Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 65

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKRÁNING SÉRLYFJA 30. 'JnjenEmpifieuT, Q3rucffriíDfr/Ocii!ií>, Ot>acffaívereflerb<nt3í'0öl# ío&erc / iOínnö <U<r Omnö< ma.i (jolöf fjfinmflií cHfr offcndið $al noglf ðff 25«ff/ rnfcn Drc fr (Implicia fUcr compofita, Oleiteter, Theriac fllfr þoað Dlaffil bc (jaffac (m\)I fomþcní)«fr :íl Xpofrcfft •, ?0ffn# öcrforn no<jfn ftnbií ntcD fltgc ^Qard Materialier oc Mcdícamentrr fom forbnöff rr/fFuHf famntf 33arf rcrrf for* briif / oc DfrforuDfn ðifFtn' (Sf -OunbrföfOíiröalfr fil Sfr.tff/ þ»or ubaff bfn frfbif ‘Parf til Orf ffal íín-f forfalbfn/b*n antcntrfbif «parrfíl •Vorjjfmfíifrf ocOvaaö pad bft 0ffb fom faabanf bfpnbtí/ oc ben ircbfc <parf tií Típofccfcrcn bfr fam- mfflfbí / paa bct atbcnfarlitj octtabíliq 'XiíitjbrtiiJ ar ftlgc Mcdicamenter fanb afffFatfitf íltibiubcocbcfalcSi^orií ?ínipfma?nb/ Prwfidenter, ^orcjcntf- (Ifrf oc ðCaab/ 5°3l,ír rtlI{ rtl,ör< |om paa íibrc 93c«jnf fjafft'í r at giorf of labf / filDoríltj ^iibfccnbc af (>a|f»f/ af aHc oc ffitl)t’cr filí)0lbíf ft<j Í)fr cfccr ^ÍHrrunbfr- bani.jfi ofrcfff pc forftolbf/ faa at ínjcn Sorl'inDrinj í;cr intob ftffr font forffrfff* Pft (Taar unbfr 0traff fom ocbber /jtiorctffcr atlf oc fn f)t?cr 3)fbfommfnbc fl<j (JUfruitbfrbanijil Itatfofr af rcfff. Íabfnbií bff injfiiluntc. ©ijfpff paa 23örf0lof jtiebfnþaffnbcn 4. Decembr: AnnoiÍ7i. ‘Snbcr'Sort^iðncf £j)ví|fi<w. Mynd 2. Lokagreinarnar í tilskipun Kristjáns V. fjalla meðal annars um skil milli lœkna og lyfsala og niðurlags- greininni lýkur, eins og vera ber, svo: „ Giffvel paa Vort Slot Kiöbenhaffn den 4. December: Anno 1672“ (tekið eftir Medicianlhistoriske dokumenter til belysning aflœgevœs- enets og pharmaciens udvikling i Danmark 1 (gefið út afH. Lundbeck & Co., Kaupmannahöfn, MCMXL)). prófessorinn í lyfjafræði og dósentinn í lyfjafræði lyfsala eiga fasta setu í lyfjaskrárnefnd sem gera átti tillögur um framkvæmd laganna og er undan- fari lyfjanefndar samkvæmt núgildandi lyfjalögum. í nefndinni áttu einnig sæti lyfsali, starfandi lyfjafræð- ingur og starfandi læknir. Sigurður landlæknir vildi gera Kristin að formanni nefndarinnar, en það mátti Bjarni Benediktsson (1908-1970), dóms- og kirkju- málaráðherra, sem einnig fór með heilbrigðismál, ekki heyra nefnt. Skildist mér að þeir Bjarni og Krist- inn væru á öndverðum meiði í fiestu, en væru þó eins konar fjandvinir. Var raunar verið að leita að öðrum manni til þess að gegna formennsku í nefndinni þegar mig bar að garði hér. Liðið var sem sagt höfuðlaust og undirbúningur að framkvæmd laganna eftir því. Var kominn vetur og ég farinn utan aftur áður en menn gátu sæst á mann í formannsstarfið. Var það Sigurður Ólafsson (1916-1993), lyfsali. Einhvern tíma um sumarið var ég á ferð með Ivari Daníelssyni og litum við þá inn í Reykjavíkur apótek. Kynnti hann mig fyrir Sigurði Ólafssyni, lyfsala. Mun ívar þá hafa vitað að Sigurður gæti orðið formaður lyfjaskrárnefndar og sagði við mig að þessum manni ætti ég eftir að kynnast betur. Urðu þetta orð mjög að sönnu. Kristinn Stefánsson fékk mér tímabundið sæti við skrifborð sitt í Rannsóknastofu í lyfjafræði á 1. hæð að austanverðu í norðurálmu aðalbyggingar Háskóla íslands. Ég átti síðar eftir að sitja við þetta skrifborð í full 20 ár og sama góða skrifborðsstólinn notaði ég síðar samfleytt í áratugi, eða fram á árið 2004. Mitt fyrsta verk var að lesa lyfsölulög vandlega. Því næst tók ég mér til fyrirmyndar danskt umsóknar- eyðublað um skráningu sérlyfja. Lá ég lengi yfir því og vélritaði það (á eigin ritvél) í ýmsum útgáfum. Ræddi það svo við Kristin og fékk landlækni ef ég man rétt. Þetta eyðublað var svo síðar prentað og var notað á annan tug ára lítið eða ekkert breytt. Þá skrifaði ég hjá mér allnokkur atriði um setningu reglugerða sem setja þyrfti vegna framkvæmdar laganna. Á endanum þraut það verkefni og taldi ég mér ekki fært að vinna meira í þessu. Um öll lög gildir að oft reynir meira á galla þeirra en kosti. Svo fór raunar um lyfsölulög. Einn helsti gallinn á lögunum var sá að skilgreiningar, til dæmis á lyfjum og þar meðtöldum sérlyfjum, voru ekki nægjanlega skýrar, og lagaákvæðin voru í heild of stíf, sérstaklega með tilliti til þess að þetta voru eiginlega fyrstu lögin um lyf í landinu. Þá voru lögin of ósamstæð þar eð mörgu og oft smásmyglislegu ægði saman. Loks voru lögin ekki nægjanlega aðlöguð íslenskum aðstæðum. Lögin höfðu verið samin eftir góðri og gildri danskri fyrirmynd frá 1954, en sá lagatexti hafði verið færður um of hrátt í íslenskan búning rétt eins og haldið væri að það sem gilti í Danmörku anno 1963 væri jafngott hér á landi þá og átti við á 18. öld um tilskipun Kristjáns konungs V. frá 1672! Eftir stendur samt ótvírætt fast að lögin brutu blað í sögu heilbrigðismála á Islandi þar eð þau gerðu ráð fyrir að lyf skyldu vera virk og hafa sannað eða líklegt notagildi við lækningar auk margra annarra skilyrða, svo sem að lyf væru skráningarskyld. Mynd 3. Dr. med. Sigurður Sigurðsson (1903-1986) við gegnumlýsingu (myndin er líklega tekin 1939). Sigurður var berklayfir- lœknir í áratugi (1935-1973) og gegndi því starfi öll síðari starfsár sín lengstum ásamt embœtti landlœknis (1960-1972). Nafn Sigurðar er órjúfanlega tengt baráttu gegn berklum og doktorsrit hans (1951) er um berkla á íslandi. Það var mest Sigurði að þakka að end- anlega tókst að setja lög um lyfá íslandi og ekki væri frá þeim hvikað (mynd í eigu hjónanna Sigrúnar E. Sigurðardóttur og Páls G. Ásmundssonar). Eftirritunarskyld lyf og lyfjamál tannlækna Ég kunni illa við að sitja iðjulaus þegar ekki var meira að vinna vegna framkvæmdar lyfsölulaga Læknablaðið 2004/90 793

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.