Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 71

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNING / FÉLAGSSTARF Arni Björnsson læknir Fæddur 14. júní 1923 - Dáinn 24. október 2004 Árni Björnsson læknir var um margt sérstakur mað- ur. Hann var brautryðjandi nútímalýtalækninga hér á landi, eða skapnaðarlækninga eins þá voru kallaðar. Árni var skynsamur, hugaður og laginn skurðlæknir. Vann hann margt læknisverkið á slösuðum sjúkling- um og á börnum og fullorðnum með meðfædd lýti, þannig að ekki þarf að hafa um þau mörg orð. Þau munu bera hróður hans. Ámi var óbrotinn alþýðumaður og aristókrat, list- elskur húmanisti og róttækur umbótamaður, fullur mannúðar en kröfuharður til sjálfs sín og annarra. Hæfði þetta allt vel því lífsstarfi sem hann kaus sér. Ami var glæsilegur maður á velli, hafði einhverja sérstaka og dulúðuga útgeislun sem bar með sér virðingu er gerði hann fyrirhafnarlaust að fyrirmynd yngri lækna. Árni tók mikinn þátt í félagsmálum lækna, var skoðanafastur og harður í horn að taka, ef nauðsyn bar til. Hann brá oft orðsins brandi og fór vel með, var rökfastur, óvæginn og stundum meinfyndinn. Hann gerði sig aldrei sekan um þann glæp að vera leiðinlegur á prenti. Þessir góðu eiginleikar Árna komu vel fram þegar hann var löngu hættur störfum, en taldi sér skylt að taka þátt í umræðunni um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Mátti öllum ljóst vera að þar fóru saman geisl- andi fjör og baráttugleði, frelsi andans og skapandi hugsun, öllum óháð nema sannfæringunni um það sem hún taldi rétt og satt. Ég vil leyfa mér fyrir hönd íslenskra lækna að senda eftirlifandi eiginkonu Árna, börnum þeirra og öðrum ástvinum samúðarkveðjur með þökkum fyrir góðan dreng. Sigurbjörn Sveinsson Stofnfrumurannsóknir komnar á þing Læknablaðið hefur á undanförnum misserum fjall- að nokkuð um stofnfrumurannsóknir enda eru þær ofarlega á baugi meðal vísinda- og stjórnmálamanna beggja vegna Atlantshafsins. Hér á landi hefur ríkt þögn meðal síðarnefnda hópsins en nú hefur hún verið rofin. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður hefur ásamt fjórum öðrum þingmönnum Samfylk- ingarinnar lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd „sem geri úttekt á kostum þess og göllum út frá læknisfræðilegu, siðfræðilegu og trúar- legu sjónarmiði að heimila nýtingu stofnfrumna úr fósturvísum manna til rannsókna og lækninga á al- varlegum sjúkdómum". Ekki er ljóst hvenær þessi tillaga kemur til umræðu í þinginu en óneitanlega verður forvitnilegt að fylgjast með því hver viðbrögð þingmanna verða við henni. Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Frá Félagi kvenna í læknastétt á íslandi 14. október sl. héldu Félag kvenna í læknastétt á íslandi, Félag kvenna í lög- mennsku og Kvennadeild verkfræðinga- félagsins sameiginlegan fund. Fyrirlesari var Þórdís Sigurðardóttir framkvæmda- stjóri stjórnendaskóla HR og nefndi hún erindi sitt „Tengslanet - hver er tilgangur- inn?“. Rúmlega 60 konur mættu. Eindreg- in tilmæli komu fram um að þessir hópar myndu hittast að minnsta kosti einu sinni á ári. Var samþykkt að stefna að því að hittast aftur næsta haust og halda fund með svipuðu sniði. Aðalfundur félagsins verður haldinn 17. nóvember og hefst kl. 19.00. Aðalfund- arstörf, hátíðarkvöldverður á vægu verði og gestafyrirlestur eins og áður. Nánari dagskrá verður send út síðar og einnig mun skrifstofa læknafélaganna gefa frek- ari upplýsingar vikuna áður. Takið kvöld- ið frá og skráið ykkur á skrifstofunni. Þá vil ég minna konur á að ganga frá greiðslu árgjalda til félagsins svo hægt verði að ganga frá félagaskrá fyrir aðalfund. Margrét Georgsdóttir formaður Læknablaðið 2004/90 799

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.