Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 28
FRÆÐIGREINAR_________ TREFJAVEFSLUNGNABÓLGA IVIynd I. Meinafræði trefjavefslungnabólgu á fyrri stigum. Hér má sjá lausgerðan bandvefigul ör) og virkjaðar lungnablöðrufrumur (græn ör) og stöku trefjakímfrumur (svört ör). Einnig sést væg bólga í milíivef (rauðar örvar). um. Skaðinn leiðir til þess að lungnablöðrufrumur losna frá grunnhimnunni og lungnablöðruþekjan flagnar. Þó að holur myndist í grunnhimnunni er það veigamikið atriði að himnan eyðileggst ekki, auk þess sem æðaþelsfrumurnar í háræðum undir grunnhimnunni eru aðeins lítið skaddaðar. Storkuprótein leka gegnum holur í grunnhimnu og fíbrín myndast. Myndun fíbríns orsakast af misvægi milli storku og fíbrínleysandi ferla sem endar með storknun (8). Aukið magn af trombín virkjandi fíbrínleysandi hemjara (thrombin acti- Mynd II. Meinafræði trefjavefslungnabólgu á síð- ari stigum. Hér sést rneiri græðsluvefur (rauð ör), auk- inn fjöldi trefjakímfrumna (svartar örvar) og nýmynd- un æða (bláar örvar). vable fibrinolysis inhibitor) og prótein C hemjara, sem hvort tveggja hemla fibrínólýsu, hafa fund- ist í berkjuskoli frá sjúklingum með trefjavefs- lungnabólgu (9). Það er að koma betur í ljós að storkuþættirnir virðast eiga allstóran þátt í mein- gerðinni. Þeir búa til bráðabirgða-uppistöðuefni fyrir flutning frumna og stuðla að fíbrínmyndun (10). í dýralíkönum þar sem heparín eða úrókínasi er gefinn myndast ekki trefjavefslimgnabólga, sem styður þá hugmynd enn frekar (11,12). Næsta skref einkennist af myndun sprota úr græðsluvef og bólguvilsu (fibro-inflammatory buds). Fíbrínið er brotið niður og nú fara trefjakím- frumur (fibroblastar) úr millivefnum irtn í lungna- blöðrurnar í gegnum götin á grunnhimnunni. Þar setjast þær að í fíbrínleifum og fjölga sér. í kjölfarið fara trefjakímfrumurnar í gegnum frekari breytingar, sérstaklega myndun umfrymisþráða og verða sumar trefjakímfrumurnar að frumum sem hafa einnig eiginleika sléttra vöðvafrumna (myofibroblasta) og retíkúlín grind byggist upp í utanfrumuefninu (12). Fjölgun lungnablöðru- frumna á sér stað og leiðir af sér endumýjun þekju í lungnablöðruþekjunni og því viðhelst rétt uppbygging lungnablöðmnnar sem er afar mik- ilvægt (12). Auk þessa eru merki æðanýmyndunar sem minnir á græðsluvef (granulation tissue) eftir sáramyndun til staðar. Er það annað merki þess að hér sé um afturkræfa bandvefs- og bólguvilsu- meinsemd (fibro-inflammatory lesion) að ræða (12,13). Öfugt við lungnatrefjun af óþekktri orsök (usual interstitial pneumonitis) þar sem kollagen I er ráðandi efni, er sambland af kollagen III, fíbró- nektíni og próteóglíkönum algengara að finna í trefjavefslungnabólgu. Auð svæði í utanfrumuefn- inu gera millifrumuefnið að lausgerðum bandvef. Fullyrða má að slíkur bandvefur sé viðkvæmari fyrir niðurbroti og eyðingu, sem gerir horfur mun betri í trefjavefslungnabólgu en ella (12,14-15). Lokastigið í viðgerðarferlinu einkennist af myndun þroskaðra bandvefssprota. Á þessu stigi hafa bólgufrumurnar nánast alveg horfið í flestum sprotunum og ekki er lengur neitt fíbrín í lungnablöðruholinu. Einkennandi fyrir þetta stig eru fyrrum trefjakímfrumur sem eru nú frumur með eiginleika sléttvöðvafrumna, sem mynda sammiðja hringi með víxlandi lögum af bandvef. Dýralíkön sem gerð hafa verið til að líkja eftir trefjavefslungnabólgu sýna að það er stærð- argráða áverkans sem ræður miklu hvort úr verður trefjavefslungnabólga eða útbreiddur lungna- blöðruskaði (diffuse alveolar damage) (12, 16). Kemur þar einnig í ljós að sterar virðast ekki að- eins ná að stöðva trefjunina heldur snúa henni við. Hvorugt gerist í útbreiddum lungnablöðruskaða (12,17). 28 LÆKNAblaðiö 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.