Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / GIGTARLYF voru nýlega útfærðir (43) og þar kom fram að hag- kvæmt er að nota aspirín til að fyrirbyggja ristilsepa hjá þeim sem hafa mikla áhættu (secondary preven- tion) en ekki hjá þeim sem hafa venjulega áhættu (primary prevention). Vonir eru bundnar við að cox- íb hafi rnikið notagildi á þessu sviði en nokkur ár eru þangað til að niðurstöður birtast úr þeim rannsókn- um sem nú eru í gangi. Virkni salílyfja og coxíb til verkja- og bólgustillingar Virkni naproxen 500mg x2 og celecoxíb í þrem skömmtum, 50 mg x2, 100 mg x2 og 200 mg x2 var prófuð hjá 1003 sjúklingum með slitgigt. Ennfremur var notuð lyfleysa. Góð verkjastilling fékst hjá naproxenhóp og celecoxíb-hóp sem fékk 100 mg x2 og 200 mg x2 en ekki hjá hópum sem fengu lyfleysu eða celecoxíb 50 mg x2. Celecoxíb 200 mg x2 gaf ekki betri verkjastillingu en 100 mg x2 (44). Samanburður á virkni rófecoxíb 25 mg xl og celecoxíb 200 mg xl var gerður hjá 182 sjúklingum með slitgigt í hnjám. Góð verkjastilling fékkst með báðum lyfjurn (45). Þessar rannsóknir og margar fleiri (46, 47) sýna að coxíb lyfin hafa sömu virkni og salflyf til verkja og bólgustillingar í ráðlögðum skömmtum. Meöferð á gigtarlyfjatengdum vandamálum frá meltingarfærum Eins og fram kemur fyrr í þessari grein þá eru vanda- málin margvísleg en blæðingar og götun eru taldar veigamestu aukaverkanirnar og síðan sár í maga og skeifugörn. Meðferðin felst í að græða sárin og þann- ig að fyrirbyggja alvarlegri aukaverkanir. Grœðsla sára orsökuð af salílyjjum: Meginaðferðin er að nota sýrulækkandi lyf og til að ná fullri virkni þarf að nota sýrudælublokka (proton pump inhibitors, PPI). Skeifugarnarsár gróa á um fjórum vikum og magasár á átta vikum ef salflyf eru gefin jafnframt en ef salflyfjagjöf er hætt þá gróa sárin fyrr. Önnur aðferð er að nota lyf með prostaglandín verkun eins og misoprostol og gefa þau viðunandi ár- angur í græðslu en þó ekki eins góðan og við PPI notkun (48). Misoprostol hefur ekki verið mikið not- að hér á landi. Fyrirbygging sára: Það eru þrjár leiðir til að fyrirbyggja eða minnka áhættu á sárum við notkun salflyfja. Gefa PPI lyf, nota arthrotecR (díclófenac og misoprostol) eða coxíb í stað salflyfja. Vegna hins mikla fjölda sem notar salflyf er ekki mögulegt (né heldur þörf á) að gefa öllurn verndandi magalyf. Ekki er heldur ástæða til að nota coxíb sem fyrsta lyf nema um áhættusjúk- ling sé að ræða. Ennfremur þarf að taka tillit til þess að að coxíb lyf kosta fjórum sinnum meira en salflyf ein sér og PPI lyf til viðbótar við salflyf fimmfaldar meðferðarkostnað. Á mynd 4 er sýnt hvernig hægt er að nota áhættumat til að velja lyf og má þá nota mynd 3 til að sjá vægi áhættuþátta. Aðalboðskapurinn með myndinni er að sjúklingar <65 ára með engann áhættuþátt ættu að fá salílyf sem fyrsta lyf en sjúk- lingar >65 ára með fleiri en einn áhættuþátt ættu aldrei að fá salflyf ein og sér. Þar á milli eru sjúklingar sem þurfa að metast einstaklingsbundið eftir vægi áhættuþátta og hvað langt fyrir ofan eða neðan 65 ára markið þeir eru. Salflyf koma til greina sem fyrsta lyf eða seinasta lyf eftir því hvað sjúklingur liggur ofar- lega á áhættuskalanum. Allir sjúklingar sem eru >65 ára með fleiri en einn áhættuþátt og sérstaklega ef þeir hafa hjarta- og æða- sjúkdóm og eru á dicumerol blóðþynningu, ættu að fá coxíb eða PPI lyf með salflyfi. Þessi ráðlegging er fræðilega rökrétt (49) en hún er þó aðeins byggð á einni rannsókn sem var framkvæmd í Hong Kong (50) á 287 sjúklingum. Engar rannsóknir eru til um coxíb + PPI lyf. Neðst á myndinni er rammi með NNT tölu sem sýnir þann fjölda sem þarf að með- höndla til að bjarga einum (Number needed to treat) fyrir hvern flokk. Mynd 4. Áhœttumat og val á lyfjum til að fyrir- byggja blœðingu frá efri meltingarvegi. Hagkvæmni (cost benefít) Hægt er að áætla gróflega hvað það kostar að bjarga einum sjúkling frá blæðingu eða götun af völdum salflyfja í efri meltingarvegi. Umframkostnað við að beita lyfjum með minni áhættu (coxíb) eða að gefa verndandi lyf (PPI) má sjá í útreikningum í töflu I. Hagkvæmnin ræðst hins vegar af því hver áhættan er og hún er mjög mismunandi milli hópa. Hugtakið „number needed to treat“ hefur verið notað við hag- kvæmnis útreikninga. Talan er reiknuð útfrá áhættu í hverjum hóp og sýnir þann fjölda sem þarf að með- höndla til að bjarga einum sjúkling frá aukaverkun og mætti nota nýyrðið björgunartala um þetta hugtak. Björgunartala hefur verið reiknuð út fyrir VIG- OR rannsóknina (25) en í henni voru sjúklingar með iktsýki. Sjúklingar eldri en 75 ára með virka iktsýki og fyrri sögu um sár höfðu mesta áhættu. I þessum Læknablaðið 2003/89 853
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.