Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2003, Page 53

Læknablaðið - 15.11.2003, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ERLEND SAMSKIPTI hafa borist umboðsmanni þingsins og dómstólum og verið skoðaðar en engar leitt til sakfellingar. Parna eru leifar af lögregluríki frá sovéttímanum sem með- al annars sést á því að stétt lögreglumanna er mjög fjölmenn og eftir því valdamikil. í Sovétríkjunum var það yfirlýst stefna stjórnvalda að útrýma glæpum og þess vegna var engin þörf á að byggja fangelsi. Pau fangelsi sem eru í notkun í Georgíu eru því öll byggð fyrir 1917. Astandið í þeim er afar bágborið enda fangelsin gömul og þeim illa viðhaldið. Á okkar mælikvarða er þetta þjóðfélag gjald- þrota. Ríkið getur ekki borgað starfsfólki sínu laun sem neinu nemur svo megnið af launum opinberra starfsmanna er undir borðið. Háskólakennarar fá stóran hluta af launum sínum þannig að nemendur greiða þeim fyrir að fá að taka próf og 85% af laun- um lækna eru þannig til orðin að fólk greiðir þeim sérstaklega fyrir hvert viðvik, aðgerðir eða rannsókn- ir. Petta hefur í för með sér að stór hluti fólks hefur ekki efni á að leita sér lækninga. Parna er blómlegur svartimarkaður og spilling mjög útbreidd. Ein af fá- um stéttum sem fær mannsæmandi laun eru dómarar svo þar er verið að reyna að bæta ástandið. Þeir hafa líka lagað stóran hluta af löggjöfinni að evrópskum lögum og eiga meðal annars ágæta löggjöf um mann- réttindi. Fátæktin og spillingin kemur hins vegar í veg fyrir að hægt sé að beita þessum lögum.“ Beðið eftir undirskrift - Nú er munur á því hvort fangi sætir vondu atlæti eða er beinlínis pyntaður. Að hverju beinduð þið at- hygli ykkar? „Við reyndum einkum að grafast fyrir um það síð- arnefnda. Georgía er eitt þeirra ríkja þar sem hátt hlutfall mála upplýsist í krafti játninga. Það hafa orð- ið breytingar á aðferðum sem notaðar eru við pynt- ingar, nú er meira notað rafmagn því það veldur ekki eins miklum áverkum. Þarna hefur orðið „framþró- un“ eins og á flestum öðrum sviðum. Við spurðumst fyrir um það hvort fangar sem handteknir eru hafi aðgang að læknisþjónustu á fyrsta sólarhring eftir handtöku og fengum þau svör að á því væri mikill misbrestur. Okkur var hins vegar sýnt skjal sem hafði verið samið í öryggismálaráðu- neytinu og beið þess að Edvard Sévardnadse forseti undirritaði það. f því er kveðið á um að gert skuli sér- stakt átak til að auka réttindi handtekinna, ekki síst aðgang þeirra að lögfræði- og læknishjálp. Menn binda vonir við að þetta plagg muni hafa mikil áhrif til hins betra því forsetinn er valdamikill maður og það sem hann skrifar undir er tekið mjög alvarlega. Okkur sýndist einboðið að draga þurfi úr völdum heilbrigðismálaráðuneytisins. Það hefur alla tauma í hendi sér, þar á meðal að útnefna réttarlækna. Þegar við ræddum við fulltrúa réttarlækna kom ráðuneyt- isstjórinn með þeim og hafði orð fyrir þeim. Ráðu- neytið hefur gefið 106 skólum, sem flestir eru í einkaeigu, leyfi til að út- skrifa lækna en einungis fáir þeirra geta komið nemendum sínum í starfsþjálfun á sjúkrahús- um. Ráðuneytið gefur læknum starfsleyfi en það er engin trygging fyrir því að þeir sem þau hljóta hafi nokkurn tíma séð sjúkling. Af þessum sökum hefur læknafélag landsins lent í því hlutverki að miðla málum milli ráðuneytisins og spítalanna í því skyni að koma fleiri læknanemum að í starfsþjálfun en jafnframt að tryggja að ekki séu teknir fleiri nema inn en hægt er að sinna með góðu móti.“ í þessari byggingu er ör- yggismálaráðuneytið til húsa en á efstu hæð þess eru skrifstofur Sévardnadse forseta. Vilja nálgast Evrópu - Áttu von á að þessi heimsókn hafi einhver áhrif? „Það jákvæða við þessa ferð var að erindi okkar var alls staðar vel tekið. Það er greinilega vilji til þess að bæta ástandið. Við hittum að máli forseta hæsta- réttar sem lýsti sig reiðubúinn til að ræða við dómara á lægri dómstigum og sjá til þess að þeir sæktu nám- skeiðið sem ég nefndi. Við erum því bjartsýn á að þangað komi lykilmenn úr kerfinu. Þótt Georgía tilheyri Asíu landfræðilega þá vilja landsmenn nálgast Evrópu og þeir vita að til þess að það megi verði þurfa þeir að þvo af sér ýmsa svarta bletti, einkum hvað varðar mannréttindi þegnanna. Að sjálfsögðu munu einhverjir beita sér gegn umbót- um, til dæmis öfl innan lögreglunnar og hins valda- mikla innanríkisráðuneytis, en viðmælendur okkar voru þokkalega bjartsýnir á að hlutirnir væru á réttri leið þótt hægt miðaði. Eftir námskeiðið næsta vor mun hópurinn koma saman á ný og meta árangurinn af því. Næsta ár fer svo í það að fylgjast með því hvort einhverjar fram- farir verða í landinu. Þetta gildir raunar einnig um hin löndin fjögur. Við munum svo skila Evrópuráð- inu, ÖSE og samtökunum sem að átakinu standa skýrslu. Vonandi verður þá hægt að leggja mat á ár- angurinn og benda á þær aðferðir sem virka og einnig hinar sem ekki báru árangur. Niðurstöðuna verður vonandi hægt að nota til að bæta ástandið í öðrum löndum því þetta eru alls ekki einu löndin í heimin- um þar sem fangar sæta illri meðferð," sagði Jón Snædal. Læknablaðið 2003/89 877

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.