Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Síða 44

Læknablaðið - 15.04.2005, Síða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ í takt við tímann Breytt landsiag heilbrigðis á íslandi Ófeigur T. Þorgeirsson Höfundur er meöstjómandi í stjórn LÍ. I pistlunum Af sjúnarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LI sínar eigin skoöanir en ekki félagsins. Tímarnir breytast og mennirnir með. Á Vestur- löndum er ofgnótt, of lítil hreyfing og offita að verða regla fremur en undantekning. Flestir eru sammála unr að breyttur lífsstíll sé ein nreginrót hins æ algenga efnaskiptakvilla eða insúlínvið- náms. Birtingarform efnaskiptakvilla er mismun- andi eftir einstaklingunr en samanstendur af há- þrýstingi („essential"), sykuróþoli/fullorðins-syk- ursýki, samsetningarvillu blóðfitu með lágu HDL/ háum þríglyseríðum („dyslipidemia"), æðakölkun (gjarnan smáæðasjúkdómi), aukinni tilhneigingu til segamyndunar, bólgusvörun í æðaþeli og hækk- un á bólgumiðlum, próteinmigu, offitu, gáttatifi, þykknun á vinstri slegli nreð fylliskerðingu og nrörgu fleiru. Þegar þessi kokteill er svo blandaður með reykingum, slitgigt og depurð flækjast málin enn frekar. Einkenni efnaskiptakvilla koma seint fram, eða einum til tveimur áratugunr eftir að líf- efnafræðileg nrerki kvillans greinast fyrst (1). Allt að helmingur landsmanna má búast við að fá kvill- ann en í mismiklum rnæli þó. Sem dæmi um þetta er algengi háþrýstings 42% hjá fólki á aldrinum 35- 65 ára (2). Fjöldi einstaklinga með háþrýsting hér á landi telst því í tugum þúsunda. Afleiðingar efna- skiptakvilla eru fjölmargar og alvarlegar, meðal annars fjöllyfjanotkun, og ýmis vandamál sem tengjast lyfjameðferð, svo sem meðferðarheldni, aukaverkanir og nrilliverkanir lyfja, öryggismál sjúklinga og síðast en ekki síst mikill og sívaxandi kostnaður fyrir samfélagið. Það er ekki lítill eða einfaldur vandi sem margir læknar horfast í augu við í starfi sínu. Ef mark er tekið á erlendunr lölum nrá áætla að 70% af kostnaði heilbrigðiskerfisins sé vegna langvinnra sjúkdóma og er það eitthvað til að hugleiða fyrir okkur sem borgum skatta og önnur opinber gjöld. Mætir íslenskt heilbrigðiskerfi þessum vanda? ísland er gott land að búa á. Hér býr fólk við góð skilyrði miðað við flestar þjóðir. Ennfremur segja margir að hér sé eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Góður árangur í mæðravernd, ungbarnaeftirliti og bólusetningum eru til marks um það. Ef litið er til erlendra talna varðandi árangur og umfang þurfum við þó aðeins að staldra við og spyrja okkur ákveð- inna spurninga um gæði þjónustunnar. Mætum við þörfum sjúklinga og kröfum samfélagsins um gæði, árangur og kostnað ('minni sóun)? Fyrir vestan haf svaraði hin fræga skýrsla „Crossing the quality chasm“ þeirri spurningu neitandi á af- dráttarlausan hátt (3). Dæmi: í einni athugun voru 38% af sjúklingum með greindan háþrýsting eru meðhöndlaðir að meðferðarmarkmiði (4)! Allir þessir sjúklingar voru með staðfestan háþrýsting í sex mánuði eða lengur fyrir athugun. Slembiúrtak fullorðinna sjúklinga í einni athugun leiddi í Ijós að 55% þeirra fengu viðeigandi meðferð. í þessari rannsókn var litið til meðferðar bráðra sjúkdóma, langvinnra sjúkdóma og forvarnaraðgerða (5). í takt við þetta fullyrðir „Chasm-skýrslan“ að það sé gjá, raunar hyldýpi (chasm), á milli þekkingar í læknisfræði annars vegar og útfærslu þjónustunnar hins vegar. Nú þarf maður að gæta sín að heim- færa ekki of mikið á milli landa, en rannsóknir á gæðavísum hérlendis skortir hins vegar sárlega. Slíkar mælingar ættu að vera á forgangslista yfir- lækna stofnana og heilbrigðisyfirvalda. Nokkrar vísbendingar eru þó til um gæði þjónustunnar hér á landi. Ingibjörg Guðmundsdóttir og fleiri athug- uðu notkun blóðþynningar hjá sjúklingum með gáttatif og reyndist þriðjungur (þeirra sem leituðu á bráðamóttöku) til helmingur (sem leituðu á heilsugæslu) vera án blóðþynningar. Reynt var að ganga úr skugga um að þessir sjúklingar hefðu ekki frábendingu fyrir warfarín-notkun og allir höfðu þeir að minnsta kosti einn áhættuþátt fyrir heilablóðfalli með gáttatifi (6). í fimm ára gamalli rannsókn Ólafs Samúelssonar og fleiri var litið á allmarga gæðavísa við innlögn sjúklinga eldri en 75 ára (7). í þeirri athugun voru 48 sjúklingar með staðfestan kransæðasjúkdóm og 48% þeirra voru á lág-skammta magnýli og einungis 31% á beta- hemlum við innlögn. Tíu sjúklingar útskrifuðust með greininguna hjartadrep og fjórir þeirra (40%) útskrifuðust á beta-hemlum. í sömu rannsókn kom fram að af 18 sjúklingum með fyrri sögu um hjarta- bilun voru þrfr (17%) á ACE-hemlum. Nítján sjúklingar fengu hjartabilun sem aðalútskriftar- greiningu og útskrifuðust sex, eða 32%, á ACE- hemlum. Athyglisverðar tölur. Kannski erum við ekki svo frábrugðin öðrum þjóðum í þessu efni. Það kæmi svo sem ekki á óvart (8). Ef maður leyfir sér að horfa á þetta með augum notanda heilbrigð- isþjónustunnar þá eru ríflega þriðjungslíkur á því að hann/hún fái fullnægjandi meðferð á sínum háþrýstingi. Þrjátíu-fimmtíu prósent líkur að sjúk- lingur njóti ekki verndar blóðþynningar hafi hann 360 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.