Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2008, Page 30

Læknablaðið - 15.01.2008, Page 30
FRÆÐIGREINAR TREFJAVEFSLUNGNAB Ó L G A Mynd III. Dreifing trefja- phages) á vefjasýni undir þessum kringumstæð- vefslungnabólgu um landið. um Erfjtt getur reynst að greina annars vegar á milli lyfs sem orsakavalds fyrir sjúkdómnum eða hins vegar bandvefssjúkdóma, krabbameins eða blóðsjúkdóma. Ekki síst þegar lyf sem geta valdið trefjavefslungnabólgu eru notuð gegn sjúkdómi eins og iktsýki sem einnig getur valdið trefjavefs- lungnabólgu. Það að einkennin hjaðni við að lyfja- inntaka sé stöðvuð er besta vísbendingin um að orsakasamband sé til staðar. Geislun: Ef upphaf sjúkdómsins er í tengslum við geislun á brjóstkassa (og ekki er hægt að finna aðra nærtækari skýringu) gæti verið um trefja- vefslungnabólgu orsakaða af geislun að ræða. Það hefur lengi verið þekkt að geislun á brjósthol getur valdið geislunarlungnabólgu (radiation pneumo- nitis), en trefjavefslungnabólgu hefur aðeins verið lýst á síðustu 10-15 árum í tengslum við geislun, sérstaklega vegna brjóstakrabbameins (21-24). sáraristilbólga, Crohns sjúkdómur, fjölvöðvagigt, Behcet's sjiikdómur, lifrarbólga af C gerð, Sweets heilkenni og ýmsar gerðir blóðsjúkdóma á borð við hvítblæði, mergmisþroska (myelodysplasia) og mergofvöxt (myeloproliferative disorders) (sjá töflu I) (26). í flestum tilfellum er aðeins um að ræða fáein birt sjúkratilfelli og því óljóst hvort um orsakasamhengi sé að ræða eða aðeins tímalegt samhengi. Hugsanlega gæti verið um að ræða ógreinda sýkingu eða lyf sem í raun valda trefja- vefslungnabólgunni. I íslensku rannsókninni voru sýkingar algeng- asta orsökin fyrir TÞO, meðal þeirra voru bæði bakteríu- og veirusýkingar. Lyf sem orsökuðu TÞO voru amíódarón, nítrófurantóín, metótrexat and búsúlfan. Brjóstakrabbamein var algeng- asta krabbameinið í tengslum við TÞO. Einnig voru allar þær konur sem greindust með TÞO í tengslum við geislun með brjóstakrabbamein. Iktsýki, fjölvöðvagigt og heilkenni Sjögrens voru algengustu bandvefssjúkdómarnir í tengslum við TÞO (7). Öllum undirgerðum af TÞO í rannsókn okkar hefur áður verið lýst (12). Enn er þó nokkuð óljóst hver er algengasti undirhópur af TÞO. í rannsókn Lohr et al. voru bandvefssjúkdómar algengasta undirtegund TÞO (29). í íslensku rannsókninni var sýking af ýmsu tagi algengasta orsökin.Teljum við líklegt að stór hluti af trefjavefslungnabólgu af óþekktri orsök sé einnig orsakaður af sýkingu, það er að sýking setji ferilinn í gang. Af hverju greinist þá ekki trefjavefslungnabólga eftir sýkingu oftar? Líklega eru tvær ástæður. í fyrsta lagi er ekki alltaf leitað nógu ítarlega, til að mynda með blóð- vatnsprófum og mótefnamælingum. í öðru lagi er líklegt að sýkingin og jafnvel ummerki hennar séu gengin yfir. Trefjavefslungnabólga af þekktri orsök við ákveðnar kringumstæður Bandvefssjúkdómar: Þekkt er að margir band- vefssjúkdómar geta lagst á lungun og meðal annars valdið trefjavefslungnabólgu. Helst eru það iktsýki, Sjögrens heilkenni og vöðvabólgu- sjúkdómar (inflammatory myopathies) sem valda trefjavefslungnabólgu en rauðir úlfar eða hersl- ishúð (scleroderma) síður, en þekkist þó (25-28). Nauðsynlegt er að um virkan bandvefssjúkdóm sé að ræða ef greina á trefjavefslungnabólgu. Aðrar kringumstæður Trefjavefslungnabólga er þekkt í tengslum við fjölda annarra sjúkdóma. Meðal þeirra eru Faraldsfræði og lýðfræðilegir þættir Ekki eru til margar rannsóknir á faraldsfræði trefjavefslungnabólgu og stærsta og eina faralds- fræðirannsóknin sem gerð hefur verið á heilli þjóð, svo vitað sé, er á íslandi (5). Um að ræða rannsókn sem tók yfir 20 ára tímabil, frá 1984-2003 og greind- ust 104 sjúklingar með trefjavefslungnabólgu, þar af 58 með TÓO og 46 með TÞO. í rannsókninni mældist meðalnýgengi trefjavefslungnabólgu 1,97 á hverja 100.000 íbúa yfir tímabilið þar af 1,10 fyrir TÓO og 0,87 fyrir TÞO. Fór nýgengið stigvaxandi allt tímabilið og var komið í 3,06 síðustu fjögur ár rannsóknirnar. Jókst því nýgengið marktækt á tímabilinu (p<0,0001), í það heila um 8,1% á ári yfir tímabilið. Sýndi rannsóknin því fram á hærra nýgengi trefjavefslungnabólgu en fyrri rannsóknir hafa gert þrátt fyrir að nota ströng skilmerki. í 30 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.