Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2003, Side 20

Læknablaðið - 15.11.2003, Side 20
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ árum að nota talídómíð við erfið tilfelli af Crohnsjúk- dómi (26). Nýlegar rannsóknir bæði í mönnum og dýrum benda eindregið til þess að TNFa skipti meginmáli við uppkomu þarmabólgu. Það vekur samt athygli að talídómíð getur verið virkt í þeim tilvikum að sjúk- lingar svara ekki meðferð með infliximabi (sem er bæði erfið og dýr). Sama á einnig við um sjúklinga sem svara ekki meðferð með sykurvirkum sterum. Sá möguleiki er því fyrir hendi að talídómíð verki á svæðisbundna þarmabólgu bæði með því að hamla virkni TNFa (tvíþætt hamlandi verkun: á TNFa mRNA og NF-kB) og með öðrum hætti. Kemur þá einkum tvennt til. I fyrsta lagi er misvægi milli undir- flokka T eitlafrumna ríkjandi við Crohnsjúkdóm sem talídómíð gæti lagfært. I öðru lagi er í Crohnsjúkdómi mjög aukin þéttni í blóði af vaxtarvaka bandvefs (bFGF) og af öðrum skyldum vaxtarvaka sem talí- dómíð hamlar (samanber á undan), en samband er milli þéttni þeirra og sjúkdómseinkennanna. Þetta gæti gert að verkum að talídómíð gagnast í raun sjúk- lingum með svæðisþarmabólgu, þótt hvorki inflixi- mab né sykurvirkir sterar (sem hafa þó sannarlega breiða verkun á bólgusvörun!) verki á þá (26). Talídómíð gæti þannig átt mikinn rétt á sér við erfið tilfelli af Crohnsjúkdómi þegar fokið er í flest skjól, svo og þegar fistlar myndast. Þrálát sáramyndun í húð sjaldgæfrar tegundar sem nefnist pyoderma gangrenosum tengist oft Crohnsjúkdómi (eða annars konar þarmabólgum) og svarar meðferð með talídómíði mjög vel (15,26). 3. Aðrir bólgusjúkdómar Niðurstöður úr tvfloka rannsókn hafa sýnt að talí- dómíð er virkt við Behgetsjúkdómi (fjölkerfa sjúk- dómur á grundvelli æðabólgu með einkennum frá húð og slímhúð (langvarandi sýkingar með sára- myndun), liðum, meltingarvegi og miðtaugakerfi). Allmargar opnar rannsóknir hafa sýnt mjög góðan árangur af meðferð á þessum sjúkdómi með talídóm- íði (27,28). Talídómíð hefur í tvfloka tilraun reynst vel virkt við stomatitis apthosa (hvítleit, verkjandi sár í munni af óþekktum toga) (28). Sömu höfundar benda einn- ig á notagildi talídómíðs við ýmsa þráláta kláðasjúk- dóma í húð (prurigo). TNFa skiptir miklu máli við liðbólgur og lið- skemmdir við iktsýki (27) (tafla I). Gildi mótefna gegn TNFa við meðferð á alvarlegri iktsýki er og ótvírætt (29). Raunar var stungið upp á því að nota talídómíð gegn iktsýki þegar 1981. Staða talídómíðs við meðferð á alvarlegri iktsýki er þó enn óljós. Sama á við hryggikt (spondylitis ankylopoetica) (30). Við klíníska notkun talídómíðs ber ætíð að hafa í huga hinar alvarlegu hjáverkanir sem vitað er frá fyrri tíð að geta verið samfara notkun þess. A þetta sér í lagi við fósturskemmdir í meðgöngu og skemmd- ir í úttaugakerfi. Af öðrum algengum hjáverkunum má nefna syfju og hægðatregðu, auk fjölda annarra fátíðari hjáverkana, ekki síst frá húð (21). Talídómíð skal því í meginreglu aðeins nota þegar annarra lyfja er ekki völ. Notkun við illkynja sjúkdónia Olson og samstarfsmenn hans birtu árið 1965 (31) grein þar sem skýrt var frá notkun talídómíðs gegn margs konar alvarlegum illkynja sjúkdómum í sam- tals 21 sjúklingi. f sjö tilvikum var talið að talídómíð gæti hafa haft einhverja verkun („subjective im- provement“). Það var í tveimur tilfellum (af fimm) af adenocarcinoma í nýra og í tveimur tilfellum (af tveimur) af mergæxli (multiple myeloma) auk þriggja annarra tilfella. Þrátt fyrir þennan fremur lélega árangur lögðu höfundarnir til að talídómíð yrði reynt frekar við illkynja sjúkdóma sem ónæmir væru fyrir annarri meðferð („It is suggested that further trial of this drug in tumors not sensitive to other agents, ..., is warranted"). Tæplega 40 árum eftir að þessi orð voru rituð er ljóst að talídómíð (eða talídómíðlík lyf) hafa fengið fastan sess við meðferð á mergæxlum ásamt öðrum lyfjum (dexametasón og fleiri). Sérstaka athygli vek- ur að talídómíð og dexametasón hafa reynst hafa marktæka samverkandi verkun (21,32-4). Mergæxli eru illkynja æxli sem eiga upphaf sitt í blóðmerg og langoftast á mörgunr stöðum í senn (þar af enska heitið „multiple nryeloma“). Sjúkdómurinn er illvíg- ur, svarar illa meðferð, veldur sársaukafullum bein- brotum og er ævinlega banvænn (15). í Bandaríkjun- um er talið að mergæxli valdi um 2% af öllum dauðs- föllum sem rakin eru til illkynja sjúkdóma. Ekki er endanlega vitað hver eða hverjar verkanir talídómíðs skipta meginmáli í lyfhrifum þess á mergæxli, þótt að framan hafi sérstaklega verið bent á verkun á IL-6 og á hefti- og viðloðunarprótein. Raunar gætu flestar eða allar verkanir talídómíðs átt hér hlut að máli eins og rétlilega hefur verið bent á (35). Á árinu 2002 voru veittar 19 undanþágur til innflutnings og notk- unar talídómíðs hér á landi. Voru 8 vegna notkunar við mergæxli, en hinar vegna notkunar við aðra ill- kynja sjúkdóma (36). Orðið hefur vart sérstakrar hjáverkunar eftir gjöf talídómíðs ásamt öðrum lyfjum við meðferð á merg- æxli. Er það aukin tíðni segamyndunar og blóðreks hjá þessum sjúklingum. Ástæða þessa er ekki Ijós (21). Talídómíð kann að hafa sértæka verkun á merg- æxli. Á hinn bóginn er alveg ljóst, svo sem áður er rakið, að talídómíð virkjar svarkerfið (ónæmiskerf- ið), og þar með drápsfrumur þess, í þeim mæli að það gæti auk annarra lyfhrifa talídómíðs skipt máli við meðferð á illkynja sjúkdómum yfirleitt (13). Þessi skoðun er sett á oddinn í nýlegri grein í vikuritinu Time (37) með vísan til orða bresks vísindamanns 844 Læknaulaðid 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.