Læknablaðið - 15.01.2008, Page 63
Viðurkenning á þingi Norrænna
svæfinga- og gjörgæslulækna
Sigríður Birna Elíasdóttir, læknanemi á 5. ári,
hlaut í haust 2. verðlaun og viðurkenningu á
þingi norrænna svæfingalækna fyrir rannsókn-
arverkefni sem hún vann á vorönn 3. árs undir
stjóm læknanna Felix Valssonar, Guðmundar
Klemenzsonar og Bjarna Torfasonar.
„Verkefnið fjallaði um mælingar á hjartahorm-
óninu BNP (Brain Natriuretic Peptide) og árangri
eftir hjartaskurðaðgerðir. Hjartað seytir þessu
hormóni þegar tog kemur á hjartafrumurnar, eins
og í hjartabilun og veldur þvagræsingu, auknum
útskilnaði á Na+ og lækkar blóðþrýsting. Klínísk
notkun á BNP mælingum hefur fyrst og fremst
verið að greina hjartabilun en hugmynd þessarar
rannsóknar var að með mælingu á hormóninu
mætti spá fyrir um hvernig sjúklingnum reiddi af
eftir hjartaaðgerðina," segir Sigríður Birna.
Hún segir rannsóknina hafa falist í því að mæla
BNP hormónið hjá öllum sjúklingum sem fóru í
hjartaaðgerð á Landspítalanum á einu ári og síðan
hafi verið fylgst með legulengd hvers sjúklings á
gjörgæslu eftir aðgerðina, þörf á notkun inotrope
lyfja eða ósæðarpumpu (intraaortic balloon pump)
24 klukkustundum eftir aðgerð, nýrnabilun og
hjartadreps eftir aðgerð.
„Ef allt er með felldu liggja sjúklingar einn
dag á gjörgæslu eftir aðgerð en við miðuðum við
meira en tvo daga á gjörgæslu og bárum saman
við mælinguna á BNP fyrir aðgerð. Við bárum
einnig BNP gildin saman við EuroSCORE og út-
fallsbrot hjartans (ejection fraction) mælt með
vélindaómun fyrir aðgerð. Niðurstaðan varð sú
að þeir sjúklingar sem þurftu að liggja þrjá daga
eða lengur á gjörgæslu voru með marktækt hærra
BNP gildi fyrir aðgerð heldur en þeir sem lágu
tvo daga eða skemur. Einnig spáði BNP fyrir þörf
Sigríður Birna Elíasdóttir
með viðurkenningarskjal
fyrir 2. verðlaun á þingi
norrænna svæfinga- og
gjörgæslulækna.
Hávar
Sigurjónsson
LÆKNAblaðið 2008/94 63