Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 58

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN í geymslunni í Bygg- görðum fer ágœtlega um muni safnsins meðan þeir bíða þess að hœgt sé að sýna þá almenningi. svo stöddu. Jafnframt er stjórninni falið að biðja Seltjarnarnesbæ að halda lóðinni til haga. Þetta gerir stjórnin en ári síðar kemur í ljós að bæjaryfir- völd á Seltjarnarnes túlka bréf félagsins þannig að fallið sé frá byggingu safnhúss á lóðinni. Þess í stað er samþykkt í bæjarstjórn að reisa hjúkrunar- heimili á lóðinni. Síðan hefur raunar ekkert áþreifanlegt gerst í málefnum safnsins. Að vísu gufuðu áætlanir um byggingu hjúkrunarheimilis á þessum stað upp og núverandi bæjarstjóri, Jónmundur Guðmarsson, staðfesti í samtali við blaðið að lóðin væri enn til reiðu ef einhver vildi byggja á henni safnhús. Lækningaminjasafnið er hluti af Þjóðminjasafn- inu og það ætti að vera í verkahring þess að reisa hús yfir það. Staðan er sú að þótt Nesstofa sé hið mætasta hús og merkileg bygging þá er hún ekki vel fallin til sýninga á öðru en sjálfri sér. Nútíminn gerir kröfur til þess að rúmt sé um sýningargripi og safngesti og þess vegna var efnt til áðurnefndrar samkeppni um byggingu húss sem rúmað gæti sýningarsal, bókasafn og vinnuaðstöðu fyrir fræði- menn. En hver á að byggja húsið? Um það eru deild- ar meiningar. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður vill ekki kannast við að neitt standi upp á Þjóðminjasafnið í þessu efni. Hlutverk og skyldur safnsins takmarkist við að varðveita eigur safnsins og halda við og starfrækja Nesstofu. Safnið hefði enga fjármuni til að standa í nýbyggingum. í spjalli Hægt að byrja að byggja strax Höfundar verðlaunatil- lögunnar með líkan af henni uppi á vegg, Ásdís Helga Agústsdótlir (tv.) og Sólveig Berg Björnsdóttir. Eins og fram kemur í greininni hér að framan var efnt til samkeppni um hönnun sýningarhúss fyrir lækningaminjasafnið á árununt 1997-1998. Tvær konur úr stétt arkitekta fengu fyrstu verðlaun en þær voru Asdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir í Yrki ehf. 1 umsögn dómnefnd- ar um tillögu þeirra segir meðal annars: „Tengsl byggingarinnar við núverandi hús og land eru sérstaklega fruntleg og hugvitsamleg. Byggingin er stílhrein og gott fram- lag nútíma arkitektúrs sem hluti af mannvirkjum staðarins. Hún er sam- sett úr tveimur formunr, einfaldur rétthyrningur stendur sem útvörður að útivistarsvæðinu annars vegar og ávalur, ljós sal- urinn ásamt anddyri snýr að hinu manngerða urn- hverfi hins vegar. Tilraun höfunda að tengja útivist- arsvæði inn á þak bygg- ingarinnar og um leið draga úr áhrifum hennar af hlaði Nesstofu er látlaus og sannfærandi, auk þess sem þetta gefur byggingunni aukið vægi í umhverfinu, án þess þó að draga úr mikilvægi þessa nýja húss.“ Húsið er tæplega 850 fermetrar að grunnfleti. Þar af er aðalsýningarsalur tæplega 500 fermetrar en auk þess eru í húsinu minni salir sem nota rná til sýninga og fyrirlestrahalds. Einnig er gert ráð fyrir bókasafni og vinnuaðstöðu fyrir fræðimenn. Á hluta þaksins er hægt að hafa kaffihús og einnig settu höfundar fram hugmynd um að koma þar fyrir lyfjagrasagarði. Þær Ásdís og Sólveig sögðu í spjalli við blaða- mann að þeim þætti vænt urn þessa byggingu og vonuðu að hún risi sem fyrst. Ekki væru þær þó alltof bjartsýnar um að af því yrði. Þær eru höf- undar Saltfisksetursins í Grindavík sem hefur slegið í gegn og sögðu þær að aðsóknin að því húsi hefði farið fram úr björtustu vonum bæjar- stjórnarmanna þar syðra. Engin ástæða væri til að ætla annað en að lækningaminjasafn í fallegu liúsi hefði minna aðdráttarafl. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hefjast hand við bygginguna því allar teikningar eru til af henni. Kostnaðurinn stendur eflaust í mönnum. Þó er húsið ekki ýkja dýrt. Áætlun um byggingar- kostnað hljóðaði upp á 130 milljónir króna í nóv- ember síðastliðnum en eflaust yrði endanlegur kostnaður eitthvað hærri ef að líkum lætur. 374 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.