Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 17
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ undum kanína. Því verður að teljast líklegt að í þess- um tegundum myndist eitthvert umbrotsefni sem endanlega veldur fósturskemmdum. Á hinn bóginn er þó ekki útilokað að í öllum öðrum tegundum en þeim þremur fyrrnefndu umbrotni talídómíð til slíkr- ar fullnustu að það skaði alls ekki fóstur (6). í ljósi aukinnar notkunar talídómíðs, og hugsanlega á af- brigðum þess, er nauðsynlegt að finna sem fyrst lausn á þessum vafaatriðum. Enda þótt fósturskemmandi verkun af völdum talídómíðs eða umbrotsefnis (umbrotsefna) þess sé með þeim hætti sem að framan greinir hefur aldrei sannast að það hafi genskemmandi (mútagen) verk- un í venjulegum prófum sem ætluð eru til þess að sýna fram á slíkar skemmdir (7). Þetta er verðmætur eiginleiki ef nota á talídómíð við meðferð á illkynja sjúkdómum ásamt eða í stað venjulegra krabba- meinslyfja. Hamlandi verkun á myndun TNFa og bólgusvörun Upp úr 1990 var staðfest að talídómíð gæti dregið marktækt úr myndun TNFot í einkymingum (mónó- cýtum) frá mönnum og sú verkun virtist öðru fremur liggja að baki verkunar talídómíðs á húðhnútabólgu í holdsveiki (erythema nodosum leprosum) (11). Eng- inn efi er á því að hömlun á myndun TNFct af völdum talídómíðs er miðsvæðis í verkun þess á bólgusvörun við bólgusjúkdóma svo og að einhverju eða jafnvel að verulegu leyti í verkun þess á illkynja sjúkdóma. Hamlandi verkun á myndun TNFa er óháð fóstur- skemmandi verkunum talídómíðs og hamlandi verk- un þess á myndun æða eins og áður greinir. TNFa (á ensku: tumor necrosis factor a; eldra heiti er kakektín) fékk nafn af því að þetta prótein getur sundrað sumum illkynja æxlisfrumum, en eng- an veginn öllum illkynja frumum, í tilraunum in vitro og in vivo. Ef til vill mætti kalla TNFa æxlisdræpi á íslensku. Æxlisdræpir eða „tumor necrosis factor“ er þó í raun rangnefni þar eð efnið hefur fjölda annarra verkana og áhrif þess á æxli eru sennilega minni hátt- ar í því samhengi. I þessum texta er því TNFa notað vegna skorts á öðru betra heiti. Eldra heitið, kakekt- ín, er til þess að rekja að við langvarandi bólgusjúk- dóma, til dæmis berkla, veldur TNFa „tæringu“ eða langvinnri megrun vegna alvarlegra truflana á fitu- efnaskiptum. Skyld prótein að gerð og verkunum eru LTa og LTþ (eitlatoxín a og þ) sem myndast í eitla- frumunum og lymfufrumunum. TNFa myndast hins vegar fyrst og fremst í gleypifrumum (makrófögum) og öðrum einkyrningum (mónócýtum) fýrir tilstilli örvunar af völdum lípópólísakkaríða, glúkana, túber- kúlíns, IL-1 eða annars. TNFa virðist þannig valda mestu um sýklalost af völdum gramneikvæðra bakt- ería (12-14). Gen TNFa er á litningi 6 hjá mönnum. Samsetn- ing TNFa varð kunn um miðjan 9. áratug síðustu ald- ar. TNFa er, eins og það myndast, gert úr 233 amínó- sýrum. Við bólgusvörun klofnar þetta forstigsprótein (situr í frumuhimnunni) síðan fyrir tilstilli sérstaks ensíms (metallópróteinasa) og hið virka form TNFa, sem í eru 157 amínósýrur (17 kDa), myndast. Þetta fjölpeptíð dreifist eftir blóðbraut og verkar á tvenns konar viðtæki, TNF RI og TNF RII, sem er að finna víða í vefjum og miðla verkunum TNFa í hlutaðeig- andi líffærum (12,14,15). Yfirlit yfir verkanir TNFa er í töflu I. Venja er að telja TNFa hormón, enda þótt hann finnist ekki í mælanlegu magni í blóði nema við sjúk- legt ástand (12). IL-l (interlevkín-1) sem er náskylt TNFa að verkunum telst og fremur hormón en cýtó- kín. Önnur interlevkín myndu hins vegar flest fremur teljast cýtókín en hormónar. Með cýtókínum, frumu- hreyfum (eintala frumuhreyfir), er átt við efni er fremur verka á eða „hreyfa við“ nálægum frumum við myndunarstað („staðbundnir hormónar") en ber- ast að marki úl í blóðbraut og dreifast þannig til þess að verka annars staðar í líkamanum (hormónar). Umritunarþátturinn NF-kB binst við stýriraðir TNFa gensins og er nauðsynlegur til þess að hvata umritun þess og myndun á TNFa. TNFa getur sjálfur virkjað NF-kB til þess meðal annars að auka eigin myndun. NF-kB getur greinilega hvatað umritun annarra gena og kann það að skýra aukna myndun á IL-1, IL-6 og hefti- og viðloðunarpróteinum af völd- um TNFa (16). TNFa og IL-1 geta enn fremur hvort um sig innleitt myndun hins. Talídómíð getur hamlað myndun TNFa að minnsta kosti með tvennum hætti. I fyrsta lagi hefur talídómíð sérhœfða verkun í þá veru að hraða sundr- un á TNFa mRNA. Við það dregur úr myndun á TNFa, en hvorki úr myndun á IL-1 né IL-6. Svo virð- ist sem báðar handhverfur talídómíðs séu virkar í þessu tilliti (17). í öðru lagi hamlar talídómíð verkun umritunarþáttarins NF-kB og þar með ósérhæft myndun á TNFa og fleiri lífefnum (IL-1 og fleirum) (16,18). Hefti- og viðloðunarprótein (aðlímingarprótein) skipta meginmáli fyrir bólgusvörun. TNFa (og IL-1) auka mjög myndun margra þessara próteina. Haml- andi verkun talídómíðs á myndun þeirra gæti endan- lega verið kjarninn í bólgueyðandi verkun talídóm- íðs. Verður nú nokkru nánar að þessu vikið. Við áreitingu í vefjum af hverjum sökum sem vera kann og sem er nægjanleg til þess að valda bólgusvör- un losna svokallaðir bólguvakar (histamín, TNFa og fleiri). Bólguvakar stuðla að æðavíkkun og gisnun æða og búa þannig í haginn fyrir ferð bólgufrumna (kornafrumur, eitlafrumur, einkyrningar/gleypifrum- ur) úr blóðbraut og í hlutaðeigandi vefi til þess að vinna á áreitinu. Til þess að bólgufrumur komist út í vefina þurfa að koma til svokölluð hefti- og viðloðun- arprótein sem „binda“ frumurnar við æðaþelið og „þrýsta" þeim út í vefinn (8). I tilraunum með æðaþelsfrumur úr bláæðum í Læknablaðið 2003/89 841
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.