Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ERLEND SAMSKIPTI III meðferð fanga undir smásjá WMA Jón Snædal heimsótti Georgíu ásamt sendinefnd mannréttindasamtaka Götumynd frá Tíblisi. JÓN Snædal varaformaður LÍ hefur verið á faralds- fæti síðan hann var kjörinn til formennsku í siða- nefnd Alþjóðafélags lækna (WMA). Meðal staða sem hann hefur heimsótt er Tíblisi, höfuðborg Georgíu á strönd Svartahafs. Þangað fór hann ásamt tveimur öðrum til að kanna aðbúnað fanga. Lækna- blaðið hitti Jón að máli og innti hann eftir tildrögum þess að hann fór þessa ferð. „Fyrir um það bil áratug var samþykkt svonefnd Minnesota-yfirlýsing um mannshvörf en kveikjan að henni voru atburðir sem urðu í Argentínu og Chile á tímum herforingjastjórnanna þar. I þessari yfirlýs- ingu var hins vegar ekki tekið á því hvernig fara skyldi með rannsóknir á og réttindi þeirra sem lifðu af illa meðferð og pynlingar. III meðferð fanga er mun útbreiddara vandamál, ekki síst meðferð þeirra eftir handtöku ef þeir eru grunaðir um einhvern verknað. Einkennandi fyrir lönd þar sem beitt er harðræði við yfirheyrslur er að þar er miklu hærra hlutfall af játningum. í öðrum löndum er miklu al- gengara að fólk játi ekki þrátt fyrir yfirheyrslur held- ur er sekt þeirra sönnuð á annan hátt. Að frumkvæði International Rehabilitation Coun- cil for Torture Victims (IRCT) í Kaupmannahöfn hófst vinna við að semja yfirlýsingu um málefni fanga fyrir mörgum árum og í Istanbul var lögð lokahönd á slíkt plagg fyrir fimm árum. Það var svo lagt fyrir Sameinuðu þjóðirnar sem gáfu það út í sínu nafni árið 2000.“ Fimm lönd undir smásjána „En það varð strax ljóst að þetta dygði engan veginn, það vissi enginn af þessu plaggi aðrir en dreifðir hóp- ar fólks sem láta sér annt um málefni fanga. Fyrir tæplega tveimur árum tóku fjögur alþjóðleg samtök Þröstur sig saman um að hrinda átaksverkefni í gang. Þau eru Haraldsson WMA, IRCT, Physicians for Human Rights í Banda- 876 Læknablaðið 2003/89 ríkjunum og Human Rights Foundation of Turkey en tyrkneska læknafélagið hefur verið mjög virkt innan þeirra samtaka. Þessi samtök sóttu um styrk til Evrópuráðsins til að hrinda verkefninu af stað og fengu hann á síðasta vetri. Verkefnið tekur til fimm landa: Georgíu, Sri Lanka, Marokkó, Uganda og Mexíkó. Það felst í því að fulltrúar samtakanna fara til landanna og ræða við fulltrúa mannréttindasamtaka, laga- og læknadeilda í háskólum og yfirvöld, svo sem dómstóla, umboðs- menn, innanríkis- eða öryggismálaráðuneyti. Ferðimar taka viku og nú er búið að heimsækja fjögur af þessum fimm löndum. Næsta skref að þeim loknum er að koma á námskeiðum sem standa í viku og verða haldin í júní á næsta ári. Þau sækja 50 læknar og 25 lögfræðingar í hverju landi og fá fræðslu um það hvernig hægt er að sannreyna að fangar hafi orðið fyrir illri meðferð, hvernig hægt er að hjálpa föngum að komast yfir þessa reynslu og hvernig hægt er að bæta réttarstöðu þeirra. Nú er verið að setja saman leiðbeiningar og kennsluefni fyrir þetta nám- skeið en það verður að taka mið af því hversu ólíkar aðstæður eru eftir löndum, bæði hvað varðar réttar- stöðu fanga og aðferðir við pyntingar. I heimsóknum okkar leituðum við uppi þá aðila sem best er treystandi til þess að tryggja að þessi að- lögun námsefnisins sé rétt og í samræmi við ástandið í hverju landi.“ Leifar af lögregluríki - Hvernig var svo ferðin? „Við vorum þrjú, ég, tyrkneskur læknir og lög- fræðingur frá IRCT sem fórum til Tíblisi. Fundirnir voru 28 en ég sat 22. Við hittum rektor læknaháskól- ans og fulltrúa nokkurra deilda hans, ráðuneytis- stjóra heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyta, skrifstofu- stjóra öryggismálaráðuneytis, forseta hæstaréttar, umboðsmann þingsins og fulltrúa frjálsra félagasam- taka: Georgíska læknafélagsins, samtaka sem berjast fyrir hagsmunum fanga og tvennra samtaka lögfræð- inga. Auk þess hittum við fólk frá tvennum samtök- um sem annast endurhæfingu fyrrverandi fanga og fulltrúa tveggja Evrópusamtaka, Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnumálastofnunar Evrópu. Allir töluðu um illa meðferð á föngum eins og hún væri staðreynd og skipti þá engu hvort í hlut áttu fuil- trúar félagasamtaka, dómstóla eða stjórnvalda. Einn- ig er ljóst að þeir sem orðið hafa fyrir illri meðferð óttast mjög að leita réttar síns. Einhverjar kvartanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.