Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 27

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 27
Ólafur Á. Sveinsson1 læknir Helgi J. ísaksson2 sérfræðingur í líffærameinafræði Gunnar Guðmundsson1’3 sérfræðingur í lyflækningum, lungna- og gjörgæslulækningum Lykilorð: lungu, trefjavefslungn- abólga, nýgengi, barksterar, BOOP. ’Lungnadeild, Landspítala, 2rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, 3rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Guðmundsson, lungnadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 543-6876, fax 543-6568. ggudmund@landspitali. is __________FRÆÐIGREINAR TREFJAVEFSLUNGNABÓLGA Trefjavefslungnabólga - yfirlitsgrein Ágrip Trefjavefslungnabólga er sjúkdómur í lungum, skilgreindur með klínískum einkennum, mynd- greiningarrannsóknum og vefjameinafræðilegum breytingum í sameiningu. Klínísk einkenni eru hósti, mæði, hækkaður líkamshiti og almennur slappleiki. Algengt er að einkennin hafi verið til staðar í nokkrar vikur áður en greining fæst. Myndgreiningarrannsóknir geta sýnt fjölbreytt mynstur, til dæmis dreifðar millivefsíferðir, af- markaðar lungnablöðruíferðir eða staka hnúða. Yfirleitt svarar sjúkdómurinn vel meðferð með barksterum en tekur sig upp hjá um fimmtungi sjúklinga. Inngangur Trefjavefslungnabólga (organising pneumonia, OP) er sjúkdómur í lungum, skilgreindur með klínískum einkennum, myndrannsóknum og vefja- meinafræðilegum breytingum í sameiningu (1). Enda þótt trefjavefslungnabólga hafi lengi verið þekkt sem vefjagreining var það fyrst á níunda áratug liðinnar aldar sem hún öðlaðist sess sem klínískt heilkenni (2-3). Trefjavefslungnabólga hefur einnig verið köll- uð berkjungastífla með trefjavefslungnabólgu (bronchiolitis obliterans organising pneumonia, BOOP) en nýlega hefur verið mælt með því að nota frekar orðið trefjavefslungnabólga (organis- ing pneumonia) og greina í tvo flokka, trefjavefs- lungnabólgu óþekktra (TÓO) og þekktra orsaka (TÞO) (4) (cryptogenic organising pneumonia, COP, secondary organising pneumonia, SOP). BOOP nafngiftin var óheppileg, ekki síst vegna þess að annar óskyldur lungnasjúkdómur heitir Bronchiolitis obliterans (BO). Það er alvarleg- ur loftvegateppusjúkdómur sem kemur helst í tengslum við ígræðslu lungna- og beinmergs en sést einnig hjá sjúklingum með iktsýki. BO hefur afar slæmar horfur, öfugt við trefjavefs- lungnabólgu. Hið eina sameiginlega er að báðir sjúkdómar leggjast á berkjunga. Undanfarin ár hefur trefjavefslungnabólga verið rannsökuð hér á landi. í greininni er yfirlit yfir hana og sagt frá helstu niðurstöðum íslenskra rannsókna á sjúk- dómnum (5-7). Meingerð Margt er á huldu um orsakir og meingerð trefja- vefslungnabólgu en töluvert hefur miðað í átt að aukinni þekkingu á síðustu árum. Það sem talið er setja ferilinn í gang er áverki á lungnablöðrufrum- E N G L i S H SUMMARYHB^HBHHi Sveinsson ÓÁ, ísaksson HJ, Guðmundsson G Organising Pneumonia - a review and results from lcelandic studies Organising pneumonia (OP) is a relatively rare interstitial lung disease. It's definition is based on a characteristic histological pattern in the presence of certain clinical and radiological features. Organising pneumonia represents also what has been called Bronchiolitis Obliterans Organising Pneumonia (BOOP). Recently it has been recommended to call OP cryptogenic organising pneumonia (COP) when no definite cause or characteristic clinical context is found and secondary organising pneumonia (SOP) when causes can be identified such as infection or it occurs in a characteristic clinical context such as connective tissue disorder. The most common clinical symptoms are dyspnea, cough, fever and general malaise. It is common that symptoms have been present for some weeks before the diagnosis is made. Patients commonly have lowered P02 and a mildly restrictive spirometry. Radiographic features are most often patchy bilateral airspace opacities but an interstitial pattern or focal opacities can also be seen. Most of patients respond well to steroids but relapses are quite common. The aim of this paper is to present an overview of the disease and the main results from studies on OP in lceland. The mean annual incidence for OP in lceland was 1.97/100,000 inhabitants. Annual incidence for COP was 1.10/100,000 and 0.87/100,000 for SOP. This is higher than in most other studies. In lceland patients with OP had a higher standardized mortality ratio than the general population despite good clinical responses. No clinical symptoms could separate between SOP and COP. Key words: lungs, cryptogenic organising pneumonia, incidence, corticosteroids, BOOP. Correspondence: Gunnar Gudmundsson, ggudmund@iandspitaii.is LÆKNAblaðið 2008/94 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.