Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EINKAREKSTUR LÆKNA dæmi þess að ég vísi fólki á spítalann ef ég get ekki gert það sem þarf að gera og af sömu ástæðu er vísað til mín sjúklingum frá spítalanum. En þetta er ekki formlegt samstarf heldur einungis á milli einstak- linga og því þyrfti að breyta. Ég á þó von á því að þetta komist í eðlilegt horf með tímanum.“ - En eruð þið ekki komin með vísi að einkarekn- um spítala? „Jú, það má alveg segja það. I raun og veru getum við haft sjúklinga hér yfir nótt. Ef þeir þurfa lengri innlögn verðum við þó að senda þá annað.“ - Hefur ekki orðið mikil breyting á því sem þið gerið hér? „Jú, við erum að gera núna ýmsar aðgerðir sem ekki var reynt að gera utan spítala þegar við byrj- uðum í Álftamýrinni árið 1997. Það hafa komið til ný tæki og efni sem gera aðgerðirnar auðveldari, auk þess sem verklagið breytist þannig að sjúklingar þurfa ekki að leggjast inn heldur geta farið heim fljótlega eftir að aðgerð lýkur. Með flutningunum hefur öll aðstaða til aðgerða stórbatnað þótt ekki hafi verið keypt mikið af nýjum tækjum. Hins vegar hefur öll umgjörðin breyst til hins betra, húsrýmið aukist og allar lagnir og þess háttar eftir ýtrustu kröf- um um gæði og öryggi. Möguleikar röntgenlækn- anna hafa einnig aukist verulega en þeir hafa bætt við sig tækjum, meðal annars nýju tölvusneiðmynda- tæki og nú er verið að setja upp eina rannsóknarstofu til viðbótar til venjulegra röntgenrannsókna.“ Miklir möguleikar Þótt húsnæðið sé mikið og rúmgott horfa aðstand- endur Orkuhússins til þess að geta aukið það enn meir. „Að vísu tókst okkur ekki að fá skemmurnar sem eru hér ofar í lóðinni en lóðinni fylgir mikill byggingarréttur svo hér er auðvelt að bæta við ef áhugi er fyrir hendi. Við höfum til dæmis rennt hýru auga til þess að nú stendur til að opna nýja heilsu- gæslustöð fyrir Voga- og Heimahverfið en hún gæti vel verið hér á lóðinni. Við erum að vísu 100 metra utan marka heilsugæslusvæðisins. Þótt ég hafi áðan rætt um kostina við sérhæfðar stöðvar þá geta mis- munandi stöðvar með ólíka sérhæfingu vel starfað undir sama þaki og átt gott samstarf." Magnús sér einnig fyrir sér að Orkuhúsið geti tekið að sér starfsþjálfun og kennslu læknanema og þeirra sem eru í framhaldsnámi. „Við höfum aðstöðu til þess að taka nemendur bæði í vinnu og kennslu og erum reyndar byrjaðir á því. Það hafa komið til okkar læknar í framhaldsnámi og fengið að vera hér, auk þess sem stúdentar úr læknadeildinni hafa komið í skoðunar- ferðir. Um þetta á þó eftir að semja og mér skilst að á vegum þar til bærra yfirvalda sé verið að skoða mögu- leikana sem felast í þátttöku sjálfstætt starfandi lækna í kennslu. Það eru því horfur á að litli ljóti andarunginn fái að vera með,“ segir Magnús Páll Albertsson bækl- unar- og handaskurðlæknir og brosir út í annað. Sex afsjö eigendum Röntgen Domus, frá vinstri: Eyþór Björgvinsson, Magnús Lúðvíksson, Þorkell Bjarnason, Birna Jónsdóttir, Jörgen Albrechtsen og Guðmund- urJ. Elíasson. Einar Steingrímsson varfarinn úr veislunni. Á neðri myndinni stendur Birna við nýja staframa röntgentœkið. Röntgen Domus 10 ára Nýtt stafrænt röntgentæki og útibú opnað í Mjódd Fyrir tíu árum stofnuðu fimm röntgenlæknar fyrirtækið Röntgen Domus Medica í samnefndu húsi við Egilsgötu. Þetta gerðist í kjölfar sam- einingar Landakotsspítala og Borgar- spítala en læknarnir höfðu starfað saman á þeim fyrrnefnda. Fyrirtækið hefur stækkað ört og á dögunum var afmælinu fagnað á veglegan hátt. I upphafi voru starfsmenn níu og höfðu til umráða eina röntgenstofu, tölvusneiðmyndatæki, ísótópastofu og ómsjá. Ári síðar var opnuð önnur röntgenstofa og í ársbyrjun 1996 var stigið stórt skref þegar segulómstofa komst í gagnið. Nú starfa hjá fyrir- tækinu sjö röntgenlæknar sem jafn- framt eru eigendur, 12 geislafræðing- ar og 17 aðrir starfsmenn. Að jafnaði eru gerðar þar um 200 rannsóknir á hverjum virkum degi. í tilefni af afmælinu var ákveðið að auka enn við umsvif fyrirtækisins og opna útibú í húsnæði Læknaseturs í Mjódd. Þar verður komið fyrir nýju tölvusneiðmyndatæki sem býður upp á nýja möguleika, svo sem kransæða- myndatökur án inngrips á borð við hjartaþræðingu. Einnig hefur verið keypt nýtt röntgentæki og því komið fyrir í Domus Medica. Þar er á ferð- inni algerlega stafrænt tæki og með tilkomu þess stígur fyrirtækið stórt skref til þess að kveðja röntgenfilm- una endanlega. Filmur sem hengdar eru á ljósa- skápa eru þungavara og taka mikið pláss í geymslum. Öll myndvinnsla og greining með nýju tækninni fer fram á tölvuskjá og verður hægt að lesa úr myndunum bæði í Domus og Mjódd, auk þess sem afrit vistast sjálfkrafa á báðum stöðum. Birna Jónsdóttir röntgenlæknir sýndi blaðamanni Læknablaðsins geymslu sem er um 120 m: að flatar- máli og geymir allar myndir sem tekn- ar hafa verið frá stofnun fyrirtækisins. í næsta herbergi er tölvustæða, tæpur fermetri að flatarmáli og metri að hæð, en í henni verður hægt að geyma allar röntgenmyndir sem teknar verða næsta áratuginn í þessu ágæta fyrir- tæki. Læknablaðið 2003/89 881
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.