Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR / GIGTARLYF óvirkjun (irreversible inhibition) á COX-1 samens- íminu sem nýtist sérlega vel til að óvirkja blóðflögur þar sem þær hafa ekki frumukjarna og geta því ekki endurnýjað ensímið (5). Blóðflögur hafa um 10 daga líftíma. Skammtar af aspiríni sem duga til virkrar blóðþynningar eru 100-falt minni en þeir sem þarf til verkja- eða bólgustillingar og er það mikilvægt vegna þess að aukaverkanir eru í beinu hlutfalli við skammta (5). Aspirín er því kjörlyf fyrir blóðþynn- ingu og hefur sannað gildi sitt í forvörnum á krans- æða- og heilaæðasjúkdómum (6). Önnur salílyf óvirkja COX-1 samensímið aðeins tímabundið (re- versible inhibition) og ná ekki að gefa fulla blóð- þynningu enda hafa þau ekki sannað gildi sitt í for- vörnum á storkusjúkdómum (7). Undantekning er naproxen 1 gr/dag sem er eina salílyfið sem slær alveg út framleiðslu á tromboxan A2 (8) og ein klínísk rannsókn bendir til að naproxen eitt salflyfja veiti nokkra vernd gegn kransæðastíflu (9). Aukaverkanir salílyfja Aukaverkanir eru margar og stafa fýrst og fremst af blokkun á COX-1 ensíminu sem kemur mest niður á starfsemi meltingarfæra, nýrna og blóðflagna. Hér að neðan verður gerð stutt úttekt á stöðu þessara mála. 1. Meltingarfæri Aukaverkanir geta komið fram í öllum meltingarvegi en mest mæðir þó á maganum vegna þess að þar verður þéttni lyfjanna mest og einnig vegna þess að sýrustig magans veldur því að lyfin hlaðast upp inni í frumum stuðlaþekjunnar og trufla orkubúskap. Aukaverkanirnar koma fram í mörgum myndum: Meltuónot (dyspepsi): Þeir sem hafa viðkvæman maga eða undirliggjandi bakflæði geta fengið versnun á einkennum, ennfremur almenn meltuónot og sumir fá niðurgang. Árlegt algengi þessara aukaverkana er um 30% (10,11) og það er athyglisvert að þær tengjast yfirleitt ekki sárum í maga (12) og er meingerð þeirra óljós. Einn þáttur í meingerðinni er sennilega aukið gegndræpi (permeabilitet) í mjógirni (8). Um 10-12% sjúklinga hætta gigtarlyfjameðferð vegna þess að meltingaróþægndin eru verri en gigtverkirnir (11,13). Sár í maga og skeifugörn, blœðingar og götun (per- foration): Sár greind með speglun koma hjá um 20% árlega (14) en flest þeirra valda engum einkennum og þau hafa aðallega þýðingu sem undirrót blæðinga og götunar sem kemur hjá um 1,7% (15). Blœðingar frá neðri hluta meltingarfœra koma hjá 0,9% árlega oftast frá fyrirliggjandi meinum eins og sepum, æxlum, æðaflækjum eða ristilpokum (16). Prengsli í mjógirni geta myndast og hafa þau verið kölluð Bjarnasons disease eftir Ingvari Bjarnasyni lækni sem fyrstur lýsti þessu ástandi (19). Þrengslin stafa oftast af þunnu bandvefsskæni sem myndast vegna ertingar frá salflyfjum. Dánartíðni er mismunandi milli landa en víða er hún 0,2% (15). í Bandaríkjunum er talað um hinn þögla faraldur en þar deyja jafnmargir af völdum gigtarlyfja einsog af völdum eyðni og hefur það ekki fengið mikla athygli (17). Samkvæmt íslenskri könn- un sem gerð var 1993 er áætlað að um 100 sjúklingar ieggist árlega á sjúkrahús vegna blæðinga eða götun- ar á sárum í maga eða skeifugörn vegna salflyfja og áætlað er að þau séu meðvirkandi þáttur í dauða 3-5 sjúklinga á ári hér á landi (18). 2. Nýru Það er vel þekkt að salflyf trufla saltútskilnað nýrna og geta valdið nýrnabilun, háþrýsting, bjúg á útlim- um og lungnabjúg hjá þeim sem hafa skerta hjarta- starfsemi. Þessar aukaverkanir koma mest fram hjá eldri sjúklingum og þeim sem eru á lyfjameðferð vegna háþrýstings. Blóðþrýstingur getur hækkað um 5-10 mm Hg, mest hjá þeim sem eru á piroxicam (20), indomethacin eða naproxen (21) en óveruleg hækk- un er af völdum lágskammta aspiríns og díclófenac (22). Blóðþrýstingslækkandi meðferð truflast mest hjá þeim sem eru á ACE-blokkum og beta blokkum en lítið hjá þeim sem eru á þvagræsilyfjum og æðaútvíkkandi lyfjum. Það er athyglisvert að virkni nifedipine er ekki trufluð af salflyfjum (23) og bendir það til að blóðþrýstingshækkunin ráðist ekki ein- göngu af hindrun á saltútskilnaði í nýrum heldur einnig af truflun á myndun æðaútvíkkandi prosta- glandína í æðaþeli. 3. Blóðflögur Salflyf hindra framleiðslu tromboxan A2 og upphefja þannig samloðun blóðflagna og gera þær óhæfar að stuðla að blóðstorknun. Þetta er slæm aukaverkun hjá þeim sem hafa sár eða meinsemdir í meltingar- vegi og gerir þá útsetta fyrir blæðingum. Þessi mynd af aukaverkunum salflyfja er ekki glæsileg og sýnir þörfina á að þróa öruggari lyf til bólgu- og verkjastillingar. Aukaverkanir coxíb-lyfja 1. Meltingarfæri Meltingaróþœgindi: Miðað við salflyf lækkar al- gengi meltuóþæginda um fjórðung (11). Sár í maga og skeifugörn, blœðingar og götun: Ár- leg tíðni lækkar um helming eða meir (16, 24-27) miðað við salflyf. Góðar heimildir eru til um 12 mán- aða árangur fyrir rófecoxíb en gögn fyrir celecoxíb umfram sex mánuði eru illtúlkanleg vegna brottfalls og fleiri þátta (28). Blœðingar frá neðri hluta meltingarfœra: Tíðni lækkar um helming (10) miðað við salflyf. Dánartíðni: Ekki eru til heimildir um dánartíðni. Læknablaðið 2003/89 851
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.