Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2003, Side 58

Læknablaðið - 15.11.2003, Side 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISOFBELDI Læknar og greining heimilisofbeldis Drífa Snædal Heimilisofbeldi er þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins og tilfinn- ingalegrar, félagslegrar og fjárhagslegrar bindingar. Sá sem beitir heimilisofbeldi getur verið maki, fyrr- verandi maki, foreldri, barn eða aðrir tengdir fórn- arlambinu fjölskylduböndum. Oftast er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í krafti lík- amlegra yfirburða og verður hér fjallað um ein- kenni þessa og hvað læknar geti gert ef grunur kviknar um slíkt ofbeldi. Birtingarmyndir og umfang Heimilisofbeldi getur birst í andlegri kúgun, ein- angrun, efnahagslegri stjórnun, hótunum og niður- lægingu. Líkamlegt ofbeldi er sú birtingarmynd sem er greinilegust en andlegt ofbeldi er erfiðast að merkja og jafnframt að vinna úr. Kynferðisleg mis- notkun, svo sem nauðganir eða kynferðisleg niður- læging, er einnig mjög oft hluti af heimilisofbeldi. I skýrslu sem unnin var að beiðni dómsmálaráð- herra árið 1996 kemur fram að 14% íslenskra kvenna hafa veríð beittar ofbeldi af núverandi eða fyrrverandi maka og 7% verið beittar mjög grófu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að tæp 9% aföllum ofbeldisáverkum skráðum það ár á slysavarðstofu voru af völdum einhvers fjölskyldumeðlims en konur voru þar í miklum meirihluta. Það ber að hafa í huga að þetta er samkvæmt frásögn kvenn- anna og gæti því verið vanmetið. Þar sem einangrun er ein tegund heimilisofbeld- is er opinber þjónusta, svo sem heilbrigðisþjónust- an, oft einn af fáum snertiflötum fórnarlambs við umheiminn. Það er því mikilvægt að heilbrigðis- starfsfólk þekki einkenni heimilisofbeldis og við- eigandi viðbrögð. Sömuleiðis að greina það sem fyrst því annars getur það þrengt verulega mögu- leika konunnar á raunhæfri aðstoð. Ef konan er meðhöndluð sem sjúklingur er hœtta á að hún fari sjálfað líta á sig sem slíkan og að rót vandans liggi í sjúkdómum hennar en ekki því að hún búi við of- beldi. Þar með er heilbrigðisstarfsfólk farið að styrkja þau skilaboð sem ofbeldismaðurinn sendir henni, það er að hún sé ekki „í lagi“ og þurfi að „læknast“. Höfundur er viðskiptafræð- ingur að mennt og starfar sem fræðslu- og kynningarstýra Samlaka um kvennaathvarf. Einkenni heimilisofbeldis Konur sem búa við heimilisofbeldi sækja marktækt meira til lækna vegna minni háttar veikinda og vandamála tengdu kynlífi en aðrar konur. Einnig leita konur í ofbeldissamböndum meira til lækna vegna barna sinna en gengur og gerist. Líkamleg einkenni konu í ofbeldissambandi geta verið: • Höfuðverkur • Svefntruflanir • Þreyta • Almennt slen • Ýmis stoðkerfaeinkenni • Meltingaróþægindi • Átröskun • Brjóstverkir Tíðar sýkingar í þvag- eða kynfærum geta einnig verið merki um kynferðislega misnotkun. Andleg einkenni birtast oft í: • Þunglyndi • Kvíða • Ótta • Spennu • Kynlífsvandamálum • Áráttuþráhyggjuhegðun • Áfengis- og lyfjamisnotkun • Sjáfsvfgstilraunum Oft er lítið samræmi milli lýsingar á líðan annars vegar og líkamlegs ástands hins vegar. Vegna þeirr- ar einangrunar sem oft er samfara heimilisofbeldi getur liðið einhver tími milli þess sem kona verður fyrir líkamlegu ofbeldi og hún leitar sér læknisað- stoðar. Ef ofangreind einkenni eiga við er fullt til- efni til að spyrja konu út í ástand á heimili. Spurningar iækna Þegar saga sjúklings er skráð og grunur leikur á of- beldi ber að hafa nokkur atriði í huga. Ofbeldis- maðurinn fylgir oft fórnarlambinu í læknisheim- sóknir og heimtar jafnvel að svara spurningum heil- brigðisstarfsfólks fyrir sjúklinginn. Ef slíkt er uppi á teningnum er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að ræða einslega við sjúkling. Það ber einnig að hafa í huga að ef nauðsynlegt reynist að túlka samtalið þá sé túlkurinn ekki í fjölskyldutengslum við sjúklinginn. Einnig skal sjúklingur upplýstur um trúnaðarsam- band við lækni og hvaða takmörkunum það er háð, þegar til dæmis grunur leikur á að börn búi við óvið- unandi aðstæður. Til að greina hvort um heimilisofbeldi er að ræða er lagt til að læknar spyrji eftirfarandi spurninga við grun um ofbeldi: • Hefur þér verið ýtt, hrint, þú slegin eða meidd með öðrum hætti síðastliðið ár. Ef svo er, hver gerði það? • Finnst þér þú vera örugg í hjónabandi þínu (ástarsambandi)? • Finnur þú til óöryggis gagnvart fyrrum maka? • Ertu hingað komin vegna áverka af völdum 882 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.