Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 75

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 171 Near syncope í síðasta pistli kom fram að íðorðasafn lækna tilgrein- ir íslensku þýðingarnar yfirlið, ómegin, aðsvif og öngvit fyrir fræðiheitið syncope. Á ensku er fyrirbærið einnig nefnt faint, en það þýðir Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs með íslensku orðunum aðsvifi yfirlið, ómegin, óvit. Mörg skemmtileg dæmi um notkun þessara orða má finna í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: „Oft fá þeir aðsvifi sem liggja í kofanum og líður jafnvel yfir þá.“ „Pað heitir öngvit eða aðsvifi þegar maður missir snögglega mátt sinn og að nokkru eða öllu leyti meðvitundveikindi þegar hreyfing og tilfinning hœtta: ómegin.“ „Aðsvif merkir stundum, og sérílagi sama og aungvit eður ómegin.“ mamma [...] féll í ómegin, en Tobba í yfirlið.“ Þessi og fleiri dæmi gefa undirrituðum tilefni til að álykta að orðin yfirlið, öngvit og óvit séu réttilega notuð um líkamlegt ástand sem einkennist af meðvitundarleysi, en að orðin aðsvif og ómegin séu betur notuð um ástand sem einkennist af kraftleysi eða máttleysi án fullkomins meðvitundarleysis. Þar með er kominn fram stuðningur við tillögu Magnúsar Karls um að þýða heitið syncope með íslenska orðinu yfirlið og heitið near-syncope með íslenska orðinu aðsvif. Önnur en síðri heiti, sem rak á fjörurnar, eru aðsvifakast og yfirliðakennd. Gaman væri að heyra af skoðunum annarra lækna á þessu. Blóðgjöf Alma Möller, svæfingarlæknir, sendi tölvupóst og sagðist vera að „vandræðast" með heitið transfusion. íðorðasafn lækna gefur einungis upp þýðinguna blóð- gjöf og Ölmu hafði komið í huga að það orð ætti bet- ur við um þá athöfn að gefa blóð í blóðbanka. í íslenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar frá 1954 eru tilgreind heitin blóðgjöf, blóðfærsla og blóðveita, en væntanlega hafa þau síð- arnefndu ekki náð neinni útbreiðslu. Latneska for- skeytið trans- merkir gegnum, yfir eða hinum megin. Síðari hlutinn er sagður dreginn af latnesku sögninni fundere, sem táknar að hella, útheila eða láta streyma. Upphaflega merkingin var því sú að hella vökva úr einu íláti í annað. Nafnorðið transfusion var síðan tekið upp sem sértækt heiti í læknisfræði, um það að gefa einum einstaklingi blóð úr öðrum. Undirritaður þykist reyndar muna það rétt að sumir af kennurun- um í læknadeild Háskóla íslands fyrir 40 árum hafi Iagt á það ríka áherslu að blóðgjöf væri hemotrans- fusion. í gömlum læknisfræðiorðabókum má einnig finna heitin direct transfusion, sem á við þegar blóð er látið renna um slöngu beint frá blóðgjafa til blóðþega, og indirect transfusion, sem á við þegar blóðið er fyrst tekið í sérstakt ílát og meðhöndlað á viðeigandi hátt, áður en það er gefið öðrum. Undirritaður svaraði Ölmu að bragði á þann veg að blóðgjöf væri hið hefðbundna íslenska heiti fyrir hemo- transfusion, og að litlu skipti þó það væri einnig notað um það sem á nútíma ensku nefnist blood donation. Sýklasótt Alma spurði einnig um heitið sepsis, en það er notað um sjúklegt ástand sem stafar af almennum viðbrögð- um sjúklings við sýkingu. Hún sagði að sér líkaði ekki íslenska þýðingin blóðeitrun. íðorðasafn lækna birt- ir heitið graftarsótt. Undirritaður minnti á að hann hefði tekið þetta og skyld heiti til ítarlegrar umfjöl- lunar í íðorðapistlum 62-64 (Læknablaðið 2001; 81: 186, 256, 355) og þar lagt til að sepsis nefndist sýkla- sótt á íslensku. Endurflæðiáverki Gísli Sigurðsson, prófessor, greip undirritaðan á förnum vegi til umræðu um heitið reperfusion in- jury. Það mun vera svo að blóðflæði um vef, sem orðið hefur fyrir blóðþurrð af völdum sjúkdóms eða læknisaðgerðar, getur valdið frumuskemmdum. Heiti á þessu fyrirbæri finnst ekki í íðorðasafninu, en per- fusion er gegnflæði og injury er tilgreint sem sködd- un eða meiðsl, og gjarnan nefnt skemmd eða áverki í daglegu tali lækna. Undirritaður setti því saman heit- ið endurflæðiáverki. Gaman væri að heyra álit þeirra lækna sem við það vandamál fást. Margliða - fjölliða Páll Torfi Önundarson, blóðsjúkdómalæknir, óskaði eftir íslensku heiti á fyrirbærið multimer, en það er efnasamband þar sem hver sameind er gerð úr mörg- um smærri einingum (monomers), sem allar eru eins. Undirritaður lagði til að multimer nefndist margliða til samræmis við polymer, sem fengið hefur íslenska heitið fjölliða. Gert er þá ráð fyrir að multimer sé annað en polymer og að slíkrar aðgreiningar sé þörf. íðorðsafn lækna á netinu íðorðasafn lækna hefur um talsvert skeið verið að- gengilegt á netinu. Það er eitt af mörgum íðorðasöfn- um sem hýst eru hjá íslenskri málstöð www.ismal. hi.is Engu að síður virðist mörgum læknum ekki kunnugt um þessa leið til að fletta upp í safninu. Nýlega var því settur upp sérstakur tengill fyrir íðorðasafn lækna á vefsíðu Læknablaðsins www. laeknabladid.is/tenglar Tengil þennan má finna undir fyrirsögninni: Bókasöfn/Bóksala/Uppflettiskrár. Um leið má minna á að pistlasafn undirritaðs, íðorðapistl- ar Læknablaðsins 1-130, sem gefið var út árið 2001, er einnig finnanlegt á vefsíðu Læknablaðsins og kemur í ljós undir fyrirsögninni Fylgirit. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2004/90 803
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.