Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 27

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 27
FRÆÐIGREINAR / SEGULÖRVUN HEILA Anna L. Möller TAUGALÍFEÐLISFRÆÐINGUR Sigurjón B. Stefánsson SÉRFRÆÐINGUR í GEÐ- LÆKNINGUM OG KLÍNÍSKRI TAUGALÍFEÐLISFRÆÐI Taugarannsóknastofa tauga- lækningadeildar Landspítala Fossvogi. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Anna Möller, taugarannsókna- stofu Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími5434010, bréfasími: 5434814. annaltho@landspitali. is Lykilorð: segulörvun heila, barkar- og mœnu taugabrautir, örvunarástand heilabarkar, meðferð heilasjúkdóma. Segulörvun heila Yíirlitsgrein Ágrip Segulörvun heila í gegnum höfuðkúpu er notuð til rannsókna á miðtaugakerfi. Upphaflega var þessi að- ferð þróuð til að meta starfsemi og ástand hreyfitauga- brauta milli heila og mænu, en er nú einnig notuð til margvíslegra rannsókna á heilastarfsemi. Meta má hömlunar- og örvunarástand heilabarkar sem getur breyst vegna heilasjúkdóma og við lyfjagjöf. Með staðbundinni truflun á starfsemi taugafrumna eftir segulörvun hefur verið hægt að kanna tengsl milli heilasvæða og hugrænna ferla. í ljós hefur komið möguleg notkun segulörvunar í meðferð taugasjúk- dóma og geðraskana. Rannsóknir hvað þetta varðar hafa meðal annars beinst að flogaveiki, mænu- og hnykilhrörnun og djúpri geðlægð. Inngangur Raflífeðlisfræðilegar aðferðir skipa stóran sess í klín- tskri taugalífeðlisfræði (1) og er segulörvun heila í gegnum höfuðkúpu nýleg aðferð sem er notuð til að rannsaka starfsemi og ástand miðtaugakerfisins. Segulörvun heila var fyrst lýst 1985 (2) og byggist á meira en aldargömlu lögmáli Michael Faraday um að breyting á segulsviði framkalli rafstraum í leiðara. Tveir meginhlutar segulertisins eru rafspóla og þéttir. Péttirinn er hlaðinn upp í 3000 V og síðan afhlaðinn gegnum rafspóluna sem staðsett er yfir því svæði sem á að örva. Straumur fer um rafspóluna á 100 ps og við það myndast sterkt segulsvið (1,5-2 Tesla) sem minnkar hratt (35 kT/s) og kemst óhindrað í gegnum yfirborðsvefi. Segulsviðið spanar upp straum í heila eða mænu sem er svipaður og notaður er í rafertingu úttauga (15-20 mA/cm2). Örvunin er fyrst og fremst talin hafa áhrif á taugafrumur í ystu lögum heila- barkar, en óbein áhrif á taugafrumur dýpra í heila. Segulörvun er sársaukalaus. Fyrir daga segulörvunar hafði raförvun heila gegnum höfuðkúpu verið reynd á vakandi einstaklingum (3). Sú aðferð er sársauka- full og er því ekki lengur notuð. Tíðni seguláreita ræður talsverðu um áhrifin sem segulörvun hefur. Upphaflega var segulörvun með lágri tíðni notuð, þar sem gefnir eru stakir áreitis- púlsar með nokkurra sekúndna millibili. Slík segul- örvun er áhættulaus og án aukaverkanna og er henni mest beitt í klínískri taugalífeðlisfræði. Síðar var farið að gera rað-segulörvun, þá er röð tíðari áreita (tíðni >lHz) gefin reglulega í nokkurn tíma. Pessi aðferð ENGLISH SUMMARY Möller AL, Stefánsson SB Transcranial magnetic stimulation Læknablaðið 2004; 90: 755-8 Transcranial Magnetic Stimuiation (TMS) is a new non-invasive method to investigate the central nervous system. Initially it was used to assess the functional integrity of the pyramidal pathways but more recently various other aspects of brain function have been studied including cortical excitability. By localised inter- ference with brain function, it is possible to use TMS to assess the relationship between various brain regions and cognitive functions. The therapeutic effect of TMS has been explored in the treatment of neurological diseases and psychiatric disorders such as epilepsy, cerebellar ataxia and depressive illness. Key words; transcranial magnetic stimutation, corticospinat tracts, cortical exitabiiity, neurological treatment. Correspondence: Anna L. Möller, annaitho@iandspitati.is getur valdið aukaverkunum eins og höfuðverk og hefur í örfá skipti leitt til flogakasta. Settar hafa ver- ið öryggisreglur um notkun rað-segulörvunar og frá- bendingar tilgreindar (4). Ef öryggisreglum um styrk og tíðni áreita er fylgt er nánast engin hætta á auka- verkunum í kjölfar segulörvunar. Segulörvun heila var upphaflega þróuð til að rann- saka hreyfitaugabrautir miðtaugakerfisins hjá heil- brigðum og síðar einnig í klínískum tilgangi. Með segulörvun hefur komið í ljós að jafnvægi örvunar og hömlunar í heila getur breyst í sjúkdómum og við lyfjagjöf. Segulörvun getur haft áhrif á verkefnalausn og skynjun og hafa slíkar rannsóknir aukið þekkingu og skilning á hugrænni heilastarfsemi. Undanfarin ár hefur notkun segulörvunar í meðferð heila- og tauga- sjúkdóma verið könnuð. Á taugarannsóknastofu Land- spítala hefur segulörvun verið í þróun síðan 2001, en þá var keypt segulörvunartæki sem sýnt er á mynd 1. Taugaleiðsla í út- og miðtaugakerfi Taugarit er snar þáttur í taugalífeðlisfræðilegri skoð- un til að meta ástand hreyfi- og skyntauga í úttauga- kerfinu. Taug er ert með rafmagni á einum eða fleiri Læknablaðið 2004/90 755
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.