Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2003, Side 18

Læknablaðið - 15.11.2003, Side 18
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ Tafla I. Yfirlit yfir helstu verkunarstaöi, verkanir og birtingarform verkana TNFa, auk athugasemda. VERKUNARSTAÖUR VERKUN BIRTINGARFORM ATHUGASEMDIR Fitufrumur hömlun á lípópróteinlípasa aukin blóðfita veldur megrun Heili verkun á hitastöövar og víðar hækkaður llkamshiti, syfja, sljóleiki og fleira veldur ýmsum sjúkkennum (aö telja sig veikan) T eitlafrumur/lymfufrumur eykur IL-2, IFN-y og fleira cýtókín aukin starfsemi T eitlafrumna veldur „immúnóstímúlerandi" verkun Innþel æöa eykur hefti- og viðloðunar- prótein og fleira stuðlar að flutningi bólgufrumna úr blóöbraut í vefi veldur/viöheldur bólgusvörun Einkyrningar/gleypifrumur eykur TNFa, IL-1, IL-6 aukning á eigin verkunum og fleira um verkun IL-6, sjá texta Beinbrjótandi frumur (osteóklastar) eykur sundrun beins beinruni/beinþynning getur verið áberandi við langvinna bólgusjúkdóma Bandvefsfrumur (fíbróblastar) eykurvirkni kollagenasa eyðing á brjóski og liðböndum getur veriö áberandi við langvinna bólgusjúkdóma í liðum Tekið eftir (14). IL-1: interlevkín-1; IL-2: interlevkín-2; IL-6: interlevkín-6; IFN--y: interferðn gamma. naflastreng frá mönnum óx magn E-selektína (hefti- og viðloðunarprótein í innþeli æða) fyrir tilstilli TNFa. Talídómíð dró mjög úr þeirri svörun. Hlið- stæð selektín eru á bólgufrumunum, L-selektín. TNFa jók einnig magn þessara selektína (þau snurð- ast af) og talídómíð dró úr myndun þeirra. Við bólgu- svörun „rúlla” bólgufrumur í fyrstu tiltölulega laust yfir innþel æða í hlutaðeigandi vefjum, áður en frum- urnar festast og komast út um æðaveggina og í vefina í kring. Þessi lausu tengsl verða fyrir tilstilli selektína á yfirborði bólgufrumna og innþelsæða og talídómíð hemur þau augljóslega í tilraunum sem þessum (19). Önnur hefti- og viðloðunarprótein eru nauðsynleg til þess að festa bólgufrumur við æðaveggina og þrýsta þeim út fyrir. Þessi prótein eru annars vegar skyld ónæmisglóbúlínum: ICAM-1 (intercellular adhesion molecule 1) og VCAM-1 (vascular cell adhesion molecule 1), og hins vegar ákveðinn flokkur integr- ína (samanber á undan). ICAM-1 og VCAM-1 eru talin sértæk hefti- og viðloðunarprótein, það er að segja „hefta“ saman vissar frumur, en ekki aðrar. TNFa jók á myndun VCAM-1 í tilraunum með naflastrengsæðar sem áður ræðir og talídómíð dró úr myndun þeirra. Talídómíð jók hins vegar fremur á verkun TNFa á ICAM-1 en dró úr. í þessum tilraun- um höfðu hvorki talídómíð né TNFa nokkur áhrif á integrín (integrín beta 2) (19). Af þessum tilraunum er því í heild ljóst að talídómíð hefur greinilega verk- un á heftingu bólgufrumna við innþel æða af völdum TNFa og verkunin gæti að einhverju leyti verið sér- tæk. Verkun talídómíðs á myndun hefti- og viðloðun- arpróteina kann og að skipta máli fyrir verkun þess á mergæxli sem vaxið geta úr blóðmerg inn í bein og valdið erfiðum beinbrotum (sjá síðar). Talídómíð og sykurvirkir sterar (prednisólón, dexametasón og fleiri) hafa samverkandi verkun. Verkun stera á TNFa er ekki síst til þess að rekja að þeir hamla tjáningu gens TNFa og draga þannig úr myndun hans. Verkun steranna er ósérhæfð og tekur einnig til myndunar IL-1, IL-6 og fleiri cýtókína (17). Örvandi verkim á Teitlafrumur („kóimmúnóstímúler- andi verkun “) Enda þótt talídómíð geti dregið úr myndun á IL-2 og INF-y með því að hamla verkunum TNFa (sjá töflu I), getur það einnig aukið myndun á þessum cýtókín- um með því að örva T eitlafrumur. Verkunin er að nokkru sértæk og talídómíð getur þannig breytt inn- byrðis hlutföllum milli undirflokka T eitlafrumna. Talídómíð getur þó ekki eitt sér virkjað T eitlafrumur til þess að skipta sér og auka framleiðslu cýtókína á borð við IL-2 og INF-y. Talídómíð getur hins vegar eflt örvun af völdum annarra efna sem virkja T eitla- frumur beint. Þetta nefnist „kóstímúlatíón“ eða „kó- immúnóstímúlatíón" og er mikilvægt atriði til þess að virkja T-eitlafrumur til fullnustu (20). IL-2 virkjar T drápsfrumur og náttúrlegar dráps- frumur (13) og kann það að skýra að einhveiju leyti verkun talídómíðs á illkynja frumur. Talídómíð getur þannig valdið frumufelli (apoptosis) í mergæxlisfrum- um sem eru ónæmar gegn öðrum lyfjum. Athygli vekur samt, að IL-6, sem talídómíð hemur (tafla I), örvar skiptingu á mergæxlisfrumum og getur komið í veg fyrir drepandi verkun talídómíðs á mergæxlis- frumurnar (21). Hamlandi verkun á myndun IL-6 gæti því vegið þungt í verkunum talídómíðs á merg- æxli (sjá síðar). INF-y hefur margháttaða verkun í þá veru að efla allar verkanir svarkerfisins (ónæmiskerfisins) og er 842 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.