk- lingar verið þátttakendur í vísindarannsókn af þessu tagi. Þetta var fjölmennasta hjartabilunarrannsókn til þessa, 7599 var með slembivali skipt þannig að 3803 fengu candestartan og 3796 lyfleysu. Rannsóknin hófst í mars 1999 og lauk fjórum árum seinna. Niðurstöður rannsóknarinnar í heild urðu þær að dánartíðni af völdurn hjarta- og æðasjúkdóma var 691 hjá þeim sem fengu candestartan en 769 hjá lyfleysu- hópnum (áhættuhlutfall 0,88, p=0,012) og sjúkrahúss- innlagnir voru 757 hjá þeim sem fengu virka meðferð á móti 918 (áhættuhlutfall 0,79, p=<0,0001). Færri fengu sykursýki, 163 í candesartan hópnum en 202 í hinum (p=0,020) (1). í hópnum sem ekki þoldi ACE hamla dóu eða lögðust á sjúkrahús vegna hjartabilunar 334 í candes- artan hópnum en 406 í hinum (áhættuhlutfall 0,77, p=0,0004) (2). I arminum sem fékk candesartan auk ACE hamla voru samsvarandi tölur 483 á móti 538 candesartan í hag (áhættuhlutfall 0,85, p=0,011)(3). Minni munur var í hópnum með tiltölulega góðan vinstri slegil, dauðsföll og sjúkrahússinnlagnir voru 333 hjá þeim sem fengu virkt lyf en 366 hjá hinum (áhættuhlutfall 0,89, p=0,l 18) (4). Þessi góði árangur var ekki ókeypis. Hyperkala- emíu fengu 2,4 af hundraði og kreatínín tvöfaldaðist hjá 6,5%. Þetta var algengast hjá þeim sem tóku ACE hamla og spírónóalctone auk candesartans. Hvaða lærdóm megum við draga af CHARM? Það er áberandi hve niðurstöður allra rannsóknanna voru samkvæmar. Hvergi sást nein misleitni, candesartan var betra en lyfleysa hvernig sem litið var á þýðið, kyn, aldur, alvarleika sjúkdómsins, fyrri sykursýki eða háþrýsting og hvaða lyfjasamsetningu sjúklingurinn fékk. Þessi mikla samhljóðun styrkir niðurstöður allra þriggja rannsóknanna, þótt munurinn hafi ekki náð tölfræðilegum styrk hjá hópnum þar sem ástand vinstra slegils var viðunandi, enda hlutfallslega fáir endapunktar þar. Eigum við að bæta lyfi úr enn einum lyfjaflokknum út í súpuna sem hjartabilunarsjúklingarnir taka? Lyfið hindrar eitt dauðsfall ef 63 eru meðhöndlaðir í þrjú ár, eina sjúkrahússinnlögn ef 23 eru á meðferð og sykur- sýki hjá einum af 71. En svarið er fyrst og fremst ját- andi vegna þess að hér er um að ræða svo alvarlegan og erfiðan sjúkdóm. Einkennin eru svo þrúgandi, tak- marka líkamlega getu og valda iðulega þunglyndi. Það er til mikils að vinna að draga úr einkennum og fækka sjúkrahússinnlögnum sem oftast eru vegna mikillar vanlíðanar. Er sama hvaða lyf er valið úr AII hópnum? í leið- ara sem birtist í sama hefti tímaritsins Lancet og rann- sóknarniðurstöðurnar segir Harvey D. White: „Skyn- samlegast er að nota lyf sem í stórri rannsókn fækkar alvarlegum hremmingum og nota það í þeim skömmt- um sem í rannsókninni reyndust bæði áhrifamiklir og öruggir“. Ohætt er að taka undir þessi ummæli um candesartan og CHARM rannsóknina. Heimildir: 1. Pfeffer MA, Swedberg K, Granger CB, Held P, McMurray JJV, Michelson EL, et al for the CHARM Investigators and Com- mittees. Effects of candesartan on mortality and morbitity in patients with chronic heart failure: the CHARM-Overall pro- gramme. Lancet 2003; 362:759-66. 2. Granger CB, McMurray JJV, Yusuf S, Heid P, Michelson EL, Olofsson B, et al for the CHARM Investigators and Commit- tees. Effects of candesartan in patients with chronic heart failure and reduced left-ventricular systolic function intolerant to angiotensin-converting enzyme inhibitors: the CHARM- Alternative trial. Lancet 2003; 362: 772-6. 3. McMurrey JJV, Östergren J, Swedberg K, Granger GB, Heid P, Michelson EL, et al for the CHARM Investigators and Com- mittees.Effects of candesartan in patients with chronic heart failure and reduced left-ventricular systolic function taking angiotensin-converting enzyme inhibitors: the CHARM- Added trial. Lancet 2003; 362:767-71. 4. Yusuf S, Pfeffer MA, Swedberg K, Granger CB, Heid P, Mc- Murray JJV, et al for the CHARM Investigators and Commit- tees. Lancet 2003; 362: 777-81. Árni Kristinsson Rannsakendur á íslandi: Axel Sigurösson, Árni Kristinsson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Oddsson, Halldóra Björnsdóttir, Jóhann Ragnarsson, Karl Andersen. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og dósent við læknadeild HÍ. Ábyrgðar- maður CHARM rannsókn- arinnar á íslandi. Læknablaðið 2003/89 835
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.