Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2005, Side 48

Læknablaðið - 15.04.2005, Side 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NORRÆNT SAMSTARF / SAMKEPPNISMÁL I Noregi er kveðið á um vaktafyrirkomulag í kjarasamningum og þeir hafa lagt töluverða vinnu í að gera vaktakerfið sveigjanlegt, meðal annars með því að veita mönnum svigrúm til að túlka kjarasamninga staðbundið. Petta hefur kostað mikla vinnu en útkoman er aukin hagkvæmni og rýmri möguleikar lækna til að leysa málin hver á sínum stað.“ Læknanemar í félögunum Sigurður segir að launa- og samningamál sænskra lækna séu talsvert frábrugðin því sem gerist í Noregi og hér á landi. „Kjarasamningarnir eru í mörgum lögum. Einn er fyrir alla opinbera starfsmenn og líkist mest lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Svo eru sérsamningar fyrir ýmsa hópa lækna, sjúkrahúslækna, heilsugæslulækna, lækna sem starfa eingöngu við háskóla og lækna í einkarekstri, svo dæmi séu nefnd. Launaupplýs- ingar virðast líka vera lalsvert gegnsærri en við eigum að venjast. Það er auðvelt að verða sér út um upplýsingar um laun lækna eftir stofnunum, deildum og svæðum. Þeir gæta að sjálfsögðu fullr- ar persónuverndar en ef ég væri að sækja um stöðu á tiltekinni sjúkrahúsdeild gæti ég hringt í stéttarfélagið á staðnum og fengið upplýsingar um hvað fimm síðustu læknar sem ráðnir voru á deild- Úrskurður samkeppnisráðs ina hafi fengið í laun. Þetta gengi aldrei í Noregi eða hér á landi. Eg vil líka nefna það að í báðum löndunum er læknanemum boðin aðild að læknafélögunum strax á fyrsta ári. Þátttaka þeirra er ekki mikil fyrstu árin en eftir að þeir hefja starfsnám fer þeim ört fjölgandi því læknafélögin semja um launin þeirra meðan á námi stendur. Þetta finnst mér athugandi fyrir okkur því læknanemar eru afar virkur og öflugur hópur.“ Sigurður var ánægður með ferðina sem hann sagði hina gagnlegustu enda væri nú stefnt að því að taka upp reglulegt samstarf við norrænu samn- inganefndirnar. „Samninganefndir norrænu læknafélaganna hafa um langan aldur hist einu sinni á ári og borið saman bækur sínar. Þetta þykir sjálfsagt mál þegar vinnumarkaðurinn er orðinn einn og réttindi í einu landi veita réttindi í öllum hinum. Af einhverjum ástæðum hafa íslenskir læknar ekki tekið þátt í þessu samstarfi í fjölda ára en í ljósi þess hversu miklar upplýsingar við fengum í þessari ferð höf- um við ákveðið að taka þátt í norrænu samstarfi hér eftir. Fyrsti fundurinn verður í Svíþjóð í haust og þangað mun félagið senda fulltrúa," sagði Sig- urður E. Sigurðsson formaður samninganefndar sjúkrahússlækna. Rannsóknarþjónusta „ekkí í frjálsri samkeppni" Eins og fram hefur komið hér í blaðinu kærði Rannsóknastofan íMjódd til Samkeppnisstofnunar þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að endurnýja ekki samning um rannsóknir í blóð- og meinefna- fræði sem stofan hafði um árabil annast fyrir heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Grafarvogi. Þess í stað gerði Heilsugæslan í Reykjavík samning við Rannsóknarstofnun Landspítala um að vinna þessar rannsóknir. 18. febrúar síðastliðinn felldi Samkeppnisráð þann úrskurð að ekki sé „ástæða til að aðhafast frekar vegna máls þessa“ eins og þar segir. Niðurstaða Samkeppnisráðs er sú að ekki hafi verið brotin samkeppnislög með samningi Heilsu- gæslunnar og Landspítalans þótt ekki hafi farið fram neitt útboð eða Rannsóknastofunni í Mjódd á annan hátt gefinn kostur á að bjóða í verkið. Álit sitt byggir ráðið á því að báðar stofnanirnar - Heilsugæslan í Reykjavík og Landspítalinn - séu í eigu ríkisins og að samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu sé það á valdi og ábyrgð ráðherra að „grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að framfylgja stefnu um forgangsröðun, stuðla að aukinni hag- kvæmni og tryggja gæði heilbrigðisþjónustu“ eins og segir í 42. gr. Iaganna. Þessi lög ganga að mati ráðsins framar ákvæðum samkeppnislaga og því sé það „á valdsviði heilbrigðisyfirvalda að ákveða hvort eða í hve miklum mæli þau kaupa tiltekna rannsóknarþjónustu af einkaaðilum'*. Lokaorð úrskurðarins eru þau að samkeppnis- ráð meti það svo að starfsemi Rannsóknarstofnunar Landspítalans „er lýtur að rannsóknum fyrir heilbrigð- isyfirvöld í landinu, teljist ekki í frjálsri samkeppni við aðrar rannsóknarstofur. Skorti því lagaheimild til að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað.“ Þessi niðurstaða samkeppnisráðs kom til um- ræðu á almennum fundi í LR í byrjun mars og voru menn á því að þessu máli væri alls ekki lokið. Nú verður úrskurði ráðsins skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og því rétt að bíða með allar yfir- lýsingar þar til niðurstaða hennar liggur fyrir. -ÞH 364 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.