Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 3
Urtagarður í Nesi Núna í ágúst var vígður garður við Nesstofu á Seltjamamesi og er hluti Lækningaminjasafns Islands og Lyfjafræðisafnsins. I garðinum eru lækningajurtir og aðrar næringar- og heilsubótarplöntur og tilheyrir hluti þeirra íslenskri flóru. Aðrar eru innfluttar en hafa verið ræktaðar í landinu um lengri eða skemmri tíma. Garðurinn er stofnaður í minningu þriggja manna: Bjarna Pálssonar landlæknis, Hans Georg Schierbeck landlæknis og stofnanda Garðyrkjufélags íslands árið 1885 og Bjöms Jónssonar lyfsala sem annaðist nytja- og lækningajurtagarð í Nesi frá árinu 1768. Bæklingurinn Urtagarður í Nesi. Plöntuvísir, hefur verið gefinn út af þessu tilefni og fulltrúi landlæknis í undirbúningsnefnd að stofnun garðsins, Lilja Sigrún Jónsdóttir, er ritstjóri hans og er hugmyndin að gerð garðsins frá henni komin. Garðurinn er samvinnuverkefni Seltjarnar- nessbæjar, Garðyrkjufélags íslands, landlæknis- embættisins, Læknafélags íslands, Lyfjafræð- ingafélags íslands, Lyfjafræðisafns og Lækn- ingaminjasafns íslands. Ragnhildur Skarp- héðinsdóttir landslagsarkitekt hannaði garðinn. Texti og mytidir: VS LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Á forsíðu Læknabiaðsins að þessu sinni er stillimynd úr myndbandsverkinu Sleep frá þessu ári eftir Sigurð Guðjónsson (f. 1975). Verkið er frábrugðið fyrri verkum hans að því leyti að það byggir á einu ferli sem sýnt er í heild sinni án þess að klippt sé á það eða vikið að öðrum atriðum. Sigurður hefur áður gert flókin kvikmyndaverk sem vi'sa í margræða frásögn eða einhvers konar framvindu án þess að segja endilega ákveðna sögu. Hér er atburðarásin njörfuð niður í einn ramma sem er reyndar samsettur úr tveimur upptökum sem síðan er skeytt saman. Hægra megin er horft inn eftir salarkynnum með tveimur flóðlýstum súlum. Rýmið er hálf hráslagalegt, ófrágengið og vatn drýpur ofan úr loftinu, kannski er þetta hús í smíðum. Vinstri hluti myndarinnar sýnir nærmynd af hljómplötu sem snýst á plötuspilara og samsetningin er þannig úr garði gerð að það er eins og platan sé innar í rýminu, hulin í myrkrinu. Myndbandið sýnir síðan hvernig nálin á plötuspilaranum birtist hægt og rólega fram undan einni súlunni eins og karakter í myndinni og skríður yfir rákir plötunnar nær miðju. Hlutföllin eru algjörlega brengluð og þar er augljóst að um tvær ólíkar myndir er aö ræða, en smám saman samsvarar myndin sér þannig að hún verður að sannfærandi blekkingu. Verkið skilur eftir sig mjög sterka mynd þær örfáu mínútur sem það varir, súrrealíska en grípandi. Hljóðið er jafnframt mikilvægt, droparnir sem skella á steinsteyptu gólfinu og sargið í hljómplötunni. Þar er ekki neina tónlist að heyra, bara órætt suð og hljóðið leggur línurnar fyrir þá stemningu sem ríkir í verkinu, draumkennda og dularfulla. Tóm bygging og hljómplata án tónlistar, þessi tómleiki er áleitinn og óþægilegur. Verk Sigurður bera gjarnan með sér lúmskan óhugnað og er þetta engin undantekning. Til þess að átta sig betur á verkinu má skoða hluta þess á heimasíðu listamannsins (www.sigurdurgudjonsson.net), og þá má geta þess að hann sýnir ný verk á einkasýningu í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ nú í september. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) I eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Ubrary of Medioine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 515
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.