Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 60

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁRSFUNDUR WMA Formaðurinn ræddi við Japanskeisara Rætt við Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóra LÍ um ársfund Alþjóðafélags lækna Gunnar Ármannsson fram- kvœmdasljóri LÍ í lokahófi fundarins. Glöggt er gests augað er gjarnan haft á orði. Gunn- ar Ármannsson sat á dögunum ársfund hjá Alþjóða- félagi lækna. Læknablaðið fýsti að vita hvernig þessi virðulega samkoma hefði komið framkvæmdastjóra LÍ fyrir sjónir. - Hún kom mér þannig fyrir sjónir að þarna væri saman kominn stór hópur sem hefði mikinn metnað fyrir hönd lækna og væri áhugasamur um allt sem snerti lækna og raunar mannlífið allt. Þessi hópur ber hag sjúklinga mjög fyrir brjósti en þó eru greinilega mismunandi áherslur milli heimssvæða sem eðlilegt er í svona stórum hópi frá jafnólíkum stöðum. Fólk er frá ýmsum málsvæðum og það er túlkað á milli margra tungumála og ég verð að viðurkenna að það gat verið erfitt að fylgjast með því sem þýtt var jafnóðum úr japönsku og yfir á ensku þar sem stundum fannst manni þýðingin ganga hægar en svo að allt hefði skil- að sér, sagði Gunnar. Aðild að WM A eiga yfir 80 lönd og langflest þeirra áttu fulltrúa á fundinum. - Ætli það hafi ekki verið um eða yfir 300 fulltrúar á fundunum og þegar haldn- ar voru samkomur þar sem allt fylgdarlið var með fór fjöldinn upp fyrir 500 manns. Samskipti lækna og fyrirtækja Á ársfundi Alþjóðafélags lækna (WMA) voru samþykktar leiðbeiningar samtak- anna um samskipti lækna og allra fyrir- tækja sem hagsmuna eiga að gæta í heil- brigðiskerfinu. í yfirlýsingunni er því slegið föstu að fyrirtækin styðji við bakið á rannsókn- um, vísindaþingum og kennslu í læknis- fræði sem gagnist jafnt sjúklingum sem heilbrigðisþjónustunni. Fyrirtækin leggja líka fram sinn skerf til framþróunar lyfja og nýrra meðferða. Hins vegar sé hætta á hagsmunaárekstrum ef fjárhagslegir þætt- ir hafa áhrif á hlutlægni lækna. „Ekki er þó ráðlegt að banna öll sam- skipti lækna og fyrirtækja heldur er nær að setja um þau reglur og leiðbeiningar," segir í yfirlýsingunni. Síðan fylgja leið- beiningar sem varða fjögur atriði: vísinda- ráðstefnur, gjafir, rannsóknir og hlutdeild lækna í fyrirtækjum. Um styrkveitingar til vísindaþinga seg- ir að áður en læknir þiggur slíkt boð þurfi hann að ganga úr skugga um að eftirtöld- um skilyrðum sé fullnægt: - að megintilgangur þingsins sé skipti á faglegum og vísindalegum upplýs- ingum; - að viðurgjörningur á slíkum þingum sé aukaatriði og komi klárlega á eft- ir upplýsingagildinu; - að nafn fyrirtækis sem veitir fjár- hagslegan stuðning við þinghaldið sé birt opinberlega; og - að kynning lækna á efnivið sínum sé vísindalega rétt, veiti hlutlæga mynd af hugsanlegum meðferðarkostum og að málflutningurinn sé ekki lit- aður af hagsmunum kostenda. Um gjafir segir að læknar skuli ekki taka við þeim frá fyrirtækjum nema það sé í samræmi við lög og stefnu læknasamtak- anna og að gjöfin hafi einungis táknrænt gildi, sé ekki í formi reiðufjár eða hafi í för með sér kvöð um að þiggjandinn ávísi tiltekin lyf, noti tiltekin tæki eða efni eða vísi sjúklingum á ákveðnar stofnanir. Urn styrki til rannsókna segir í yfirlýs- ingunni að læknar megi ekki setja sig í þá stöðu að þeir verði fyrir þrýstingi sem hafi áhrif á niðurstöður rannsókna. birt- ingu þeirra eða að þeir birti ekki tilteknar niðurstöður. Þegar niðurstöður eru birtar þurfi að skýra frá því hverjir studdu rann- sóknina. Um hlutdeild lœkna í fyrirtcekjum segir að þeir skuli þá aðeins eignast hluti í fyrir- tækjum að ljóst sé að það hafi ekki áhrif á hlutlægni þeirra, stangist ekki á við skyld- ur þeirra gagnvart sjúklingum og að hlut- deildin sé öllum kunn. 788 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.