Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 22

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 22
FRÆÐIGREINAR / ÞROSKI FIMM ÁRA FYRIRBURA Table 1. Performance on the Weschler Preschool and Primary Scale of Intelligence - Revised (WPPSI-R). Mean Scores, Standard Deviation and Range for ELBW Children and Reference Group. ELBW Reference Group Mean (SD) Range Mean (SD) Range P Performance IQ 94.70 (15.85) 51-118 115.60 (12.42) 86-139 <0.001 Verbal IQ 92.78 (11.97) 65-122 102.91 (12.61) 66-131 <0.001 TotalIQ 93.59 (12.32) 66-114 110.00 (12.26) 77-137 <0.001 Object Assembly 9.88 (2.99) 3-18 12.95 (3.00) 7-19 <0.001 Geometric Design 8.06 (2.68) 1-14 12.05(2.56) 8-16 <0.001 Block Design 9.73 (3.03) 3-15 12.64 (2.18) 8-18 <0.001 Mazes 7.33 (2.91) 1-12 10.31 (2.18) 4-15 <0.001 Picture Completion 11.06 (3.32) 1-16 12.96 (1.98) 8-16 0.005 Information 8.91(2.85) 1-13 10.35 (2.25) 5-15 0.023 Comprehension 8.21 (2.84) 2-14 10.16 (2.73) 4-16 0.002 Arithmetic 8.58 (3.44) 1-16 11.62 (2.98) 3-17 <0.001 Vocabulary 9.18(2.38) 1-14 10.91 (2.79) 3-17 0.001 Similarities 8.24 (2.22) 2-15 9.44 (2.16) 5-15 0.014 IQ = Intelligence Quotient Table II. Performance on the Test of Language Development - 2Primary (T0LD-2P). Mean Scores, Standard Deviation and Range for the ELBW Children and Refere- nce Group. ELBW Reference Group Mean (SD) Range Mean (SD) Range P Spoken Language Quotient 93.68 (16.63) 56-117 101.73(15.67) 61-125 0.025 Listening Quotient 91.74 (17.44) 43-119 99.33(13.94) 61-138 0.046 Speaking Quotient 96.71 (14.84) 64-131 102.53(15.76) 69-130 0.053 Semantics Quotient 97.48 (13.26) 67-126 104.07 (13.10) 70-132 0.030 Syntax Quotient 92.84(15.89) 66-131 99.22 (15.82) 68-128 0.065 Phonology Quotient 96.35 (13.48) 58-117 101.02 (14.49) 69-128 0.080 Picture Vocabulary 8.78(2.27) 3-13 9.62 (2.31) 4-15 0.153 Oral Vocabulary 10.41(2.39) 6-15 11.64 (2.26) 7-17 0.023 Grammatic Under- standing 7.84 (2.83) 1-12 9.25 (2.78) 2-16 0.041 Sentence Imitation 8.87 (3.39) 2-18 9.40(2.99) 4-14 0.354 Grammatic Closure 10.19 (2.79) 6-17 11.31 (3.06) 6-18 0.077 Word Discrimin- ation 9.66(2.55) 4-13 10.62 (2.16) 4-14 0.074 Word Articulation 8.97 (2.33) 3-13 9.29 (2.65) 2-15 0.314 hjá hópunum tveimur. Lítill munur var á meðaltölum verklegs hluta og málhluta WPPSI-R hjá fyrirburum. Hins vegar var meðaltal verklega hlutans tæpum 13 stigum hærra en málhlutans hjá samanburðarhópn- um (p<0,001). Frammistaða samanburðarhópsins var betri á öllum heildarniðurstöðum en hjá börnum í bandaríska stöðlunarúrtakinu. Þrjú börn í fyrirbura- hópi voru athuguð með öðrum próftækjum sem hent- uðu betur þroska þeirra og fötlun (47-51). Reiknuð heildarframmistaða (þroskavísitala) þeirra var undir 50 að meðaltali sem gefur til kynna að frammistaða fyrirburanna sem hóps sé slakari en kemur fram í meðaltölum WPPSI-R. Ekki var marktækur mun- ur á frammistöðu fyrirbura og samanburðarbarna á TOLD-2P málþroskapróíi. Frammistaða fyrirbura var þó ívið slakari á öllum undirprófum og prófhlut- um (tafla II). Marktækur munur kom fram milli fyrirbura og samanburðarbarna á heildarskori og á þremur af fimm kvörðum MAP prófsins (p<0,001). Meðalheildarskor barna í fyrirburahópi var við 14. hundraðsröð en 45. hundraðsröð hjá samanburðarhópi. Dreifing var minni innan prófþátta og á heildarskori hjá fyrirburum og frammistaða þar með einsleitari (tafla III). Niðurstöður sýndu að 72% barna í fyrirburahópi og 11% í samanburðarhópi voru með heildarskor > einu staðalfráviki undir meðaltali. Niðurstöður FU fínhreyfimats sýndu marktækan mun á öllum atriðum matstækisins (p<0,001). Færni barna í fyrirburahópi samsvaraði meðalframmistöðu fjögurra ára og níu mánaða barna borið saman við meðalframmistöðu fimm ára og tíu mánaða barna í samanburðarhópi. Mestur munur kom fram við grip um skriffæri og skæri, og við að hneppa og hnýta. A CBCL spurningalista um atferli barna reyndust öll gildi hjá báðum hópum barnanna undir viðmið- unarmörkum fyrir alvarleg atferliseinkenni sem gefin eru upp fyrir matstækið. Marktækur munur (p<0,001) var hins vegar á milli hópanna tveggja á þremur þátt- um, fyrirburum í óhag: Athyglisbresti, að draga sig í hlé og við félagsleg samskipti. Meðalheildarskor sýndi einnig mun á hópunum (tafla IV). Meðalfylgni var milli frammistöðu á málhluta WPPSI-R og heildarniðurstöðu TOLD-2P (p<0,001) bæði hjá fyrirburum og samanburðarbörnum, og voru fylgnistuðlar 0,48 og 0,53 (64). Marktæk fylgni fannst hvorki milli málhluta WPPSI-R og MAP, né milli heildarniðurstöðu á TOLD-2P og MAP. Er það í samræmi við eiginleika MAP sem reynir lítið á mál- þroska. Meðalfylgni var milli verklegs hluta WPPSI- R og heildarniðurstöðu MAP (p<0,001) hjá fyrirbur- um og samanburðarbörnum, fylgnistuðlar voru 0,50 og 0,31 (64). Óvenju há d-gildi Cohens (65) fengust þegar heildarniðurstaða MAP, WPPSI-R og niðurstaða á verklegum hluta WPPSI-R hjá hópunum tveimur var borin saman, en það rennir stoðum undir klíníska marktækni niðurstaðna. d-gildi Cohens á niðurstöð- um CBCL listans gaf einnig til kynna klínískt mark- tækan mun (tafla V). Umræða Með aukinni lifun lítilla fyrirbura hafa æ fleiri rann- sóknir beinst að þroska þeirra og framtíðarhorfum. Niðurstöður sýna að því lengur sem fylgst er með heilsu og þroska lítilla fyrirbura, þeim mun fleiri börn greinast með frávik í þroska og aðlögun (3, 5, 750 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.