Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2008, Page 15

Læknablaðið - 15.01.2008, Page 15
FRÆÐIGREINAR LIFRARBÓLGA C Tölfræðiúrvihnsla Könnuð voru tengsl bólgu og bandvefs við eft- irfarandi þætti: aldur, áætlaðan aldur við smit, kyn, smittíma, samhliða sýkingar, lifrarpróf og smitleið. Þá voru könnuð tengsl nokkurra vefja- fræðilegra þátta. Við tölfræðilega gagnavinnslu voru forritin Excel og SPSS notuð. Við útreikn- inga á fylgni milli breyta var stuðst við Spearman og Pearsons stuðla og gildi voru reiknuð út með tölfræðiforritinu SPSS. Fimm prósent viðmið var notað við ákvörðun á marktæki. Leyfi Leyfa fyrir rannsókninni var aflað hjá Persónu- vernd (tilvísun: TND00000780) og Vísindasiða- nefnd (tilvísun: 00L4-007). Niðurstöður Klínískir þættir Aldur og smittími. Alls uppfylltu 97 einstaklingar, 58 (69,8%) karlar og 39 (40,2%) konur, skilmerki fyrir þátttöku í rannsókninni. Meðalaldur sjúklinga við sýnatöku var 35,6 ár (bil 11-64). Meðalaldur karla var 36,8 ár og kvenna 33,9 ár. Flestir (85,5%) voru á aldursbilinu 20-49 ára (mynd 1). Áætlaður meðalaldur við smit var 25,8 ár (bil 10-57). Meðalaldur karla var 25,4 ár (bil 15-50) og kvenna 26,4 ár (bil 10-57). Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 32,9 (bil 11-64). Meðalaldur karla var 33,9 ár og kvenna 31,5 ár Unnt var að áætla smittíma hjá 81 einstaklingi og var hann að meðaltali 8,85 ár (bil 1-31 ár). Áætlaður smittími karla var 9,83 ár (bil 1-23) en kvenna 7,42 ár (bil 1-31). Smittími var styttri en 2 ár hjá 10 (12%), 2-5 ár hjá 24 (30%), 5-10 ár hjá 23 (28%), 10-20 ár hjá 17 (21%) og lengri en 20 ár hjá 7 (9 %) einstaklingum. Smitleiðir. Alls reyndust 77 (79,4%) sjúklingar vera fíkniefnaneytendur með sögu um að sprauta sig í æð. Meðal karla höfðu 81% þennan áhættu- þátt en 77% kvenna. Blóð- og blóðhlutaþegar voru 12 (12,4%). Þeir einstaklingar sem smitast höfðu á þennan hátt höfðu allir nema einn smitast fyrir árið 1993, en um þetta leyti var farið að skima blóð- og blóðhluta fyrir lifrarbólgu C hér á landi. Einn sjúklingur var talinn hafa smitast erlendis árið 1996 við blóðgjöf. í átta tilfellum var enginn þekktur áhættuþáttur eða upplýsingar ófullnægj- andi. Getið var um húðflúr hjá 15 einstaklingum en þeir voru allir jafnframt sprautufíklar. Samhliða sýkingar. Hjá 76 sjúklingum fengust upplýsingar um samhliða smit af lifrarbólguveiru Tafla II. Stigun bandvefsmyndunar í lifrarsýnum. Bandvefsmyndun (stig) Fjöldi % 0/1 - Engin/mjög væg 83 85,6 2/3 - Væg 9 9,3 4/5 - Meðal/mikil 1 1,0 6 - Skorpulifur 4 4,1 97 100 ■Karlar OKonur Aldur (ár) Mynd 1. Aldursdreifing B. Af þeim voru 20 (26%) með jákvæð blóðvatns- sjúklinga við töku lifarsýnis. próf. Tveir voru HBsAg jákvæðir (með smit) en 18 höfðu merki um eldri sýkingu (HBsAg neikvæðir og anti-HBc jákvæðir). Hlutfallslega fleiri karlar höfðu jákvæð blóðvatnspróf, eða 17 af 46 (37%) samanborið við þrjár af 30 (10%) konur. Einungis einn sjúklingar var jafnframt smitaður af HIV. Einkenni. Meirihluti sjúklinga hafði einhver einkenni. Algengast var þreyta og slappleiki (55 sjúklingar, 57%), liðverkir (18 sjúklingar, 18,5%) og saga um gulu (10 sjúklingar, 10,3%). Lifrarpróf. Fimm manns höfðu enga hækkun á amínótransferösum. Einfalda hækkun höfðu 44%, tvöfalda hækkun 31% og þrefalda hækkun eða meiri höfðu 19%. Vefjafræðilegir þættir Bólga. Meðaltal bólgudrepsstuðuls var 2,84 (bil 0- 8). Stuðullinn var aðeins hærri hjá konum eða 3,03 samanborið við 2,69 hjá körlum en munurinn var ekki marktækur (p=0,27). Mikill meirihluti sjúk- linga höfðu enga eða mjög væga bólgu (tafla I). Bandvefur. Meðaltal bandvefsstuðuls var 0,95 (bil 0-6). Meðaltal bandvefsstuðuls kvenna var 1,05 en karla 0,88 (p<0,015). Flestir sjúklinganna höfðu enga eða mjög litla bandvefsaukningu (tafla II). Einungis fjórir höfðu skorpulifur. Aðrir þættir. Eitilfrumu-samsöfn reyndust vera til staðar í 57 (58%) sýna. Gallgangaskemmdir voru í 38 (39,2%) lifrarsýnum, fituumbreyting lifrarfrumna í 37 (38,1%) og aukið járninnihald í 6 (6,2%) sýnum. Ekki sáust merki um alkóhól lifr- arbólgu í sýnunum. LÆKNAblaðið 2008/94 1 5

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.