Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 59
S M A S J A I N maka? Ertu hingað komin vegna veikinda eða streitu sem má rekja til hótana, ofbeldis, eða ótta við maka? Þegar staðfest hefur verið að um heim- ilisofbeldi er að ræða, og það skráð í sjúkraskýrslu, þarf að koma réttum skila- boðum á framfæri til sjúklings. I fyrsta lagi að einkennin séu mjög eðlileg miðað við aðstæður og að heimilisofbeldið sé aldrei réttlætanlegt. í öðru lagi að hún sé ekki ein, fjöldi úrræða sé til fyrir konur í þess- um aðstæðum. Úrræöi Stundum þarf mikið að ganga á þar til konur eru tilbúnar til að brjótast út úr of- beldissambandi, en með réttri greiningu og skilaboðum til kvenna í þessari stöðu aukast líkurnar á að þær grípi til viðeig- andi ráðstafana. Best er að fylgja þeirri reglu að konan sé sérfræðingur í sínum málum og hún ráði ferðinni. Það er því ágætt að spyija hana hvers konar hjálp hún vilji fá. Hvort hún sé tilbúin til að breyta sínum högum og hvaða spor hún vilji taka í þá átt. Kvennaathvarfið hefur sérhæft sig í að aðstoða konur sem búa við heimilisof- beldi. Þjónustan er þríþætt: í fyrsta lagi rekstur athvarfs fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbæri- leg. I öðru lagi símaráðgjöf allan sólar- hringinn í síma 561 1205. í þriðja lagi ókeypis viðtöl, þar sem konur geta komið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi. Það er nauðsynlegt að benda konum sem búa við heimilisofbeldi á þetta, en frekari upplýsingar um heim- ilisofbeldi, einkenni og úrræði má nálgast hjá kvennaathvarf.is Læknablaðið frá upphafi komið á netið Eins og lesendur Læknablaðsins vita ef- laust flestir hefur allt efni blaðsins verið sett út á heimasíðu þess frá og með upp- hafi árs 2000. Hægt er að leita í öllum texta blaðsins, bæði fræðigreinum og því efni sem birst hefur í umræðuhlutanum. Sú spurning hefur hins vegar oft heyrst hvort þeir 85 árgangar sem þá voru kornnir út verði einhvern tíma aðgengi- legir. Nú er svo komið að hægt er að svara þeirri spurningu játandi, þó með nokkrum fyrirvara. Á bókasöfnum spítalanna í Fossvogi og við Hringbraut unnu starfsmenn það þrekvirki að skrá allt efni blaðsins frá upphafi inn í tölvu. Að vísu voru einung- is skráðar fyrirsagnir, heiti höfunda og lykilorð greina en að þessu þrennu var hægt að leita. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að leitina var einungis hægt að stunda í tölvum bókasafnanna. Skráningin fór fram á tölvumáli sem notað var fyrir daga netsins og þegar það kom til skjalanna var ekki auðunnið verk að færa skrána yfir á nýtt form. í vor gerðist það hins vegar að opnað- ur var aðgangur að bókasafnskerfinu Gegni á netinu en það mun hýsa samskrá íslenskra bókasafna. Þá þegar voru komnar í gagnasafnið allar skrár Lands- bókasafns Islands - Háskólabókasafns og tíu annarra rannsóknarbókasafna. Þeirra á meðal er bókasafn Landspítala og þar með er skráning safnsins á efni Lækna- blaðsins orðin aðgengileg á netinu. Skráin er á vefslóðinni iviviv. gegnir.is. Hægt er að leita að greinum eftir ákveðna höfunda eða slá inn efnisorð og leita þannig í fyrirsögnum og lykilorðum greina. Þegar menn hafa fundið þá grein sem leitað er að er hægt að sjá hvar hana er að finna í söfnum landsins og panta hana eða nálgast með öðrum hætti. Á heimasíðu Læknablaðsins (laekna- bladid.is) er hægt að fara beint inn í Gegni. Afmælisrit til heið- urs Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi land- lækni, 75 ára Hinn 11. nóvember næstkomandi verður Ólal'ur Olafsson, fyrrverandi landlæknir og núverandi forystu- maður í samtökum eldri borgara, 75 ára. Af því tilefni hafa nokkrir vinir hans og velunnarar ákveðið að efna til útgáfu, honum til heiðurs, á völdu efni úr handraða afmælisbarnsins. Þar er fjallað um heilbrigðismál í víðum skilningi, margs konar þjóð- félags- og réttindamál, alþjóðamál- efni og málefni eldri borgara. Frá- sagnirnar eru fjölbreyttar og fróð- legar og allar í anda Ólafs, hnitmið- aðar og hispurslausar og síðast en ekki síst eru þær bráðskemmtilegar - þar sem það á við. Áætlað er að afmælisritið komi út í maí á næsta ári, en bókaútgáfan Hólar hefur tekið að sér útgáfu þess og er ritnefndin skipuð þeim Sigurði Guðmundssyni landlækni, Benedikt Davíðssyni formanni Landssam- bands eldri borgara og Vilhelm G. Kristinssyni rithöfundi sem jafn- framt er ritstjóri verksins. Afmælisritið verður selt í áskrift og greiðist það fyrirfram (kr. 4900 og er sendingargjald innifalið). í rit- inu verður heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) og er það von rilnefnd- armanna að hún verði sem lengst og glæsilegust. Þeir velunnarar Ólafs sem áhuga hafa á því að senda hon- um afmæliskveðju og eignast um leið bókina eru hvattir til þess að hafa samband í síma 557-9310/ 557- 9215 eða á holar@simnet. is Fréttatilkynning Læknablaðið 2003/89 883
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.