Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Síða 29

Læknablaðið - 15.09.2010, Síða 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Umræða Þar sem ekki er til skilgreining á því hvað telst ásættanleg kostnaðarvirkni var stuðst við niðurstöður annarra rannsókna til þess að átta sig á niðurstöðum greiningarinnar. í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 kemur fram að verðmæti tölfræðilegs lífs er metið á um 280 milljónir króna á verðlagi ársins 1995.23 Ef þessi tala er framreiknuð til ársins 2008 út frá vísitölu neysluverðs væri verðmæti tölfræðilegs lífs um 497.379.056 kr. Samkvæmt þessu viðmiði væri bólusetning gegn pneumókokkum hagkvæm þar sem kostnaður vegna hvers lífs sem tækist að bjarga með bólusetningunni var metinn á 228.878.467 kr. Samanburður við niðurstöður erlendra kostnaðarvirknigreininga á bólusetningu gegn pneumókokkum getur einriig verið gagnlegur. Til þess að umreikna erlenda gjaldmiðla yfir í íslenskar krónur var stuðst við viðmiðunargengi Seðlabanka íslands frá því í júlí 2008.24 í Noregi hefur kostnaðarvirkni bólusetningarinnar verið metin út frá kostnaði á hvert viðbótarlífár að teknu tilliti til hjarðónæmis. Niðurstöður sýndu að kostnaður á hvert viðbótarlífar var 90.000 evrur sem samsvarar 11.309.400 kr. miðað við miðgengi Seðlabanka íslands árið 2008. Af þessum niðurstöðum drógu höfundar þá ályktun að bólusetning gegn pneumókokkum væri mögulega hagkvæm.15 í annarri rannsókn sem gerð var í Þýskalandi voru niðurstöður svipaðar en þar kom í ljós að kostnaður vegna hvers viðbótarlífárs sem hægt væri að bjarga með bólusetningunni væru 100.636 evrur.25 Það samsvarar 12.645.920 kr. ef miðað er við miðgengi Seðlabanka Islands árið 2008. Með erlendar rannsóknir til viðmiðunar var niðurstaða greiningarinnar sú að bólusetning gegn pneumókokkum virðist vera hagkvæm út frá þeim forsendum sem gefnar voru í upphafi. Þó var nauðsynlegt að gera næmisgreiningu til þess að átta sig á því hvort einhverjar forsendur sem gefnar voru í upphafi hefðu afgerandi áhrif á niðurstöður greiningarinnar. Akveðið var að gera næmisgreiningu á sjö forsendum. Niðurstöður má sjá í töflu III. Þar sést að áhrif gengisbreytinga og hópbólusetning virðast skipta lang mestu máli. Þegar miðað er við heildsöluverð á bóluefni árið 2008 er kostnaðarvirknihlutfallið á hvert líf 228.878.476 kr. en 474.432.022 kr. árið 2009. Kostnaðarvirknihlutfallið á hvert lífár er 7.253.420 kr. árið 2008 samanborið við 15.035.292 kr. árið 2009. Með öðrum orðum minnkar kostnaðarvirknin og þar með hagkvæmni bólusetningarinnar þegar verð á bóluefni hækkar. Ekki má þó gleyma að gengisbreytingar hafa einnig áhrif á annan kostnað Tafla III. Næmisgreining Næmisgreining Umfram kostnaður ICER á hvert líf ICER á hvert lífár Grunnforsendur 153.119.700 kr. 228.878.476 kr. 7.253.420 kr. 1. Verð á bóluefni miðað við árið 2009 317.395.023 kr. 474.432.022 kr. 15.035.292 kr. 2. Fjórir skammtar af bóluefni í stað þriggja 167.626.332 kr. 250.562.529 kr. 7.940.613 kr. 3. Enginn afsláttur gefinn af bóluefni 195.136.426 kr. 291.683.746 kr. 9.243.791 kr. 4. Hjarðónæmi ekki meðtalið 171.498.134 kr. 256.349.976 kr. 8.124.023 kr. 5. Framleiðslutap foreldra ekki meðtalið 153.900.400 kr. 230.045.441 kr. 7.290.403 kr. 6. Ekki boðið upp á hópbólusetningu 7.103.275 kr. 10.617.750 kr. 336.489 kr. 7. Afvöxtunarstuðull 6% í stað 3% 153.426.577 kr. 229.337.185 kr. 7.267.957 kr. sem til fellur vegna pneumókokkasýkinga. Samkvæmt niðurstöðum næmisgreiningarinnar er hópbólusetning sá þáttur sem hefur mest afgerandi áhrif hvað hagkvæmni varðar. Það sést á því að kostnaðarvirknihlutfallið á hvert líf er 228.878.476 kr ef boðið er upp hópbólusetningu en 10.617.750 kr ef ekki er boðið upp á hana. Þá er kostnaðarvirknihlutfallið á hvert lífár 7.253.420 kr.ef hópbólusetning er meðtalin en 336.489 kr. ef hún er ekki meðtalin. Þessar niðurstöður benda til þess að bólusetningin ætti að verða hagkvæmari þegar hún er komin í rútínu og hætt er að bjóða upp á hópbólusetningu. Mikilvægt er að átta sig á því að niðurstöður greiningarinnar byggjast á þeim forsendum sem gefnar voru í upphafi. Alltaf er einhver hætta á því að kostnaðarliðir eða tíðnitölur séu of hátt eða lágt metnar þar sem nákvæmar upplýsingar voru ekki alltaf fyrir hendi og í sumum tilfellum þurfti að yfirfæra erlendar niðurstöður yfir á Island. Hvað varðaði tíðni miðeyrnabólgu og hjarðónæmi var til dæmis stuðst við bandarískar niðurstöður. Ekki voru heldur til upplýsingar um tíðni lungnabólgu af völdum pneumókokka á Islandi en reynt var að leysa það með því að styðjast við upplýsingar frá Landspítala um tíðni innlagna vegna lungnabólgu. Við mat á líkum á aukaverkunum pneumókokkasýkinga var í sumum tilfellum hægt að styðjast við íslenskar heimildir en einnig þurfti að miða við erlendar niðurstöður. Allar kostnaðartölur vegna meðferðar við sýkingum eru þó íslenskar og ættu því að vera nokkuð nákvæmar. Þar sem sýkingar af völdum pneumókokka geta haft í för með sér skert lífsgæði bæði á meðan einstaklingurinn er veikur og vegna langtíma afleiðinga sýkinga er mælikvarði á árangur bólusetningarinnar í sumum rannsóknum met- inn á hvert lífsgæðavegið lífár (Quality-Adjusted Life Year, QALY). í þessari greiningu var ákveðið LÆKNAblaðiö 2010/96 541

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.