Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / GIGTARLYF Mynd 3. Áhœtta á blœð- ingum og götun á efri meltingarvegi eftir sjúk- dómum. 2. Nýru Nýrnabilun, hækkaður blóðþrýstingur og bjúgur eru jafntíð hjá þeim sem fá coxíb og salílyf (6,29) en tölu- verður munur er milli lyfja í báðum flokkum. I CLASS rannsókninni var hækkun á blóðþrýsting marktækt tíðari í naproxen hóp en celecoxíb-hóp en ekki var munur á tíðni bjúgs (26). Ein rannsókn bar saman aukaverkanir celecoxíb og rófecoxíb hjá sjúk- lingum eldri en 65 ára sem voru á blóðþrýstings lækk- andi lyfjum. Tíðni aukaverkana í celecoxíb/rófecoxíb hópum var eftirfarandi: bjúgur 4,9%/9,5%; hækkun á slagæðaþrýstingi 11%/17% og hækkun á díastólísk- um þrýsting l,5%/2,5%. Marktækt lægri tíðni hjá þeim sem fengu celecoxíb (29). 3. Blóðilögur Coxíbs hafa engin áhrif á blóðflögur og á það vafa- laust stóran þátt í að minnka tíðni blæðinga. Áhættuþættir fyrir blæöingum og götun Ahættan við að taka salflyf er fjórföld miðað við staðlaðan samanburðarhóp (30) og áhætta fjórfaldast síðan fyrir hvern áhættuhóp. (14). Sjúklingar með sykursýki, fyrri sögu um sár og hjarta og æðasjúk- dóma eru í 4-8 faldri áhættu(14) (mynd 3). Aldur skiptir einnig miklu máli. Ahætta er fimmföld fyrir >70 ára og tíföld hjá >80 ára miðað við undir fimm- tugu (12,30). Það er ekki mikill áhættumunur á milli einstakra gigtarlyfja en íbúprófen kemur þó best út. Skammtastærð skiptir miklu máli (31) og það er hægt að minnka áhættu með að hafa lyfjagjöf ekki sam- fellda. Áhrif skammta kemur vel fram hjá aspiríni en fyrir 150 mg skammt er áhættan tvöföld (32) en við 300 mg er hún sexföld. Er aukin hætta á kransæðastíflu við coxíb- notkun? í VIGOR rannsóknina voru teknir inn 8076 sjúkling- ar með iktsýki (24). Þeim var með slembivali skipt í tvo hópa sem fengu rófecoxíb 50 mg daglega og naproxen 500 mg x2 á dag. Tíðni kransæðastíflu var fimmfalt hærri í rófecoxib-hópnum en í naproxen- hópnum (25, 33). Þetta hefur vakið upp spurningar um það hvort coxíb auki hættu á kransæðastíflu. Það hefur áður komið fram að coxíb hafa engin áhrif á blóðflögur og rófecoxíb veitir því enga storkuvernd. Coxíb hins vegar hindra myndun prostasýklíns í æða- þeli en það hefur æðavíkkandi og storkuverndandi áhrif (5). Það er því fræðilega mögulegt að coxíb trufli storkujafnvægi sérstaklega þegar það er gefið í tvö- til fjórföldum skammti eins og í VIGOR rann- sókninni. Það er þó einnig rétt að hafa í huga að naproxen veitir storkuvemd sem hugsanlega getur skýrt muninn (8, 9) og ennfremur að sjúklingar með iktsýki hafa aukna áhættu og þeir sem fengu rófecox- íb máttu ekki taka aspirín. I CLASS rannsókninni (26) voru teknir inn 7968 sjúklingar með slitgigt eða iktsýki. Þeim var með slembivali skipt í þrjá hópa sem fengu celecoxíb 400, mg x2 daglega (tvöfaldur ráðlagður skammtur) eða ibúprófen, 800 mg x3 á dag eða díclófenac, 75 mg x2 daglega. Þeir sem höfðu ábendingu fýrir aspirín meðferð vegna kransæðasjúk- dóms fengu að halda þeirri meðferð áfram. Enginn munur var á tíðni kransæðastíflu hjá þessum þrem hópum. Það er hins vegar athyglisvert að lækkuð tíðni alvarlegra aukaverkana frá meltingarvegi sem fékkst í celecoxíb-hópnum var meir en þurrkuð út hjá þeim sem fengu celecoxíb og aspirín. Árleg tíðni krans- æðastíflu hjá sjúklingum í VIGOR rannsókninni sem fengu rófecoxíb var 0,74% og hjá þeim sem fengu celecoxíb í CLASS rannsókninni var tíðnin 0,80%. Árleg tíðni kransæðastfflu hjá 23.407 sjúklingum sem voru í viðmiðunarhóp úr nýlegri yfirlitsrannsókn var 0,52% (33) og er það marktækt lægra en tíðnin í VIGOR og CLASS rannsóknunum. Ekki eru til rannsóknir sem skera úr um það hvort venjulegir ráð- lagðir skammtar af coxíb auki hættu á kransæðastíflu en grunur er um að þeir skammtar sem notaðir voru í VIGOR og CLASS rannsóknunum geri það. Áhrif salílyfja og coxíb á æxli Fjöldi rannsókna hefur sýnt að salflyf hindra vöxt eða tefja fyrir vexti í forstigum æxla (sepum) og þau seinka einnig vexti í fullþroska æxlum (34). Flestar rannsóknanna hafa verið gerðar með aspiríni til að fyrirbyggja sepa í ristli og þær hafa bæði verið fram- sýnar (35-39) og aftursýnar (40, 41). Niðurstöður hafa verið merkilega samhljóða og sýna 30-40% minnkun á tíðni ristilsepa sem er svipaður árangur og næst við skimun fyrir blóði í saur. Ekki er ljóst á hverju þessi verkun byggist en COX-2 blokkun kem- ur þar við sögu því coxíb sýna sömu virkni í þeim fáu tilraunum sem hafa prófað það (42). Nýting á þessum eiginleikum lyfjanna er enn á tilraunastigi en hafa þarf í huga að aukaverkanir af völdum salflyfja koma til frádráttar á þeim árangri sem næst við fyrirbygg- ingu æxla. Hagkvæmisútreikningar á þessu dæmi 852 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.