Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Erlend samskipti Jón Snædal Höfundur er varaformaður Læknafélags íslands. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Það parf ekki að skýra út fyrir læknum mikilvægi erlendrar samvinnu þegar höfð er í huga sú staðreynd að meginþorri þeirra sem útskrifast úr læknadeild fer utan til framhaldsþjálfunar og náms. Læknafélag ís- lands hefur margvísleg tengsl við erlend samtök lækna og þau tengsl þarf sífellt að endurskoða. A hvaða fundi á að senda fuiltrúa? Er hægt að fá lækna sem eru búsettir erlendis til að fara á fundi fyrir fé- lagið? Er hægt að nota netið í staðinn? Mikilvægt er að vakandi umfjöllun sé um samskiptin, hvernig þau eru útfærð og hvernig þau koma félagsmönnum til góða. Læknafélag íslands hefur regluleg og formleg samskipti við læknafélög annarra Norðurlanda (Nor- ræna læknaráðið), er aðili að sambandi Evrópskra læknafélaga (CPME) og aðili að alþjóðafélagi lækna (WMA). Auk þess skipar stjórn LÍ fulltrúa félagsins á fundi Evrópusambands sérfræðifélaga (UEMS), heimilislækna (UEMO) og unglækna (PGW) sam- kvæmt tilnefningum frá viðkomandi félögum hér á landi. Þessi listi er alls ekki tæmandi því einstaka nefndir félagsins eða félög lækna geta verið í erlendri samvinnu, svo sem Siðfræðinefnd og Læknablaðið, að ógleymdum fjölmörgum sérgreinafélögum. Er- lend samskipti LÍ eru því víðtæk og í seinni tíð hefur þeim verið vel sinnt með þátttöku í flestum fundurn þessara samtaka. Það hefur einnig orðið sú breyting að í stað þess að nýta sér lækna búsetta erlendis til fundarsetu í sparnaðarskyni hefur verið skipaður full- trúi frá íslandi sem sinnir hverju sambandi fyrir sig. Kostnaðurinn er þá eitthvað hærri, en á móti kemur að tengslin hérna heima eru nánari. Reynslan af ís- lenskum læknum erlendis hefur þó verið góð að því leyti að undantekningarlítið berast vandaðar skýrslur eftir fundi en þeir hafa eðlilega ekki þau tengsl heima sem þarf. Sérstök utanríkisnefnd hefur verið skipuð þar sem fulltrúar LÍ hjá erlendum samtökum hittast og ræða sameiginleg mál. Hugmyndin er einnig að nefndin skoði að hvaða leyti sömu mál eru til umfjöll- unar í mismunandi erlendum samböndum og hvernig þeim er best skilað lil íslenskra lækna. Það skilur þó okkur frá öðrum félögum að í flestum erlendum læknafélögum sinna læknar sem starfa á skrifstofum félaganna samskiptunum en hér er þessu skipt á sjálfboðaliða sem eru jafnan í fullu starfi sem læknar. Það verður seint metið í krónum og aurum hverju þetta skilar en óbeinn ávinningur er ótvíræður. Nefna má tvennt. Annað er það sem íslenskir fulltrúar fá áorkað erlendis og hitt er hvernig málefnin sem rædd eru skila sér til lækna á íslandi. Sem dæmi um verk- efni íslenskra lækna, fulltrúa Lí erlendis, má nefna að Katrín Fjeldsted er endurskoðandi (internal revisor) sambands evrópskra læknafélaganna, CPME, og hef- ur stjórnað verkefni innan nefndar sem skoðar ýmsar hliðar forvarna. Steinunn Jónsdóttir hefur verið for- maður nefndar innan heimilislæknasamtakanna, UEMO, sem sinnir forvörnum og undirritaður sem situr í stjórn WMA sem fulltrúi LÍ og norrænu lækna- félaganna er formaður siðfræðinefndar samtakanna. Meðal málefna sem eru „innflutt" í gegnum þessi samskipti má nefna þrjú sem hafa verið til umræðu innan erlendra læknasamtaka. Eitt er símenntun lækna sem nú er til sérstakrar úrvinnslu innan LÍ undir stjórn Arnórs Víkingssonar, fulltrúa okkar hjá UEMS, en innan þeirra samtaka er einmitt mikil um- ræða um þetta mál. Fyrir fáeinum misserunt lagði Norræna læknaráðið vinnu í sameiginlega ítarlega yfirlýsingu um símenntun og verður hana að finna á heimasíðu LÍ nú í haust. Annað málefni er öryggi sjúklinga sem formaður danska læknafélagsins flutti erindi um á síðasta aðalfundi okkar og síðar í haust á aðalfundi WMA og eru öryggismálin nú til sérstakrar skoðunar af hálfu stjórnar LÍ. Þriðja málefnið sem nefna má eru rafræn samskipti lækna og sjúklinga. CPME hefur verið unnið vandað álit á þessum nú- tímasamskiptaháttum og hefur Siðfræðiráði verið fengið það verkefni að skoða þetta mál í íslenskum veruleika. Það gerist sjaldnar að mál eigi upphaf sitt hér á landi og fái síðan umfjöllun erlendis en þar má helst nefna gagnagrunnsmálið. LÍ kynnti það á sínum tíma innan stjórnar Norræna læknaráðsins og síðar innan WMA. Samtökin unnu í þrjú ár að yfirlýsingu um sið- fræðileg álitamál við gerð og úrvinnslu gagnagrunna með heilbrigðisupplýsingum og var hún að lokum samþykkt á síðasta ári. Yfirlýsingin hefur miklu víð- ari skírskotun en grunnurinn sem rætt var um hér á landi en málefnið átti ótvírætt uppruna sinn á Islandi. Á næsta ári verða tveir fundir þessara erlendu læknasamtaka hér á landi. í maí ráðgerir UEMO að hafa vorfund sinn í Reykjavík en þegar þetta er skrif- að hefur það ekki verið staðfest. í júní verður Nor- ræna læknaráðið með fund á Akureyri sem stjórnir norrænu félaganna fimm sækja, eða alls um 70 manns. Erlend samskipti Læknafélags íslands og aðildar- félaga þess eru þannig blómleg og það er mat undir- ritaðs (sem ekki er alveg hlutlaus í málinu) að félagið sé bæði gefandi og þiggjandi í þeim samskiptum eins og vera ber. 868 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.