Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2011, Side 25

Læknablaðið - 15.12.2011, Side 25
SJÚKRATILFELLI Úlfur, úlfur Guðmundur Vignir Sigurðsson1 kandídat, Ásgeir Haraldssorílæknir, Jón R. Kristinsson123 læknir ÁGRIP Rauðir úlfar (Systemic lupus erythematosus) er sjaldgæfur sjúkdómur í börnum og unglingum. Einkenni sjúkdómsins í börnum eru oft almenn og óljós í fyrstu. Því þarf læknum að hugkvæmast möguleikinn á rauðum úlfum án mikilla sértækra einkenna. Ákjósanlegt er að hefja meðferð sem fyrst til að koma í veg fyrir eða seinka alvarlegum fylgikvillum sjúkdómsins. í þessu tilfelli verður farið yfir sjúkrasögu ungs drengs sem kom á bráðamóttöku Barna- spítala Hringsins vegna liðverkja, eitlastækkana og slappleika. Farið verður meðal annars yfir faraldsfræði, greiningarskilmerki, meðferð og horfur barna sem greinast með rauða úlfa. Tilfelli ’Landspítala, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 3læknadeild Háskóli íslands. Fyrirspurnir: Ásgeir Haraldsson asgeir@landspitali. is Sextán ára drengur af spænskum uppruna (móðir er spænsk) kom á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins vegna verkjar í vinstri öxl. Hann hafði auk þess fundið fyrir vaxandi slappleika í þrjár vikur sem náði hámarki viku fyrir komu. Matarlyst var lítil en hann drakk vel af vökva. Drengurinn hafði lést undanfarið um fjögur kg. Hann svitnaði talsvert og þá helst að nóttu til. Auk þess kvartaði hann um væga verki við djúpa innöndun vinstra megin í brjóstkassa. I heilsufarssögu kom fram að drengurinn hafði verið með fjölkerfa barnaliðagigt (systemic juvenile idiopathic arthritis, SJIA). Hann náði sér að fullu og hafði ekki verið á meðferð síðan hann var 10 ára. Við skoðun var drengurinn fölleitur og þreytulegur en alls ekki bráðveikindalegur. Það voru engin sýking- armerki og var hann hitalaus. Hann var grannvaxinn og vóg 54 kg. Lífsmörk voru eðlileg. Eitlar voru þreifanlegir undir kjálkabörðum beggja vegna og eitlakeðjur bæði framan og aftan við höfuð- vendi (1. m. sternodeidomastoideus). Að auki voru eitlar ofan viðbeins og lítill eitill í hægri holhönd. Ekki var hægt að þreifa milta en smá eitlastækkanir fundust í nára. Eymsli voru við þreifingu yfir lifrarstað. Ekki var að merkja eymsli í öxl, hvorki við hreyfingar né þreif- ingu. Lungnahlustun var hrein. Eistu voru eðlilega þétt og ekki að finna hnúta. Rannsóknir Blóðprufur Hvít blóðkorn voru 2,6xl09/L (viðmiðunargildi 4-10,5xl09), blóðrauði var 99 g/L (viðmið 134-171 g/L) og blóðflögur 105xl0109/L (viðmið 150-400xl09). Önnur gildi blóðhags voru eðlileg. Sökk mældist 99 mm/klst Barst: 27. juní 2011 - (viðmið <15 mm/klst) og CRP var eðlilegt, 8 mg/L. samþgYkkuN b^rtmgan Kreatínín mældist 94 pmól/L (viðmið 60-100 pmól/L). Gildi fyrir lifrarpróf, járn, járnbindigetu og ferritín voru HÖ,UhagrSmuanatengsL eðlileg. Blóðsölt voru ekki mæld við fyrstu komu. Þvagrannsókn Magn próteina var hækkað og albúmín/kreatínín- hlutfall aukið. Blóð var til staðar. Við smásjárskoðun sáust píplufrumur, kornaðar afsteypur og teikn um rauðblóðkornaafsteypur. Myndrannsóknir Röntgenmynd af lungum var eðlileg. Tölvusneiðmynd af brjóstkassa og kvið sýndi eitla- stækkanir í holhöndum, miðmæti, aftanskinubili (1. retroperitoneum) og garnahengi. Bæði lifur og milta reyndust stækkuð. Einnig mátti merkja örlítinn vökva í gollurshúsi, hliðlægt við hægri slegil. Uppvinnsla og meðferð Líklegasta greiningin við komu var eitilfrumukrabba- mein. Til álita komu einnig ýmsar sýkingar og endur- koma á SJIA. Eftir fyrstu blóðrannsóknir (sjá að ofan) fór dreng- urinn heim og frekari rannsóknir fyrirhugaðar tveim- ur dögum síðar. Hann fékk ávísað Naproxen-töflum, 500 mg x2 vegna verkja í öxl. Við næstu komu tveimur dögum síðar var gerð beinmergsástunga sem reyndist eðlileg. Nýjar blóð- prufur leiddu í ljós að hann var með kalíumofgnótt (hyperkalemia) 5,8 meq/L (viðmið 3,5-5 meq/L), kreat- ínín var nú 175 pmól/L (viðmið 60-100 pmól/L) og þvagsýra 665 pmól/L (viðmið 230-480 pmól/L). Drengurinn var þá lagður inn til frekari rannsókna og meðferðar vegna skertrar nýrnastarfsemi. Niðurstöður mótefnamælinga gegn ýmsum veirum í sermi, þeirra á meðal cytomegalovírus og Epstein- Barr vírus, voru neikvæðar. Eitlastækkanir, lifrar- og miltisstækkanir byggðust því ekki á sýkingum af völdum þessara veira. Gigtarpróf sýndu hækkun á ANA, ENA, anti-Sm, anti-SSA, anti-SSB, anti-dsDNA og lækkun á komple- mentum C3, C4 og CH50. IgG var hækkað sem og IgG undirflokkarnir IgGl og IgG4. LÆKNAblaðið 2011/97 689

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.