Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Síða 7

Læknablaðið - 15.11.2003, Síða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Áhættuþættir og forvarnarstarf Hjarta- og æðasjúkdómar eru helsta orsök ótíma- bærra dauðsfalla í flestum Evrópulöndum og í vax- andi mæli um heim allan (1-3). Þeir eru þýðingarmik- il ástæða fötlunar og vaxandi kostnaðar í heilbrigðis- þjónustunni. Undirliggjandi orsök er oftast æðakölk- un (atherosclerosis) sem er venjulega langt gengin þegar einkenna verður vart og hefur þá átt sér ára- tuga aðdraganda. Mikil þekking liggur fyrir um grundvallarmeinsemdina, hegðun hennar og orsaka- valda og oft hefur verið ærinn tími til íhlutunar áður en klínískar afleiðingar æðakölkunar knýja dyra. Þar við bætist að kransæðastífla, hjartastopp og heila- blóðföll gerast oft skyndilega og án undanfarandi einkenna og meðferð því ekki beitt fyrr en skaðinn er skeður. Til þess að ná verulegum árangri á þessum sviðum verður því augljóslega að beita forvörnum. Tækifærin felast í því að hjarta- og æðasjúkdómar tengjast ákveðnum þáttum í lífsstíl sem og lífeðlis- fræðilegum þáttum sem unnt er að breyta. Óyggjandi hefur verið sýnt fram á að umbót áhættuþátta (risk factor modification/siðabót) dregur úr dánartíðni og sjúkleika, sérstaklega hjá fólki sem þegar hefur grein- anleg merki æðakölkunar (4,5). í nýjum Evrópuleiðbeiningum um hjarta- og æða- vernd eru allar þessar forsendur forvarnarstarfs dregnar fram til áréttingar þess hversu mikilvægt við- fangsefnið er og að fræðilega eigi að vera unnt að ná árangri (6). Miklu fleiri eiga nú aðild að þessum leið- beiningum en áður sem undirstrikar hve viðfangsefn- ið er víðtækt og hversu nauðsynlegt er að sameina krafta og þekkingu margra aðila til verksins. I hóp þeirra sem áður hafa staðið að evrópskum leiðbein- ingum á þessu sviði hafa nú bæst evrópsk samtök um sykursýkirannsóknir, alþjóðleg samtök um atferlis- lækningar (behavioral medicine), evrópsk samtök heimilislækna og evrópsk almannasamtök um hjarta- vernd. Hér á landi hefur í áratugi verið unnið kraftmikið hjarta- og æðaverndarstarf og öflugar rannsóknir gerðar, sérstaklega á vegum Hjartaverndar. í þessu tölublaði Læknablaðsins birtast í grein Emils Sig- urðssonar og félaga niðurstöður nýs samstarfsverk- efnis heilsugæslustöðvanna í Hafnarfirði og á Akur- eyri og Hjartaverndar: „Ahættuþættir hjarta- og æða- sjúkdóma meðal fimmtugra á Akureyri og í Hafnar- firði. Staða og áhrif einfaldrar íhlutunar“ (7). Niður- stöðurnar eru athyglisverðar fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi kemur fram óvæntur munur á algengi of- þunga og offitu meðal akureyskra og hafnfirskra kvenna. Höfundarnir benda á að mismunandi þátt- tökuhlutfall geti skýrt þennan mun að einhverju leyti en tæpast þó til fulls. Rannsóknir Manneldisráðs hafa áður sýnt verulegan mun á mataræði íslendinga eftir búsetu (8) en þessi athugun vekur óneitanlega nýjar og áhugaverðar rannsóknarspurningar um möguleg- an breytileika í lifnaðarháttum og lífsstíl eftir lands- hlutum. í öðru lagi rennir þessi rannsókn stoðum undir þá vitneskju að heldur sígi á ógæfuhlið hér á landi hvað snertir líkamsþunga og algengi offitu. Einnig að kólesteról er að meðaltali of hátt hér á landi bæði hjá körlum og konum og á sinn þátt í þeirri æðasjúkdómaáhættu sem þjóðin býr við. Loks er sú niðurstaða rannsóknarinnar mikilvæg að einföld íhlutun dugar ekki til að sporna við, hvað þá snúa til betri vegar, áhættumynstri eins og því sem greindist bæði á Akureyri og í Hafnarfirði. Eins og höfundar benda á er erfitt að vita hvernig áhættu- þættirnir hefðu þróast ef íhlutun hefði ekki verið beitt, enda ekki um framskyggna meðferðarprófun að ræða (controlled trial). Ef til vill hamlaði íhlutunin gegn enn meiri versnun. Miðað við áhættustöðu hóp- anna sem sennilega endurspegla nokkuð vel fimm- tuga íslendinga vítt og breitt um landið var árangur- inn hins vegar dapurlegur og undirstrikar, eins og höfundarnir benda á, hversu viðamikið og vanda- samt verkefni er hér á ferðinni. Enda er vandamálið alþjóðlegt. Það er ein af ástæðum þess að við gerð síðustu Evrópuleiðbeininga um hjarta- og æðavernd sem áður voru gerðar að umtalsefni var leitað eftir þátttöku alþjóðlegra samtaka um atferlislækningar (behavioral medicine). Á yfirborðinu virðist við- fangsefnið ekki flókið því það snýst um þrennt: Reykleysi, fæðuval og hreyfingu. í öllum tilvikum er viðfangsefnið hins vegar mannleg hegðun og breyt- ing á henni, og þá gerist málið flókið. Samt er ástæða til að leggja á það áherslu að þótt lífsstílsbreytingar séu vandasamt verkefni eru til bæði sérfræðiþekking og gagnreynd úrræði til að glíma við vandann (6). Sterkur samhljómur er á milli þeirra leiðbeininga sem birtar hafa verið um hjarta- og æðavernd á síð- ustu árum bæði austan hafs og vestan (6,9). í nýjustu Evrópuleiðbeiningunum er að sjálfsögðu byggt á fyrri leiðbeiningum, en þær breytingar eru helstar að í stað þess að leggja áherslu á kransæðaforvarnir er nú stefnt að forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma á víðum grunni enda eru orsakir kransæðasjúkdóms, blóðþurrðar í heila og útæðasjúkdóma svipaðar og ýmis meðferðarform gera svipað gagn í að hamla gegn þeim öllum. Önnur breyting og frávik frá hlið- stæðum bandarískum leiðbeiningum er að áhætta er nú metin sem líkur á því að deyja úr hjarta- eða æða- sjúkdómi innan 10 ára í stað þess að miða við krans- æðaáföll. Eins og áður eru líkurnar þó metnar með fjölþáttalíkani þar sem byggt er á aldri, kyni, reyk- Guðmundur Þorgeirsson Höfundur er hjartalæknir. Læknablaðið 2003/89 831
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.