Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 56
UMRÆÐA O G FRETTIR AKSTUR - EINBEITING Akstur og farsímar: Truflar einbeitingu Bandarískur heimilislæknir, Amy M. Ship, ritaði nýlega grein í NEJM um ábyrgð og hlutverk lækna í fræðslu og forvörnum um notkun farsíma við akstur. Skoðun Ship er sú að mikilvægt sé að heilsuvernd fylgi tækniþróun og að nú sé spurt um akstur og símanotkun ekki síður en um áfengi, lyf og notkun öryggisbelta svo eitthvað sé nefnt. Ship bendir á að samkvæmt rannsóknum fjórfaldast líkur á árekstri ef ökumaður talar í símann undir stýri og eru jafnar líkunum á árekstri ef ökumaður er undir áhrifum áfengis eða lyfja. Önnur rannsókn sýni að hættan á árekstri eykst 23falt ef athygli ökumanns er upptekin við að senda textaskilaboð, sms. „Vissulega eru ýmsar truflanir á athygli sem steðja að bílstjórum en staðreynd er að 275 milljónir Bandaríkjamanna eiga farsíma og 81% þeirra tala í símann undir stýri. Afleiðingunum verður helst líkt við drepsótt. Tölfræði síðustu ára sýnir að ekki færri en 1,6 milljón (28%) umferðarslysa í Bandaríkjunum valda bílstjórar sem eru að tala í síma eða senda sms skilaboð. Símtöl valda mun fleiri slysum en sms sendingar einfaldlega vegna þess að langtum fleiri tala í símann; handfrjáls búnaður gerir símtöl við akstur engu öruggari," segir Amy M. Ship. Yfirvöld hafa sannarlega viðurkennt þennan vanda og víða um lönd hefur verið bannað að tala í síma undir stýri. Ekki er fullkomið samræmi í þessu í Bandaríkjunum þar sem 11 fylki hafa ekki lögfest bann við notkun síma í akstri. Akstursöryggisráð Bandaríkjanna viðurkennir vandann og hefur stofnað samtökin FocusDriven, sem einbeitir sér að því að hvetja ökumenn til að halda athyglinni ávallt óskiptri við akstur. Samgönguráðuneytið bandaríska heldur einnig úti vefsíðunni www.distraction.gov „í læknanámi og á háskólasjúkrahúsinu þar sem ég kenni fá læknanemar og unglæknar reglulega þjálfun í að spyrja sjúklinga um skaðlega hegðun; notkun hjálma, öryggisbelta, getnaðarvarna, sígarettur, áfengi og lyf. Staðfestur árangur af þessum spurningum er lítill, en við höldum áfram að spyrja þeirra einsog ég tel að við eigum að gera. Og eftir því sem tækninni fleygir fram verðum við að haga spurningum okkar í samræmi við áhættuna; það er tímabært að við spyrjum spurninga um akstur og einbeitingartruflanir," segir Amy M. Ship. „Þrátt fyrir að árangur sé ekki mælanlegur vitum við að ráðgjöf til sjúklinga um hættulega hegðun getur haft öflug áhrif. Tóbaksvarnarráð Bandaríkjanna telur að 3 mínútna samtal (læknis við sjúkling) um skaðsemi reykinga auki líkurnar verulega á því að sjúklingurinn hætti að reykja. Samhengið skiptir máli. Þegar heimilislæknir vekur máls á efninu meðan á heilsufarsskoðun stendur eru skilaboðin ólík þeim sem birtast í auglýsingu frá opinberri stofnun á milli bjór- og kexauglýsinga eða eru prentuð á umbúðir um varning. Ég hef nýlega bætt við spurningu þegar ég fæ sjúkling í árlega heilsufarskoðun. Ég byrja á spumingu um öryggisbelti. Síðan spyr ég: Sendirðu sms meðan þú keyrir? Þó mér sé umhugað um bæði sms og símtöl eru flestir meðvitaðir um hættuna af því að skrifa sms og margir dæma það mun harðar. Ef sjúklingur viðurkennir að hann skrifi sms við akstur deili ég með honum þekkingu minni og áhyggjum. Margir sjúklingar sem skrifa ekki sms undir stýri viðra skoðun sína á því hversu hættulegt það er, en þá nota ég tækifærið til að benda á að símtöl valdi fleiri slysum en sms. Þó ég geti vísað á opinberar tölur og bent á myndefni finnst mér áhrifaríkast að segja einfaldlega að símtal undir stýri trufli einbeitinguna á svipaðan hátt og að keyra fullur - samlíking sem bendir bæði á áhættuna og undirstrikar brenglað siðferðismat. Læknar í heilsugæslu eru í einstakri aðstöðu til að fræða sjúklinga og hafa áhrif á þá. Spumingar um akstur og einbeitingu eru jafn mikilvægar í fyrirbyggjandi heilsugæslu eins og aðrar spurningar. Að spyrja ekki - og fræða ekki sjúklinga okkar og þar með minnka áhættu þeirra - jafngildir því að setja í hættu þá sem við viljum lækna." Ship AM. The most primary of care. N Engl J Med 2010; 362:2145-7. - www.nejm.org Hávar Sigurjónsson 568 LÆKNAblaðiö 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.