Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 7
RITSTJÚRNARGREINAR Vioxx® - víti til varnaðar? Pann 30. september síðastliðinn bárust þau óvenju- legu tíðindi að framleiðandi rófecoxfbs (Vioxx®), lyfjafyrirtækið Merck, Sharp & Dohme hafi tekið lyfið af markaði vegna nýrra upplýsinga um aukna áhættu af völdum blóðsegamyndunar, kransæðastíflu og heilablóðfalla. Rófecoxíb er í flokki sýkló-oxýgen- asa 2 hemla (coxíb) og var hið fyrsta þeirra á markaði. Þessi lyfjaflokkur kom fram fyrir fimm árum og fékk rófecoxíb markaðsleyfi á íslandi í mars árið 2000. Lyfið naut strax mikillar hylli hér á landi sem annars staðar, enda var gengið fram af krafti við markaðssetningu lyfsins. Söluverðmæti lyfjaflokksins hér á landi árið 2003 var rúmlega 250 milljónir. Hélt rófecoxíb nokk- uð öruggri forystu þótt celecoxíb (Celebra) hafi sótt á undanfarin tvö ár. Söluverðmæti lyfjaflokksins fyrstu sex mánuði ársins 2004 mun vera um 120 milljónir. íslenskir læknar, og reyndar sjúklingar líka, tóku því mjög vel við sér í þessu efni. Við vorum reyndar ekki ein á báti þar, en stóðurn mjög framarlega í flokki. Eins og öllum læknum er kunnugt byggðist mark- aðssetning coxíblyfjanna einkum á tvennu. Þau væru jafngóð eða betri gigtarlyf en eldri bólgueyðandi lyf og þau yllu marktækt færri aukaverkunum frá melt- ingarfærum, einkum maga og skeifugörn. Var þetta byggt á góðum rannsóknum. Fljótlega kom þó í ljós að bólgueyðandi áhrif voru síst betri en fyrri lyfja. Ennfremur komu fram vísbendingar um að notkun rófecoxíb tengdist áður óþekktri aukningu í tíðni kransæðastíflu væri það borið saman við naproxen (1). Ekki var Ijóst hvort þessa miklu aukningu á tíðni kransæðastíflna mætti rekja til rófecoxíbs beint eða hvort ástæðan væri að samanburðarlyfið naproxen hefði áhrif til hins gagnstæða vegna verkunar sinnar á blóðflögur. Fljótlega bættust ný coxíblyf í hópinn og hér á landi eru nú skráð fimm, þ.e. etoricoxíb (Arc- oxia), parecoxíb (Dinastat) og valdecoxíb (Bextra), auk þeirra sem fyrir voru, rófecoxíb og celecoxíb, en þau hafa í reynd einokað markaðinn hér. Lumiracox- íb hefur hins vegar ekki verið skráð á íslandi, en það er sértækasti sýkló-oxýgenasa 2 hemillinn sem nú er á markaði. Það lyf var rannsakað sérstaklega og borið saman við íbúprófen og naproxen í stórri framsýnni rannsókn á rúmlega 18000 sjúklingum (Therapeutic Arthritis Research and Gastrointestinal Event Trial (Target)). Rúmlega 18 þúsund sjúklingar tóku þátt í þessum rannsóknum og voru niðurstöðurnar birtar í Lancet síðsumars (2, 3) í stuttu máli leiddu þessar rannsóknir í ljós að kransæðastíflutíðni var hærri hjá þeim sem tóku lumiracoxíb miðað við þá sem tóku naproxen, en minni miðað við þá sem tóku íbúprófen, en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Þessar rannsóknir urðu tilefni til ritunar leiðara í Lancet (4). Þar var réttilega vakin athygli á því að nærfellt allir sjúklingar sem höfðu kransæðastíflu, heilablóðfall, höfðu undirgengist kransæðaaðgerð eða voru með hjartabilun, voru útilokaðir frá rann- sókninni. Þrátt fyrir það voru vísbendingar úr rann- sókninni mjög í þá veru sem áður hafði komið fram, að hætta á kransæðastíflu væri aukin, einkum þegar naproxen er notað til viðmiðunar og lágskammta- aspirín ekki gefið með. Ennfremur hafa komið fram áhrif rófecoxíb til hækkunar blóðþrýstings og ver- snandi hjartabilunar í minni rannsóknum (4). Enn- fremur hafa litlar rannsóknir leitt í ljós áhrif annarra coxíblyfja til aukningar á tíðni blóðsegasjúkdóma (4). Því lá það fyrir að sterkur grunur lék á að coxíblyf, einkum rófecoxíb, gætu aukið tíðni á hjarta- og æða- sjúkdómum. í TARGET-rannsókninni (2, 3) kom einnig fram að áhrif lumiracoxíbs á tíðni maga- og skeifugarnar- sára hjá sjúklingum sem tóku coxíblyfið var vissulega minni en þeirra sem ekki tóku það eins og komið hef- ur fram í flestum fyrri rannsóknum. Hins vegar var athyglisvert að hjá þeim fjórðungi sjúklinganna sem tóku lágskammta aspirín urðu jákvæð áhrif coxíb- lyfsins á sársjúkdóm ekki lengur marktæk (2). Því er nokkuð ljóst að hjá sjúklingum sem taka lágskammta- aspirín er mjög erfitt að réttlæta coxíbmeðferð, engin jákvæð áhrif eru á tíðni sársjúkdóms, en hætta á krans- æðasjúkdómi og aukaverkunum á lifur er til staðar. í sumar var ákveðið að hætta greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í coxíblyfjaflokknum, nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þau voru sett fram af Landlæknisembættinu og má finna á heimasíðu þess. Þar segir meðal annars: „Óvissar vís- bendingar eru um aukna tíðni einkenna hjá fólki með hjarta- og æðasjúkdóma sem tekur sýkló-oxýgenasa 2 hemla. Ástæða er til varkárni hjá slíkum einstak- lingum.“ Aðdragandinn að þessari ákvörðun hér á landi var nokkur og mætti mikilli andstöðu í fyrstu hjá ýmsum læknum og sjúklingasamtökum. Nú hefur það hins vegar gerst, eins og áður segir, að eitt þess- ara lyfja, rófecoxíb, var tekið af markaði. Ákvörð- unina tók lyfjafyrirtækið sjálft, ekki eftirlitsstofnanir. Ákvörðunin byggðist á áður óbirtum upplýsingum um mjög aukna hlutfallslega áhættu á hjarta- og æðavandamálum sem tengdust rófecoxíb. Upplýsing- arnar fengust úr framsýnni samanburðarrannsókn, Adenomatous Polyp Prevention on Vioxx, APP- ROVe Trial. Um það bil 2600 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni sem var ætlað að meta áhrif rófecoxíb til verndunar gegn endurkomu sepa í ristli. Sigurður Guðmundsson Höfundur er landlæknir. Læknablaðið 2004/90 735
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.