Læknablaðið - 15.12.2011, Síða 36
LEIÐBEININGAR
Hvernig er fræðigrein send til Læknablaðsinsl
Greinar til blaðins eru sendar með tölvupósti til ritstjórnarfulltrúa
blaðsins á netfang ritstjorn@lis.is. Efni til blaðsins má þó einnig
senda í pósti með utanáskriftinni: Læknablaðið, Hlíðasmára 8, 201
Kópavogi.
Með fræðigrein þarf að fylgja
a. Bréf til ritstjórnar.
b. Handrit að grein með töflum og myndum.
c. Höfundayfirlýsing þar sem allir höfundar staðfesta að
efni greinarinnar hafi ekki birst annars staðar og að þeir
afsali sér birtingarrétti að texta og myndefni til Lækna-
blaðsins.
d. Yfirlýsing um hagsmunatengsl höfunda við efni greinar-
innar.
e. Staðfesting á því að tilskilin leyfi séu til staðar fyrir
rannsókninni frá Vísindasiðanefnd og eftir atvikum
Persónuvernd og hlutaðeigandi sjúkrastofnunum. Ef um
sjúkratilfelli er að ræða þarf skriflegt leyfi sjúklings fyrir
birtingu tilfellisins.
Mikilvægt er að allir höfundar skrifi undir höfundayfirlýsing-
una og staðfesti um leið að þeir hafi tekið þátt í gerð rannsóknar-
innar/greinarinnar og á hvaða hátt, til dæmis aflað gagna, skrif-
að handrit, unnið úr gögnum og svo framvegis. Almennt gildir
sú regla að allir höfundar hafi tekið það mikinn þátt í gerð vís-
indagreinar að þeir geti borið ábyrgð á öllu efni hennar og rætt
það opinberlega. Höfundar að grein ættu því einungis að vera þeir
sem lagt hafa mikið af mörkum til greinarinnar, það er grunnhug-
mynd, hönnun og skipulagningu rannsóknar eða túlkun og fram-
setningu niðurstaðna. Flestir höfundar hafa einnig safnað gögnum
eða unnið rannsóknarvinnu, og tekið þátt í ritun uppkasts og lesið
yfir handritið. Yfirmenn deildar eða rannsóknarstofu sem hafa
ekki að öðru leyti komið að rannsóknarvinnunni, styrktaraðilar
og þeir sem einungis hafa tekið lítinn þátt í rannsókninni, ættu
ekki að teljast höfundar greinar. Þeim er hins vegar hægt að færa
þakkir í lok handrits (sjá síðar).
í höfundayfirlýsingu verða höfundar einnig að staðfesta að
efni greinarinnar hafi ekki birst í öðru vísindariti og að þeir afsali
sér birtingarrétti á efni greinarinnar (bæði texta og myndefni) til
Læknablaðsins.
Bréftil ritstjórnar
í bréfinu skal koma fram titill greinarinnar og nöfn höfunda. Æski-
legt er að greina í stuttu máli frá tilurð rannsóknarinnar, niður-
stöðum og sérstöðu, borið saman við aðrar greinar sem birst hafa
um efnið. Skýra þarf fyrir ritstjórn af hverju þessi grein á erindi í
Læknablaðið. Tilgreina þarf leyfi til rannsókna með númerum, til
dæmis frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd (sjá síðar). Einnig er
æskilegt að fram komi hvort leitað hafi verið aðstoðar tölfræðings
og hvort sérfræðingur í ensku hafi lesið yfir enskt ágrip, töflu- og
myndatexta. Stundum kjósa höfundar að nefna aðila sem koma til
greina sem ritrýnar og er þá tilvalið að gera það í bréfi til ritstjórnar,
helst með netfangi viðkomandi aðila. Aðalábyrgðarmaður greinar
í ritstjórn tekur ákvörðun um hvort hann nýtir slíkar uppástungur
eða ekki. Undir bréf til ritstjórnar skrifar yfirleitt sá höfundur sem
annast bréfaskipti við blaðið.
Höfundayfirlýsing
Mikilvægt er að höfundayfirlýsing fylgi með handriti greinar
þegar það er sent til blaðsins. Eyðublaðið má finna á heimasíðu
Læknablaðsins. Einfaldast er að skanna eyðublaðið með undir-
skriftum höfunda og senda til blaðsins með tölvupósti, en einnig
má senda það í pósti til ritstjórnar.
Eyðublað um hagsmunatengsl
Þetta eyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu Læknablaðsins og
verða allir höfundar að tiltaka hvort þeir hafi tengsl við fyrirtæki
eða einstaklinga sem gætu haft áhrif á rannsóknina, annaðhvort
framkvæmd hennar eða túlkun niðurstaðna. í vafatilvikum er
betra að tilgreina ákveðin hagsmunatengsl og er ritstjórn síðan
látið eftir að meta hvort nefna þurfi þessi tengsl með greininni eða
ekki. Dæmi um fjárhagsleg tengsl sem höfundar þurfa að tilgreina
eru ferðastyrkir frá fyrirtækjum, laun fyrir fyrirlestra, greiðslur
fyrir ráðgjöf eða einkaleyfi og er miðað við þrjú ár frá því hand-
ritið er sent til Læknablaðsins. Tekið er hart á því ef höfundar láta
hjá líða að tilgreina hagsmunatengsl og getur þá komið til þess að
að Læknablaðið birti sérstaka yfirlýsingu. Ef engin hagsmunatengsl
eru til staðar þarf einnig að tiltaka það á eyðublaðinu.
Undir liðnum Þakkir (sjá síðar) er tilvalið að tilgreina þá sjóði og
einstaklinga sem styrktu rannsóknina.
Leyfi
í bréfi til ritstjórnar verður að koma fram hvort tilskilin leyfi til
rannsóknarinnar liggi fyrir, til dæmis frá Vísindasiðanefnd eða
Siðanefnd Landspítala, Persónuvernd og yfirmanni eða lækninga-
forstjóra viðkomandi stofnunar þar sem rannsóknin var unnin. í
Efnisflokkar og hámarkslengd talin í orðum
Megintexti
Leiðari 750
Vísindagrein 3000
Sjúkratilfelli 2500
Tilfelli mánaðarins 150 + 650
Yfirlitsgrein 5000
Bréf til blaðsins 500
*hægt er að birta fleiri heimildir i í netútgáfu blaðsins
Ágrip Myndir og töflur Heimildir
- 0 5
250 8 30
100 5 15
- 2 8
200 10 60*
- - 5
700 LÆKNAblaðið 2011/97