Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2008, Page 57

Læknablaðið - 15.01.2008, Page 57
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR F R Á SIÐANEFND Tveir úrskurðir siðanefndar LÍ Úrskurðirnir eru birtir í Læknablaðinu skv. tilmælum siðanefndar Ár 2007, föstudaginn 7. desember, kom Siðanefnd Læknafélags íslands saman í fundarsal í húsakynnum Læknafélags Islands að Hlíðasmára 8, Kópavogi. Nefndina skipa Allan V. Magnússon, formaður, Ingvar Kristjánsson læknir og Stefán B. Matthíasson læknir. Fyrir var tekið erindi stjórnar Læknafélags Islands frá 26. október 2005 vegna ummæla Kára Stefánssonar í Kastljósþætti 2. nóvember 2005. ÚRSKURÐUR Með bréfi dagsettu 24. nóvember 2005 skýrði formaður Læknafélags íslands frá því að stjórn félagsins hefði ákveðið á fundi sínum hinn 22. nóvember 2005 að óska eftir því við Siðanefnd Læknafélags íslands að hún tæki til umfjöllunar og úrskurðar, eftir því sem við ætti, kvörtun vegna háttsemi sem kynni að stríða gegn siðareglum Læknafélags Islands. Segir síðan að sú háttsemi sem kvartað sé undan sé hvort Kári Stefánsson læknir hafi með ummælum sínum um Jóhann Tómasson, sem hann lét falla í lok sjónvarpsviðtals í Kastljósi þann 2 nóvember 2005 þar sem hann sagði m.a., samkvæmt því sem fram kemur í þættinum sjálfum sem Siðanefnd hefur fengið afrit af,... „etja Jóhanni á foraðið" ... og: „Einhverra hluta vegna þá hef ég fest þarna einhvers staðar inni í heilabúinu á honum og hann virðist eiga erfitt með að koma mér þaðan út," gerst brotlegur gegn siðareglum lækna. Stjórn Læknafélags íslands hefur ekki látið mál þetta til sín taka að öðru leyti en því að óska álits Siðanefndar á því hvort Kári Stefánsson hafi gerst brotlegur gegn siðareglum lækna með einhverjum af ummælum sínum um Jóhann Tómasson lækni í fyrrnefndu viðtali. Af hálfu Kára hefur verið tekið til vama og þess krafist að hann verði sýknaður af kröfum Læknafélags Islands. Eftirfarandi orðaskipti áttu sér m. a. stað í Kastljósþætti í sjón- varpinu 2. nóvember 2005: J. V (fréttamaður): Ég er eiginlega að spyrja að því hvort að þú hafir eitthvað beitt þessa ritnefnd ein- hverjum þrýstingi til þess að gera eitthvað í þessu máli? K. S: (Kári Stefánsson): Nei, það hef ég ekki. Og það er ekkert á hennar valdi að gera nokkurn skapaðan hlut í þessu máli. Mér finnst þetta hljóma, sko ef ég svona tek skref aft- urábak og velti því fyrir mér hvers vegna birta þeir svona grein þá fæ ég raunverulega ekki séð að baki því búi nokkur skapaður hlutur sem að skiptir máli. Það má vera að þarna séu einhverjar hreytur af deilunni um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði, það má vel vera að þarna sé þreyttur rit- stjóri, þreyttur ábyrgðarmaður sem nennir þessu ekki lengur og er að bíða eftir að einhver ýti honum til hliðar því að ég fæ ekki séð að hann fái nokkurn skapaðan hlut út úr þessu að etja Jóhanni á foraðið, manni sem er búinn að skrifa eins og ég segi tugi greina um mig í Morgunblaðið þar sem er alveg ljóst og þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að Jóhanni Tómassyni er ekkert sérstaklega vel við mig. Einhverra hluta vegna hef ég fest þarna einhvers staðar inni í heilabúinu á honum og hann virðist eiga erfitt með að koma mér þaðan út. Ég held að það hljóti að vera mjög erfitt.... Skelfing hlýt- ur að vera erfitt að vera með mann eins og mig á heilanum. Lögmaður Kára Stefánssonar gerir þá aðalkröfu að máli þessu verði vísað frá Siðanefnd Læknafélags íslands en til vara að Siðanefndin úrskurði að Kári hafi ekki gerst brotlegur við siða- reglur LÍ. Samkvæmt gögnum málsins komi fram að stjórn Læknafélags Islands hafi vísað málinu til siðanefndar í tilefni af bréfi Páls Þorgeirssonar læknis til stjórnarinnar dags. 10. nóvember 2005, þar sem hann reki meint ummæli Kára Stefánssonar í umrædd- um Kastljósþætti. Páll hafi síðan skrifað annað bréf beint til siðanefndarinnar dags. 21. desember 2005 með „viðbótarábend- ingum" í fjórum liðum. Jafnframt fylgdi erindinu „eftirprentun af síðasta hluta umrædds Kastljósviðtals við Kára Stefánsson". Ekki sé hægt að ráða af erindi Siðanefndar til undirritaðs að fyrrgreindar „viðbótarábendingar" Páls Þorgeirssonar læknis séu til umfjöllunar hjá nefndinni og sé því ekki frekar fjallað um þær, heldur einungis litið til þeirra ætluðu ummæla Kára Stefánssonar sem rakin eru í bréfi nefndarinnar til lögmannsins frá 23. nóvember 2006. Aðalkrafa um frávísun málsins sé byggð á því að alls sé óvíst hvaða ummæli hafi verið höfð uppi í umræddum sjónvarps- þætti. Kári Stefánsson muni eftir því að hafa komið fram í þætt- inum en ekki nákvæmlega hvað hann hafi sagt. I Ijósi þessa sé ósannað hvaða ummæli Kári hafi haft uppi í sjónvarpsþættinum og því rétt að vísa málinu frá. Hér beri einnig að líta til þess að Jóhann Tómasson hafi ekki haft uppi neinar kröfur í málinu og ekkert liggi frammi um umboð til Páls Þorgeirssonar til að koma fram fyrir hans hönd. Þótt stjóm LÍ geti beint málum til Siðanefndar að eigin frum- kvæði sé rétt að túlka siðareglumar þannig að það komi helst til álita þegar enginn aðili sé til að sækja mál. Meginreglur laga um aðildarskort eigi því að leiða til frávísunar, hvort sem litið er til reglna réttarfarslaga eða stjórnsýslulaga. Þá geri hvorki kærandinn Páll eða stjórn LI tilraun til þess að útskýra hvað það sé í ætluðum orðum Kára Stefánssonar sem sé aðfinnsluvert og hann hafi ekki hugmynd um það heldur. Orðin sem fallið hafi séu ekki stóryrði á neinn mælikvarða. Telji nefndin sannað að Kári Stefánsson hafi haft uppi þau ummæli sem Páll Þorgeirsson eignar honum er þess krafist að Siðanefnd úrskurði að ummælin hafi ekki brotið gegn siða- reglum LÍ. Jóhann Tómasson læknir hafi veist að Kára Stefánssyni með afar rætnum og ósmekklegum hætti í grein sinni í 9. tbl. Læknablaðsins 2005. Sú grein hafi hleypt af stað miklu fjölmiðla- LÆKNAblaðíð 2008/94 57

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.