Læknablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 43
FRÆÐIGREINAR / HEILABILUN ALDRAÐRA
aðrar konur. Óljóst er af hverju meðalaldur kvenna
við vistun lækkaði ekki samfara aukinni heilabilun
eins og raunin er hjá körlum en erlendar rannsóknir
hafa sýnt að heilabilun flýtir fyrir vistun (23). Heild-
arstig við vistun hækkuðu samfara aukinni heilabilun
og kemur það ekki á óvart þar sem margir þættir vist-
unarmatsins tengjast vitrænni getu.
Karlar lifðu skemur eftir því sem heilabilun var
meiri við fyrsta vistunarmat og var sá munur á mörk-
unum að vera marktækur, p=0,06. Konur lifðu lengur
eftir því sem heilabilun var meiri við fyrsta mat. Fyrri
rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl heilabilunar við
skemmri lifun (20,22,24) en þetta samband sást ekki
hjá konum í þessari rannsókn. Það er þó ekki óeðli-
legt að þetta samband hafi ekki komið fram þar sem
þessi rannsókn er ekki heppileg til að athuga lifun
eftir greiningu heilabilunar. Til að mynda er ákveðin
valskekkja á hópnum en hann samanstendur af öllum
þeim sem undirgengust vistunarmat og eru mismun-
andi ástæður fyrir því hvenær aldraðir fá vistunarmat.
Mögulegt er að aldraðir sem voru taldir með enga
eða væga heilabilun hafi verið veikari við fyrsta mat
í hjúkrunarþörf en þeir öldruðu sem taldir voru með
heilabilun og lifðu því skemur. Ástæðan fyrir því að
þeir fengu vistunarmat voru því aðrar skerðingar en
vitræn. Einnig er greining heilabilunar á vistunarmati
ekki sú sama og hefðbundin læknisfræðileg greining
á heilabilun. Þessi heilabilunarrannsókn er því ekki
sambærileg við flestar aðrar rannsóknir á heilabilun
og verður að líta á allan samanburð í því ljósi.
Konur með enga eða væga heilabilun við fyrsta
vistunarmat lifðu skemur en konur með þó nokkra,
mikla eða afar mikla heilabilun. Munurinn skýrist að
mestu leyti af því að meðalaldur kvenna með enga
eða væga heilabilun er hærri við fyrsta mat eða 83,8 ±
0,5 ár en meðalaldurinn hjá konum með þó nokkra,
mikla eða afar mikla er 82,8 ± 0,4 ár. Konur lifa nokk-
uð lengur eftir fyrsta vistunarmat heldur en karlar og
má því álykta að þær séu líkamlega hraustari þegar
þær sækja fyrst um vistun á hjúkrunarheimili en karl-
ar. Skýringin á því að konur sækja fyrr um er líklega
sú að konurnar vantar stuðning til þess að geta verið
lengur heima. Bæði lifa karlar skemur en konur og
einnig eru þeir oftar eldri en eiginkonur sínar og hafa
því oftar stuðning eiginkonunnar heima. Til að jafna
þennan mun þyrftu konur í auknum mæli að finna sér
yngri maka!
Fyrirfram bjuggust höfundar við því að eftir því
sem heilabilun væri meiri og þar með heildarstig þá
myndi biðtími minnka. Hjá konum minnkar biðtím-
inn eftir því sem heilabilun er meiri en það er eðlileg
forgangsröðun. Hins vegar jókst biðtíminn hjá körlum
eftir því sem heilabilun var meiri. Eftir því sem heila-
bilun er meiri þá ætti þörf fyrir vistun að vera meiri
og biðtími hlutfallslega styttri. Mismunandi aðstæður
aðstandenda kunna að ráða nokkru um mismunandi
Tafla VIII. Spáþættir lifunar hjá konum skoðaðir eftir stigi heilabilunar.
Heilabilun Fjöldi Áhættu- stuðull Vikmörk p-gildi
Engin 339 Aldur við fyrsta mat 1,034 1,018 -1,051 < 0,001
- 339 Lyfjagjöf 1,053 1,005 -1,104 0,031
- 339 Líkamlegt heilsufar 1,036 0,995-1,079 0,088
- 339 Hæfni til að klæðast 0,954 0,903 -1,009 0,099
- 339 Stjórn á þvaglátum og hægðum 1,037 0,989 -1,087 0,136
Væg 296 Aldur við fyrsta mat 1,054 1,034 -1,063 < 0,001
296 Stjórn á þvaglátum og hægðum 0,940 0,885-0,998 0,042
296 Hæfni til að klæðast 1,059 0,999 -1,123 0,053
- 296 Hreyfigeta 1,059 0,990 -1,132 0,095
Þó nokkur 438 Aldur við fyrsta mat 1,042 1,025 -1,059 < 0,001
- 438 Hreyflgeta 1,058 1,011 -1,107 0,016
- 438 Hæfni til að klæðast 1,053 1,004 -1,104 0,032
Mikil eða afar mikil 326 Aldur við fyrsta mat 1,040 1,022 -1,059 < 0,001
- 326 Hreyflgeta 1,062 1,020 -1,105 0,003
- 326 Hæfni til að matast 1,062 0,998-1,129 0,056
Tafla IX. Skipting heilabilaðra á hjúkrunarheimili
Stig heila- 0 3 5 7 10 5, 7 eða 10 Meöalstig fyrir
bílunar heilabilun
Hjúkrunarheimili
1 13% 23% 33% 26% 6% 64% 4,7 ± 2,6
2 15% 21% 38% 20% 6% 64% 4,5 ±2,6
3 22% 19% 28% 26% 5% 59% 4,3 ± 2,8
4 22% 19% 31% 23% 5% 59% 4,2 ± 2,8
5 19% 22% 33% 22% 4% 58% 4,2 ±2,6
6 18% 24% 33% 23% 2% 58% 4,2 ±2,5
7 20% 25% 32% 20% 3% 55% 4,1 ± 2,6
8 23% 27% 27% 20% 4% 51% 3,9 ±2,7
9 23% 24% 32% 19% 2% 53% 3,9 ± 2,6
10 31% 25% 17% 17% 11% 44% 3,8 ±3,3
11 27% 23% 29% 17% 5% 51% 3,8 ± 2,8
Meöaltal 21% 23% 31% 21% 5% 57% 4,2 ± 2,7
Tafla IX sýnir hversu stórt hlutfall vistaðra er á hvaöa stigi heilabilunar við vistun. Hverju hjúkrunarheimili á
Höfuóborgarsvasðinu úthlutaö númeri í stað nafns hjúkrunarheimilisins. Þau hjúkrunarheimili sem vistuóu fasrri
en 90 manns á tímabilinu voru skoðuð saman og fengu úthlutaö númerinu 2.
biðtíma, svo sem lengri líftími kvenna sem þar af leið-
andi eru oftar í stuðningshlutverki en karlar. Hjúkr-
unarheimilin ættu að taka til athugunar að auka for-
gang karla með mikla heilabilun því erfitt er að sinna
mikið heilabiluðum einstaklingum heima. Jafnframt
eru þessir einstaklingar oftar með hærri stig í öðrum
þáttum vistunarmatsins sem ætti enn fremur að auka
á forgang þeirra.
Óljóst er af hverju karlar með væga heilabilun vist-
ast hlutfallslega oftar en aðrir karlar. Hluti af skýring-
unni kann að vera sú að karlar með væga heilabilun
eru líklegri til að lifa fyrsta árið eftir vistunarmat og
eru því auknar líkur á því að þeir nái að vistast þar
Læknablaðið 2004/90 771