Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 33 Faraldsfræði í dag Lyfjafaraldsfræði Lyfjafaraldsfræði er undirgrein faraldsfræði sem, eins og nafnið bendir til, beinist sérstaklega að lyfjum sem meðferðarúrræði eða áhættuþætti. í þessum pistli stikla ég á stóru varðandi skilgreiningu, upp- runa og nýtingu fræðigreinarinnar. Eins og áður hefur komið fram, byggist faralds- fræði á rannsóknum á dreifingu og tíðni sjúkdóma og tengslum áhættuþátta og sjúkdóma. Lyfjafaraldsfræði hefur hins vegar verið skilgreind sem fræðigrein sem beinist að rannsóknum á notkun og áhrifum lyfja á stóran hóp fólks eða þýði (1). Skilgreining þessi legg- ur áherslu á að aðgreina lyfjafaraldfræði frá klínískri lyfjafræði með því að setja sem skilyrði að rannsaka eigi áhrif lyfja á grundvelli stærri hópa eða þýðis. Uppruna lyfjafaraldsfræði er einmitt að leita í klínískri lyfjafræði. Pörf þeirrar fræðigreinar fyrir upplýsingar um áhrif lyfja í þýði hefur vaxið jafnt og þétt. Almenn faraldsfræði beinist að dreifingu og skilmerkjum sjúkdóma og heilbrigðis í þýði og gagn- ast hún því khnískri lyfjafræði við athugun á jafnt gagnlegum sem skaðlegum áhrifum lyfja. Pannig má segja að klínísk lyfjafræði sé ástæðan fyrir rannsókn- um í lyfjafaraldsfræði og faraldsfræði tækið sem not- að er við rannsóknirnar. Upphaf rannsókna á sviði lyfjafaraldsfræði er rak- ið til sjöunda áratugs síðustu aldar þegar mikil aukn- ing varð á virkari og jafnframt áhættusamari lyfjum á markaði. Hið hörmulega thalidomíðslys ýtti úr vör ýmsum stjórnvaldsaðgerðum í lyfjamálum, svo sem lagasetningu um klíníska prófun lyfja fyrir markaðs- setningu og virkara lyfjaeftirliti. Sett var af stað aukaverkanaskráning á nýjum lyfjum til að auka við- bragðsflýti yfirvalda vegna alvarlegra aukaverkana. Annað mikilvægt sögulegt skref var stigið í Evr- ópu snemma á áttunda áratugnum þegar stofnaður var hópur innan vébanda Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO) með það hlutverk að fylgjast með og bera saman lyfjanotkun milli landa. Þessi hópur nefndist WHO Drug Utilization Research Group. Vinna þessa hóps leiddi í fyrsta lagi af sér flokkunar- og mælikerfi fyrir lyfjanotkun. Þessi kerfi, ATC- flokkunarkerfi lyfja og DDD-mælieiningin, voru grundvöllur að mælingu og samanburði lyfjanotkun- ar milli lyfjaflokka og landsvæða. í öðru lagi stóð þessi vinnuhópur að s.k. lyfjanotkunarrannsóknum (drug utilization studies) sem leiddu í ljós mikinn mun á notkun einstakra lyfja milli landa sem ekki samræmdist útbreiðslu þeirra sjúkdóma sem lyfin voru ætluð við. Þessu alþjóðlega samstarfi var svo fram haldið með stofnun European Drug Utilization Research Group (EURO DURG), árið 1996, sem er formlegur hópur rannsóknafólks á þessu sviði. Þó lyfjafaraldsfræði væri upphaflega tæki til að rannsaka tíðni aukaverkana og breytileika lyfjanotk- unar milli landa og lyfjaflokka, hefur hún vaxið og dafnað í takt við aðrar undirgreinar faraldsfræði. Fræðigreinin hefur haslað sér völl og á veglegan sess við lausn viðfangsefna innan heilbrigðisþjónustunn- ar. Má þar nefna gagnreynda iæknisfræði (evidence based medicine), útkomurannsóknir (outcomes re- search) og lyfjahagfræði (pharmacoeconomics). Lýsandi rannsóknir í lyfjafaraldsfræði hafa að markmiði að skrásetja og koma á framfæri hugmynd- um, sjaldgæfum tilfellum og athugunum. Þannig hefja faraldsfræðingar leit að skýringum á fyrirbær- um og mynda tilgátur. Helstu rannsóknartegundir hér eru áðurnefndar lyfjanotkunarrannsóknir og sjúkdómstilfellalýsingar (case reports). Greinandi rannsóknir í lyfjafaraldsfræði skiptast í tilraunir (experimental studies) og samanburðar- rannsóknir (observational studies). Tilraunirnar eru betur þekktar sem klínískar lyfjarannsóknir eða slembnar íhlutunarrannsóknir (randomized control- led clinical trials) þar sem slembun er beitt til að raða sjúklingum í meðferðarhópa. Hér er verið að meta áhrif lyfjanna í vel skilgreindu úrtaki undir skýrt af- mörkuðum kringumstæðum þar sem ekki á að gæta áhrifa raskandi þátta nema að óverulegu leyti. Ekki er til gott íslenskt orð yfir þessi ákveðnu áhrif lyfj- anna sem verið er að meta, en á ensku nefnist hug- takið efficacy. Þessar rannsóknir hafa hátt innra rétt- mæti (internal validity). Gagnstætt lyfjatilraunum meta samanburðarrann- sóknir áhrif í almennri notkun og nefnist það á ensku effectiveness. Rannsóknarmenn rannsaka hér áhrif lyfjanotkunar undir „eðlilegum“ kringumstæðum úti í þjóðfélaginu. Þeir geta aðeins fylgst með og borið saman áhrif lyfjanna en stýra ekki hvaða lyf sjúk- lingar fá. Hægt er að nota ýmis rannsóknasnið, svo sem ferilrannsóknir (cohort studies) eða sjúklinga- samanburðarrannsóknir (case-control studies) líkt og í öðrum faraldsfræðirannsóknum. Þessum rann- sóknum er oft hafnað sem haldbærum upplýsingum um áhrif lyfja á þeim forsendum að þær hafi lágt innra réttmæti. Á móti má þó segja að þær geti haft hærra ytra réttmæti en klínískar lyfjarannsóknir. Heimildir 1. Strom BL. What is Pharmacoepidemiology? í Strom BL (ed.) Pharmacoepidemiology (2.ed.). Chichester: Wiley 1994; 3-13. Anna Birna Almarsdóttir annaba@hi.is Höfundur er lyfjafræðingur Ph. D„ dósent í stefnumörkun og stjórnun lyfjamála við Lyfjafræðideild HÍ og fram- kvæmdastjóri ráðgjafafyrir- tækisins AL-BAS ehf. Læknablaðið 2003/89 887
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.