Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 47

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 47
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR ORKUHÚSIÐ Hann beinir sjónum að Laugardalnum og telur upp þá aðila á lækninga- og heilsuræktarsviði sem hafa verið að byggja upp aðstöðu í og við Laugardalinn á undanförnum árum. „Hér eru miklir möguleikar á að byggja upp miðstöð lækn- inga og heilsuræktar í Reykjavík og ég hef reyndar talað um þetta í mörg ár og nú virðist kannski ýmislegt vera að breytast sem gæti komið skrið á þessa hluti." íslenskir bæklunarlæknar eru með sérstakan samning við Tryggingastofnun Ríkisins en í síð- ustu samningum drógu þeir sig útúr samfloti við Læknafélag Reykjavíkur og sömdu sérstaklega við TR. „Við teljum að læknar sem heild eigi ekki lengur endilega samleið þar sem um rekstur skurðstofa er að ræða. Hér áður voru nánast allir læknar í sömu stöðu utan sjúkrahúsanna að því leyti að þeir voru með stofu en aðgerðir voru framkvæmdar á sjúkrahúsunum. Það skipti litlu máli hvort memi voru geðlæknar, hjartalæknar eða skurðlæknar. Þeir tóku allir á móti sjúklingum í viðtöl á stofur sínar. Nú rekum við okkar eigin skurðstofur og því er reksturinn orðinn verulega frábrugðinn þjónustu þeirra lækna sem eru eingöngu með móttöku á stofu og við eigum ósköp litla samleið lengur með geðlæknum eða lyflæknum, svo eitthvað sé nefnt, og meira segja eigum við ekki alltaf samleið með öðrum skurðlæknum." Sigurður lýsir þeirri skoðun sinni að lækn- isþjónusta ætti að vera sem ódýrust fyrir borgar- anna. „Við búum í það vel megandi þjóðfélagi að ríkisvaldið ætti að sjá sér þetta kleift en auðvitað fer það eftir því hvernig ríkisvaldið forgangsraðar útgjöldum sínum. Vandinn fyrir okkur læknana er að hið opinbera skilur ekki alltaf alveg hvað felst í því að veita almenningi skjótan og góðan aðgang að þjónustunni. Við erum ekki með langa biðlista og getum framkvæmt aðgerðir á þeim sem það þurfa og vilja án þess að rekast á sérstakar fyr- irstöður fyrr en kemur að Tryggingastofnun sem telur að peningamir sem fara í þjónustuna renni í vasa okkar læknanna sem laun. Þannig setur TR þak á greiðslurnar og ætlast til þess að þegar ákveðnu marki er náð skulum við veita allt að tugi prósenta í afslátt af aðgerðunum af því að við höfum fengið „nóg". Okkar hlutverk er ekki að standa í tryggingavernd fyrir almenning heldur að veita þjónustuna og það er síðan ríkisins að ákveða hversu mikið almenningi stendur til boða í kostnaðarhlutdeild. Þetta er ekkert flókið og við verðum að geta stundað rekstur án þess að halda utan um almannatryggingar í leiðinni. Samningur bæklunarlækna við TR rennur út í mars á næsta ári og hvað verður þá er ekki gott að segja." Þrátt fyrir þetta mikla umfang starfseminnar er Læknastöðin ekki með sjúkrahúsleyfi og því er hvorki aðstaða né heimild til að reka deild fyrir inniliggjandi sjúklinga. „Við erum að gera mjög flóknar aðgerðir og margar þeirra eru meðal þess besta og flóknasta sem tíðkast í þessari grein í heiminum í dag. Flestar aðgerðirnar eru liðspegl- unaraðgerðir á hnjám, öxlum og öðrum minni liðum, svo og krossbandaaðgerðir sem eru stærstu aðgerðirnar. Allt eru þetta svokallaðar dagaðgerðir og í þessari grein eins og öðrum skurðlækningum þá fleygir tækninni fram þannig að æ minni þörf verður fyrir legudeild í kjölfar aðgerða. í framtíð- inni sé ég fyrir mér möguleika á sértækri bakklíník auk þess sem verkjameðferð okkar yrði aukin en sérhæfð verkjameðferð við bakverkjum hefur gefið mjög góða raun hér. Ég get líka séð fyrir mér beinþéttnimóttöku, slysadeild eða opna móttöku og jafnvel 10 rúma legudeild og þá værum við með ágætlega viðunandi ortópedískan spítala. Þetta getum við gert án þess að bæta verulega við húsnæðið en kerfið þarf að breytast til þess að þetta sé hægt. Samkeppnisaðstaða okkar gagnvart ríkinu er einnig nokkuð sem þarf að huga að þegar kemur að nýbyggingum því að ríkið borgar meðal annars ekki virðisaukaskatt af ýmissi þjónustu við slíkar framkvæmdir en við verðum auðvitað að standa full skil á virðisaukaskatti hvað þetta snert- ir. Á hinn bóginn mætti einnig hugsa sér að þetta fyrirtæki leigði hreinlega bæklunardeildina af Landspítalanum og þess vegna einnig slysadeild- ina því það er gamaldags hugsun að spítali sé hús- næði. Spítali er fyrst og fremst fólkið sem vinnur þar og ég sé ekkert að því að undir merkjum spít- alans séu mismunandi rekstrarform eftir því sem er hagkvæmast í hverri grein fyrir sig. Spítalinn getur eftir sem áður komið fram útávið sem ein heild alveg á sama hátt og Orkuhúsið er ein heild þó fyrirtækin séu fimm undir þessu þaki." Sigurður hristir hausinn þegar hann er spurður hvort þetta sé ekki býsna róttæk hugmynd. „Nei, alls ekki. Samfélagið er að breytast, fólk er að eldast, kostnaðurinn er aukast, og það verður að forgangsraða í hvað peningarnir fara. Menn verða því hafa hugrekki til að hugsa hlutina upp á nýtt og mæta breyttum aðstæðum með nýjum hugmyndum." LÆKNAblaðið 2008/94 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.