Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EINKAREKSTUR LÆKNA Tjöldum ekki til einnar nætur Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu blómstrar að sögn Magnúsar Páls Albertssonar stjórnarformanns Orkuhússins Pað er víðsýnt ofan af þaki Orkuhússins við Suður- landsbraut þar sem Magnús Páll Albertsson stendur. Að baki honum sést inn ífundar- og kennslusal hússins. Þröstur Haraldsson Einkarekstri í íslenskri heilbrigðisþjónustu vex stöðugt ásmegin og nú í október urðu tímamót í rekstri tveggja fyrirtækja sem læknar eiga að öllu eða verulegu leyti. Annars vegar átti fyrirtækið Röntgen Domus tíu ára afmæli eins og greint er frá annars staðar hér í opnunni. Hins vegar var Orkuhúsið við Suðurlandsbraut opnað með pompi og prakt en þar starfa fjögur félög undir sama þaki. Af þessu tilefni tók Læknablaðið Magnús Pál Albertsson stjórnarfor- manns Orkuhússins tali um þá þróun sem er að verða í íslensku heilbrigðiskerfi. Fyrst ber að segja frá því að í Orkuhúsinu koma saman fjögur fyrirtæki. Lœknustöðin þar sem 15 læknar eru með móttöku, flestir bæklunarskurð- læknar, íslensk myndgreining sem er í eigu nokkurra röntgenlækna úr Fossvoginum en aðallega eru það tveir þeirra sem vinna í Orkuhúsinu, Sjúkraþjálfun íslands sem sex sjúkraþjálfarar starfrækja en alls starfa þar 16 sjúkraþjálfarar og innanlandsdeild Öss- urar hf. sem smíðar gervilimi, spelkur og stoðtæki og rekur auk þess verslun á jarðhæð hússins. Þessi félög störfuðu flest saman í Alftamýri en höfðu fyrir löngu sprengt af sér það húsnæði. Nú eru læknarnir með stofur sínar á fjórðu og fimmtú hæð hússins þar sem áður voru bækistöðvar Rafmagns- veitu Reykjavíkur en á efstu hæð er fundar- og kennslusalur. Á annarri og þriðju hæð eru Össur hf. og sjúkraþjálfarar með sína starfsemi (þar á meðal einn sem stundar nálastungur). Á jarðhæð eru auk verslunarinnar stofur fyrir skurðaðgerðir og í fyrrum mötuneyti við hlið turnsins er Islensk myndgreining að störfum. Stærðin kom á óvart Þegar litið er á þessa starfsemi vekur það athygli að þarna er að verða til sérhæfð þjónustumiðstöð í heil- brigðiskerfinu sem sinnir að mestu leyti stoðkerfis- vandamálum (nema hvað röntgenlæknarnir mynda hvaða líkamsparta sem er). Fyrsta spurningin sem ég legg fyrir Magnús Pál er því sú hvort þetta sé fram- líðin í íslensku heilbrigðiskerfi, að sérhæfðar, einka- reknar stöðvar rísi upp við hlið stórra ríkisstofnana. „Það mætti ætla það því Orkuhúsið er ekki eina stöðin af þessu tagi. I Læknasetrinu í Mjódd starfa fjölmargir lyflæknar og hér handan við gatnamótin í Glæsibæ er læknastöð sem einkum sinnir háls-, nef- og eyrnalækningum þótt fleiri greinar eigi sér þar fulltrúa. Sérhæfing af þessu tagi er hagkvæm, bæði fyrir okkur sem hér störfum og getum samnýtt margskonar tæki og aðstöðu, og svo er það hagræði fyrir sjúklinga að hafa allt á einum stað.“ Eins og kunnugt er hefur oft andað köldu í sam- skiptum bæklunarskurðlækna og heilbrigðisyfirvalda svo það er ekki úr vegi að spyija hvemig viðbrögð þeirra síðarnefndu hafi verið við stofnun Orkuhússins. „Þau hafa nú ekki verið mikil, hvorki jákvæð né neikvæð. Við höfum ekki kallað eftir neinni aðstoð frá stjórnvöldum. Við störfum sem einyrkjar með samning við Tryggingastofnun ríkisins og það breyt- ist ekkert við flutninginn. Sjúklingarnir verða áfram á ábyrgð okkar læknanna en ekki stöðvarinnar. Ef það yrði raunin yrðum við að gerast launamenn hjá stöð- inni og það er einmitt það sem við erum að forðast - að verða launamenn hjá einhverri stofnun. Ráðherra og meirihluti samninganefndar hans mættu við opnunina. Þeim kom á óvart að sjá hversu stórt húsið er og að hér er ekki tjaldað til einnar nætur.“ Samstarfiö mun aukast - En hver eru samskipti ykkar við aðrar svipaðar stöðvar? „Það hefur myndast vísir að samstarfi milli þess- ara einkareknu stöðva. Til dæmis eigum við ágætt samstarf við þá sem eru í Glæsibæ, þeir notfæra sér myndgreininguna hér og við sendum sýni til rann- sóknar á rannsóknarstofuna þeirra. Þetta á örugglega eftir að aukast.“ - En hvað um samskiptin við spítalann? „Þau eru því miður lítil og engin með formlegum hætti. Það á sér eflaust rætur í því að við komum flestir úr Fossvogi og viðskilnaðurinn þar hefði getað verið hamingjuríkari. En ef við lítum á málið kalt og yfirvegað þá ætti að vera meira samstarf. Það eru 880 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.